Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 8
Biðstaðan í er skaðleg „Framkvæmdaleysi og bið eftir niðurstöðu í sjávarútvegsmálum eru nánast daglegar frétt- ir. Það er ótrúlegt að upplifa það að undir- stöðuatvinnuvegur sem hefur góðar tekjur og mikla fjárfestingagetu sé búinn að vera í frosti í þrjú ár vegna þess að ekki er búið að ákveða framtíðarkerfi í fiskveiðistjórnun. Þetta bitnar á öllu þjóðfélaginu og allra fyrst á viðkvæmum samfélögum vítt og breitt um landið sem eiga nánast allt sitt undir sjávarút- veginum," sagði Halldór Halldórsson, formað- Fjármálaráðstefna sve tarfélaga sjávarútvegsmálum ur Sambands íslenskra sveitarfélaga, í setn- ingarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitar- félaga. „Þeir sem tjá sig af hálfu stjórnarflokk- anna um atvinnugreinina tala oft eins og allt eigi að færast aftur til áranna fyrir kvótakerfi en þá gleymist að ofveiði á (slandsmiðum var þvílík og sóunin á aflaverðmætum slík að enginn ætti að láta sér detta í hug að líta til þess tíma." Halldór benti á að í úttektum á íslenskum sjávarútvegi komi fram að hagkvæmni hans sé sú mesta sem þekkist. „Auðlindaarður er sá hæsti í heimi, framlegðin með því hæsta sem þekkist og þannig má áfram telja. Skilaboð mín enn eina ferðina til stjórnvalda eru þessi: Ekki láta þessa mikilvægu at- vinnugrein bíða eftir niðurstöðu í sjávarút- vegsmálum. Klárið það verk sem þið hófuð fyrir þremur árum. Það skaðar okkur öll að bíða svona lengi eftir niðurstöðu." GrantThomton 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.