Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 20
vestmannaeyjabœi'
'W
stöðu á fjórum sviðum: í fiski, í fþróttum, fyrir
einstæða náttúrufegurð og síðast en ekki síst
fyrir að kunna að halda „partý" á heims-
mælikvarða," segir hann og hlær.
Hann segir lista- og menningarlífið í Eyjum
mjög öflugt og fjölbreytt og borið upp af
grasrótarstarfi. „Hér eru til dæmis starfandi
þó nokkrir kórar og hljómsveitir, stór og öflug
lúðrasveit, tónsmíðafélag, áhugahópar mynd-
listarfólks og eitt elsta leikfélag landsins sem
ár eftir ár setur aðsóknarmet. Ástæðan fyrir
öllu þessu er sú að landfræðileg einangrun
okkar hefur kallað á að við séum sjálfum okk-
ur nóg um menningarlega afþreyingu. Þess
vegna eru Vestmannaeyjar svo auðugur vett-
vangur fyrir menningarlífið."
Þjóðhátíð og goslokahátíð
Þjóðahátíðin í Vestmannaeyjum er senni-
lega þekktasti menningarviðburðurinn í Vest-
mannaeyjum og einhver fjölsóttasta hátíðin
hér á landi. Hún á rætur að rekja allt aftur til
ársins 1874 þegar Eyjamenn komust ekki
upp á land til að fagna þjóðhátfð (slendinga
og héldu sína eigin hátíð.
„Þjóðhátíðin var einföld í sniðum til að
byrja með en henni hefur smám saman vaxið
fiskur um hrygg. ( dag er hún fyrst og fremst
menningarhátíð okkar Eyjamanna. Þar heiðr-
um við m.a. okkar eigin matarmenningu;
flatkökur, lunda, fiskisúpu og fleira, og kynn-
um hana fyrr öðrum landsmönnum. Fjöl-
skyldur halda fast í sínar hefðir og njóta sam-
vista í hinum sérstöku hvítu tjöldum í Herjólfs-
dal sem eiga sér langa sögu og eru einungis
notuð þessa þrjá daga ár hvert. Svo spillir
ekki fyrir að fá alla þessa góðu gesti sem er
velkomið að taka þátt á forsendum heima-
manna."
Hann segir þjóðhátíðina eiga sinn þátt í
vinsældum Vestmannaeyja á meðal lands-
manna. „Ár hvert koma þúsundir lands-
manna hingað á þjóðhátfð og fara langflestir
til baka með jákvæða upplifun af sam-
félaginu og vilja gjarnan koma hingað aftur.
í því eru mikil verðmæti fólgin."
Hann nefnir ennfremur goslokahátíðina
sem ávallt er haldin helgina sem liggur að
3. júlí, goslokadeginum sjálfum. „Fyrsta gos-
lokahátíðin var haldin árið 1986 en hefur
þróast mjög mikið síðan. Hún er í dag orðin
3ja daga hátíð en mjög ólík þjóðhátíðinni
að því leyti að goslokahátíðin er mun lág-
stemmdari. Vestmannaeyingar sjá sjálfir um
nánast öll skemmtiatriði og yfirskriftin er ein-
faldlega sú að maður sé manns gaman."
Gróskumikið íþróttastarf
Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir einstaklega
fjölbreytt og gróskumikið íþróttalíf. Elliði full-