Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 26
Velferðarmál Vinnufundur um gerð þjónustuáætlana Meðfylgjandi myndir tók Ingibjörg Hinríksdóttir á vinnufundinum. Á einni þeirra má sjá Gyðu Hjartardóttur félagsþjónustufulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, við fundarstjórn. Samband íslenskra sveitarfélaga, velferðar- ráðuneytið og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins efndu til sérstaks vinnufundar eða vinnudags um gerð einstaklingsbundinna þjónustuáætlana fyrir starfsfólk sveitarfélaga 26. október sl. Vinnudagurinn var einkum ætlaður starfsfólki sem kemur að málefnum fatlaðs fólks. Að sögn Gyðu Hjartardóttur, félagsþjónustufulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, var mjög vel mætt á fundinn en alls komu um 150 manns hvaðanæva að af landinu. Vinnufundurinn þótti heppnast ákaflega vel og var almenn ánægja með þessa nýjung. Gyða sagði tildrög vinnufundarins þau að ný reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr. 1054/2010 hafi litið dagsins Ijós samhliða yfirfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna. Meginmarkmið reglu- gerðarinnar sé að fatlað fólk fái félagslega þjónustu og sérstakan stuðning til þess að geta búið þannig að sem best henti hverjum og einum. í reglugerðinni kemur fram að tekið skuli mið af óskum, aðstæðum og þörf fyrir þjón- ustu þeirra sem hennar njóta. „Fylgt skal í því efni þeirri meginreglu að fólk eigi val um hvernig það býr, enda sé það í samræmi við það sem almennt tíðkast. Lögð er áhersla á það að þjónustan sé einstaklingsbundin, heildstæð og sveigjanleg. Auk þess sem hún skal veitt með það að markmiði að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, styrkja sjálfsmynd fólks, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði," segir Gyða. Hún segir einnig að í búsetureglugerðinni sé í þessu samhengi einnig fjallað um ein- staklingsbundna þjónustuáætlun fyrir fatlað fólk sem oft og tíðum hefur þörf fyrir við- varandi og fjölbreytilegan stuðning og sam- kvæmt henni skal gerð slíkrar áætlunar á ábyrgð þeirra sem sjá um framkvæmd þjón- ustunnar í samvinnu við einstaklinginn sem um ræðir. Fyrirlestrar og hópvinna Stefán Hreiðarsson yfirlæknir á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins hóf vinnufundinn með erindi sem bar yfirskriftina: Mat á stuðn- ingsþörf fatlaðra - breyttar áherslur. Síðan fjallaði Tryggvi Sigurðsson, yfirsálfræðingur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, um fræðilegar forsendur við gerð einstaklings- bundinna áætlana og tengdi það við niður- stöður á greiningartækinu „Mat á stuðnings- þörf: SIS" og Guðný Stefánsdóttir, þroska- þjálfi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fjallaði því næst um framkvæmd og innihald stuðningsáætlana í daglegu starfi. Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á Velferðar- sviði Reykjavíkurborgar, tók við með erindi sínu „Af vettvangi: Gerð einstaklingsáætlana i vinnu með geðfötluðum" og að lokum var þátttakendum skipt í hópa þar sem farið var nánar yfir gerð og útfærslu stuðningsáætl- ana. Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufull- trúi sambandsins, var fundarstjóri. Erindin sem flutt voru má finna á vef sam- bandsins www.samband.is. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.