Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Blaðsíða 23
„Ég eins og fleiri bæjarstjórar og sveitarstjórnarmenn um ailt land erum sífellt að sinna verkefnum sem eiga að vera á könnu ríkisvaldsins..“ „Það þarf að laga margt í núverandi kerfi en þessar hugmyndir um rikisvæðingu sjávarútvegsins og upptöku eigna eru beinlinis skaðlegar,"segir Elliði m.a. um framkomnar hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjómunarkerfinu. stjórnsýslu, hljóðaði upphæðin upp á 24 milljarða - tuttugu og fjögur þúsund milljónir króna - á sama tíma til að jafna framlag okkar Vestmannaeyinga. Sú ofurskattlagning sem við á landsbyggðinni búum við í dag er næg og ekki réttlætanlegt að auka þar á." Hann segir að það sé eðlileg krafa að allir landsmenn greiði sömu skatta óháð atvinnu- grein; „hvort sem við vinnum við að bræða ál, veiða fisk eða veita þjónustu. Staðreyndin er hins vegar sú að enn þann dag í dag er einungis innheimtur sértækur skattur vegna umsvifa í sjávarútvegi og þjóðin nýtur þeirra tekna og þar með arðseminnar af atvinnu- greininni og þjóðarauðnum. Við skulum hafa það á hreinu!" Óbilgjarnar kröfur í garð sveitarfélaga Hann segir að sú ákvörðun að flytja þjónustu við fatlaða frá ríki yfir til sveitarfélaga um síðustu áramót hafi lítil áhrif haft í Vest- mannaeyjum. Bæjarfélagið þafi tekið þessa þjónustu yfir sem reynslusveitarfélag á árinu 1996 og annast hana síðan. „Þetta hefur gefist mjög vel og ég tel rétt að þessi þjón- usta sé á hendi sveitarfélaganna fremur en ríkisins." Á hinn bóginn telur hann mjög varasamt að ríkið afhendi sveitarfélögunum verkefnin fyrst en fari síðan að auka kröfurnar til þeirra án þess að fjármagn fylgi. „Þetta gerðist eftir að rekstur grunnskólanna var færður yfir til sveitarfélaganna og þetta er enn augljósara þegar horft er á framkomu ríkisins gagnvart sveitarfélögum á sviði sorp- og frárennslis- mála. Sú framkoma er raunar sér kapítuli út af fyrir sig. Þar eins og svo víða hikar ríkið hvergi við að leggja gríðarlegar kvaðir á sveit- arfélögin án þess að nokkurt fjármagn fylgi með. Það er of auðvelt að sitja á Austur- velli og auka álögur og kvaðir á sveitarfé- lögin. Slíkt bitnar bara á annarri þjónustu sem okkur er ætlað að veita". Vilja yfirtaka sem allra flest verkefni Elliði segir að vægi sveitarstjórnarstigsins hafi þegar verið aukið nokkuð með yfirfærslu verkefna frá ríkinu en mjög gjarnan megi auka vægi þessa stjórn- sýslustigs enn frekar. „Ríkisvaldið verður hins vegar að hætta að leggja á okkur íþyngj- andi kröfur án þess að þær séu kostnaðar- metnar áður - og fjár- magn verður að fylgja með ef slíkar kröfur koma fram. Annars bitnar það beint á þjón- ustunni heima í héraði. Svo fer líka allt of mikill tími og orka hjá sveitar- félögum I skýrslugerð og skriffinnsku af ýms- um toga því ríkisvaldið kallar endalaust eftir upplýsingum. Það er ekki nógu gott." Að þessum varnagla slegnum segir Elliði ekkert því til fyrirstöðu að Vestmannaeyingar yfirtaki sem allra flest verkefni úr höndum ríkisins og nefnir sjúkrahúsið og framhalds- skólann í því sambandi. „Eina skilyrðið er að ríkið tryggi okkur fé til rekstrarins, eða öllu heldur lækki skatta sína og heimili okkur að hækka útsvarið samsvarandi í staðinn." Sameining kemur ekki til greina Spurður hvort Vestmannaeyjabær gæti hugs- anlega sameinast öðru sveitarfélagi á Suður- landi í náinni framtíð svarar Elliði ákveðið neitandi. „Við erum í ágætu samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurlandi á ýmsum sviðum, bæði í gegnum Samband sveitar- Okkar vinna gengur út á að þln vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn I það sem þú ert að gera. og þó við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin I þlnu starfi jafn vel og þú. þá vitum við hvað starfið gengur út á. Hjá Islandsbanka starfar hópur fólks sem býr að Rðu Júb Storþðndðtui hefur vott swmrlétogum og opinbeum iðilum fjátmábtíðnuuu I mon en lOár. Rðsa Júb et MðstopUstjöri sveriartétoga hjá klandsbanka. áratugareynslu I þjónustu við sveitarfélög og hefur vlðtæka sérþekkingu á tjárhagsumhverfi þeirra og þörfum. Þannig getum við ávallt tryggt sveitar- félögum landsins þá bankaþjónustu sem þau þarfnast. Þekking sprettur af ðhuga. sveitarfelog@islandsbanki.is w w w. i sl a ndsbank i. is Sfmi 440 4000 íslandsbanki 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.