Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 16
 vestmannaeyjabœr ibúum fjölgar og framtíðn björt Vestmannaeyjar eru næststærsti þétt- býliskjarninn utan höfuðborgarsvæðisins, einungis Akureyri er stærri. Stöðug fólks- fjölgun hefur orðið í Vestmannaeyjum undanfarinn áratug eftir nokkuð langt tímabil fólksfækkunar. Þar búa nú um 4.200 manns og segir Elliði Vignisson bæjarstjóri að framtíð Vestmannaeyja hafi ekki verið jafn björt um áratuga- skeið. "Framtíð okkar stendur þó og fellur með því að ásættanleg lending náist í málefnum sjávarútvegsins," segir hann. Sviðsljósinu er beint að Vest- mannaeyjum að þessu sinni. Elliði er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1969. Að loknu stúdentsprófi lauk hann BA-prófi í sálfræði og náði sér að auki i kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi. Hann lauk síðan mastersprófi í sálfræði og hefur einnig stundað nám í opinberri stjórnsýslu síðustu ár. Eiginkona Elliða er Bertha Johansen og börn þeirra eru Nökkvi Dan og Bjartey Bríet. Elliði hefur búið nær alla sína ævi í fæðingar- bænum og að háskólanámi hans loknu flutti fjölskyldan aftur til Vestmannaeyja og hann hóf störf við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum. Elliði leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og eftir stórsigur sjálfstæðismanna í þeim kosningum var hann ráðinn bæjarstjóri og hefur gegnt því starfi síðan. Greiddu nær allar skuldir rétt fyrir hrun Elliði segir að vissulega hafi bankahrunið og kreppan sem skall á í kjölfarið haft sín áhrif í Vestmannaeyjum eins og annars staðar en með öðrum hætti þó. „Staðreyndin er sú að það urðu ákveðin straumhvörf hjá okkur á árunum 2007 og fyrri hluta árs 2008 - rétt fyrir bankahrun. Meginskýringin er þríþætt. í fyrsta lagi fór áratuga langt aðhald í rekstri bæjarins loks að skila sér svo um munaði í bókhaldinu. í öðru lagi var hagur útgerðarinnar hér tekinn að vænkast eftir erfiða hagræðingu og í raun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.