Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 12
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Sveitarfélögin verða að upplýsingatækni Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar, segir mikinn sparnað geta falist í rafrænum samskiptum bæði hjá opin- berum aðilum, fyrirtækjum og almenningi. Hún flutti erindi um þessa möguleika á fjár- málarástefnu sveitarfélaga á dögunum. Hún sagði að eitt besta dæmið um hagræðingu og sparnað af þessu tagi megi sjá hjá skatta- yfirvöldum en nú væru um 92% skattfram- tala skilað á rafrænu formi. Um aldamótin hafði þessi tala verið um 34% og sýndi fjölg- unin glöggt í hvað átt þróunin væri að stefna. Guðríður nefndi kostnaðartölur um al- menna afgreiðslu frá Danmörku og sagði að þegar allt sé talið kosti afgreiðsla með bréfi og tölvupósti um 110 danskar krónur, persónuleg afgreiðsla kosti um 80 danskar krónur og símaafgreiðsla um 40 danskar krónur. Rafræn sjálfsafgreiðsla kosti hins vegar aðeins þrjár danskar krónur. Því sé eftir miklu að slægjast enda stefnt að því að í Evrópu verði rafræn stjórnsýsla aukin í um 80% fyrir fyrirtæki og um 50% fyrir al- menning fram til ársins 2015. Aukin samvinna sveitar- félaga nauðsynleg Guðríður benti á netmiðstöðina „island.is" og sagði markmiðið að ísland verði ein upplýsingamiðstöð þar sem gögn flæði á milli opinberra aðila og þannig hætt að margskrá upplýsingar hjá hinum ýmsu stofn- unum. Auk beins fjárhagslegs sparnaðar myndi slíkur gagnabanki og þjónustueining spara mikinn tíma sem einnig væru pen- ingar. Guðríður sagði að sveitarfélögin verði að fara að vinna meira saman á sviði upplýs- ingatækni. Margir hafi verið að finna upp hjólið hver í sinni sveit sem þýði að um mis- munandi kerfi geti verið að ræða og þau oft þannig úr garði gerð að geta ekki tengst öðrum sambærilegum kerfum. Hún sagði íbúagáttir á heimasíðum sveitarfélaganna mismunandi og óvfst hvort eða að hve miklu leyti unnt sé að tengja þær saman nema þá með umtalsverðum breytingum. I Danmörku hafi þróast náið og gott samstarf á milli sveit- arfélaga sem sé grundvallarforsenda þess að ná góðum árangri í rafrænni þjónustu. Miklum fjárhæðum varið til skjalasendinga ( máli Guðríðar kom fram að sveitarfélög- in verji miklum fjarhæðum á hverju ári til greiðslu kostnaðar vegna margvíslegra skjala- sendinga. Með rafrænum gagnagrunni og stórbættri upplýsingatækni þar sem upplýs- ingakerfi einstakra aðila geti „talast við" megi spara umtalsverðar upphæðir einvörð- ungu með þvf að hætta að senda pappírsskjöl á milli stofnana og sveitarfélaga. ( alþjóðlegu samhengi þá auki slík upplýsingatæknibylting einnig samkeppnishæfni og öll samhæfing, sem nú sé unnið að í Evrópu, taki mið af því. Mentor - dæmi um öfluga íbúagátt Guðríður sagði að á upplýsingaöld séu gerð- efla m Guðríður Arnardóttir. ar miklar kröfur um gott flæði upplýsinga. Tæknin til að uppfylla þessar kröfur sé þegar til staðar og spurningarnar snúist því um hvort og hvernig hægt sé að nýta sér hana með sem bestum árangri. Hún benti á að sveitarfélögin leiki stærra hlutverk í þessum efnum en ríkið þar sem þau sinni stærst- um hluta af nærþjónustunni. Hún nefndi „Mentor" grunnskólans sem dæmi um öfl- uga upplýsingagátt þar sem foreldrar og for- ráðamenn barna og þau sjálf geti fengið nær allar upplýsingar um skólastarfið á einum stað; allt frá námskrám til daglegrar vinnu. Upplýsingar um ástundun og jafnvel hvað sé að borða á degi hverjum megi finna á menntavefnum þar sem hver nemandi eigi sér sitt heimasvæði. Guðrfður sagði að slíkar fbúagáttir séu að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum þar sem nálgast mætti margvíslegar upplýsingar við eldhúsboðrið heima hjá sér en engu að síður hafi gengið of hægt að netvæða (slandi að þessu leyti. „Við eigum enn risavaxið verkefni fyrir höndum að þessu leyti. Ég skal viður- kenna að hrunið setti strik í þessa þróun eins og flest annað hjá okkur og ekki síst vegna þess verðum við að kanna og meta alla möguleika og kosti þess sem hin rafræna þjónusta getur veitt. Með því er hægt að spara stórar fjárhæðir af almannafé jafn- framt því að stórauka þjónustu við almenn- ing," sagði Guðríður Arnardóttir. 12 ------

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.