Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 19
„Framtíð okkar stendur þó og fellur með því að ásættanleg lending náist í málefnum sjávarútvegsins.44 Herjólfur verður ekki í siglingum hér eftir árið 2015. Ný ferja er því handan við hornið, ef svo má segja. Með tilkomu hennar og öflugri sanddælingu hef ég fulla trú á að þar með komumst við fyrir þá erfiðleika sem nú eru uppi í sambandi við siglingar til og frá Land- eyjarhöfn." Sjávarútvegurinn burðarás byggðar Elliði segir að sjávarútvegurinn sé „upphafið og endirinn að öllu í Vestmannaeyjum - sannkallaður burðarás byggðar." Aðrar at- vinnugreinar byggi mjög mikið á honum. „Hér er mikið af smiðjum af ýmsum toga, byggingafyrirtækin vinna mikið fyrir útgerð- arfélögin, rafvirkjar og að segja má langflestir iðnaðarmenn bæjarins." Næstur í röðinni á eftir sjávarútveginum, en töluvert umsvifaminni, er Vestmannaeyja- bær sem þó er stór atvinnurekandi. „Hér er líka háskólasamfélag, sjúkrahús og urmull af smærri fyrirtækjum. Ferðaþjónustan er svo helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu og þar eru tækifærin gríðarlega mörg og stór og í raun óþrjótandi. Rúm tvöföldun ferðamanna- straums á aðeins einu ári, úr 127.000 f 270.000 eins og ég nefndi áðan, hefur haft í för með sér fjölgun fyrirtækja sem þjónusta ferðamenn." Hann nefnir fjölgun verslana og veitingahúsa í þessu sambandi og fleiri við- burði í bænum og segir að auðvitað njóti heimamenn einnig góðs af gróskunni á þessu sviði. „Fjölgun ferðamanna hefur einfaldlega í för með sér aukin lífsgæði fyrir íbúana alla og líflegri bæ heilt yfir. Það er mjög gaman að búa í lifandi ferðamannabæ og mikið um að vera." Heimur í hnotskurn Elliði telur að sérstaða Vestmannaeyja felist fyrst og fremst í því að þær séu heimur í hnotskurn. „Hér getur þú horft yfir Atlants- hafið í átt að virku eldfjalli með jökul í bak- sýn. Hér eru sjávarhamrar og stórbrotin nátt- úra á allar hliðar, fjölbreytilegt fuglalíf og afar fjölbreytilegt mannlíf. Svo höfum við getið okkur gott orð fyrir framúrskarandi frammi- Vestmannaeyjar eru þekktar fyrir einstaklega fjölbreytt og gróskumikið iþrótta- og tómstundalif. Það er lika eitt af sérkennum Vestmannaeyja að nánastöll félögin þar keppa undir merkjum Iþróttabandalags Vestmannaeyja, ÍBV, I stað þess að hampa eigin nafni. <r M® ie 0 0 y{it II áf <^> ----- 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.