Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 06.12.2011, Síða 15
Getur þitt sveitarfélag orðið draumasveitarfélag? Getur þitt sveitarfélag orðið draumasveitar- félag? Þessari spurningu varpaði Benedikt Jóhannesson, ritstjóri tímaritsins Vísbending- ar, fram í erindi á fjármálarástefnu sveitar- félaga á dögunum, Tímaritið Vísbending hefur gert úttekt á rekstri sveitarfélaga allt frá árinu 1995 þar sem ákveðnum viðmiðum er beitt til að fá fram þá niðurstöðu sem nefnd hefur verið draumasveitarfélagið. Á þeim þrettán árum sem Vísbending hefur gert þessa úttekt á sveitarfélögum hafa fimm sveitarfélög náð þessu markmiði. Benedikt fjallaði um þá aðferðafræði og útreikninga sem liggja að baki þessarar einkunnagjafar, Það sveitarfélag sem oftast hefur hlotið títilinn „draumasveitarfélagið" er Seltjarnar- neskaupstaður eða alls í fimm skipti af þeim 13 sem Vísbending hefur unnið þessa könn- un. Seltjarnarnes var draumasveitarfélag á ár- unum frá 1997 til 2000 og aftur árið 2007. Það sveitarfélag sem næst kemst Nesinu að þessu leyti er Garðabær sem hlotið hefur þennan heiður fjórum sinnum, fyrst á ár- unum 2005 og 2006 og aftur á árunum 2009 og 2010. Önnur sveitarfélög sem hlotið hafa nafnbótina draumasveitarfélag eru Sel- foss árið 2005 og varð þar með fyrsta sveitar- félagið til að hljóta þennan titil. Sveitarfélagið Ölfus var draumasveitarfélag árið 2001 og Snæfellsbær árið 2008. Þær forsendur sem Vísbending leggur til grundvallar mati sínu á rekstri sveitarfélag- anna eru í fyrsta lagi hver skattheimtan er og að hún þurfi að vera sem lægst. Þannig fá sveitarfélög með útsvarshlutfallið 13,66% einkunnina 10 en sveitarfélög með hlutfallið 14,48% núll og er skalinn sem metið er á í réttu hlutfalli þar á milli. ( öðru lagi þurfa breytingar á íbúafjölda að vera hóflegar. Fjölgun á bilinu 1,6 til 3,6% gefur 10 og frá- vik um 1 % frá þessum mörkum lækka eink- unnina um einn heilan. í þriðja lagi er af- koman skoðuð sem hlutfall af tekjum. Af- komuhlutfallið á að vera sem næst 10%, sem gefur einkunnina 10. Dreginn er frá 1 fyrir hvert prósentustig sem sveitarfélag er fyrir neðan 10% hlutfall. Dreginn er einn þriðji frá 10,0 fyrir hvert prósentustig yfir 10%. Þetta er breyting frá fyrri reikniað- ferðum því áður var dreginn frá hálfur fyrir prósentustig yfir 10%. Þá er hlutfall nettó- skulda af tekjum skoðað og þarf að vera sem næst 1,0. Frávik um 0,1 yfir þessu hlutfalli lækkar einkunnina um 1,0 frá einkunninni 10. Frávik um 1,0 fyrir neðan þetta hlutfall lækkar hana um 0,5. Ef skuldir eru mjög litlar getur það bent til þess að sveitarfélagið haldi að sér höndum við framkvæmdír. Þetta er einnig breyting frá fyrri reikniaðferðum þegar miðað var við brúttóskuldir. Misjafnar undirtektir sveitarstjórnarfólks Benedikt sagði meðal annars í erindi sínu á fjármálaráðstefnunni að stjórnendur sveitar- félaga yrðu að taka niðurstöður kennitölu- prófa alvarlega. Mikilvægt sé að færa bókhald rétt og reyna hvorki að blekkja sjálfa sig né aðra. Nýtt ísland kalli á að menn taki mál- efnalega gagnrýni alvarlega en leggist ekki alltaf í vörn fyrir rangan málstað. Benedikt sagði að stjórnendur sveitarfé- laga hafi tekið þessum útreikningum Vís- bendingar misjafnlega og sumum verið mis- boðið og bent á að ársreikningar sveitarfé- laga væru ekki sambærilegir. Þá hefði borið við að stjórnendur þeirra sveitarfélaga sem lent hefðu í neðstu sætunum tækju niður- stöðunum illa og jafnvel talið að annarleg sjónarmið réðu gerðum Vísbendingar eða í öllu falli væri um misskilning að ræða. Benedikt sagði að hvað sem umkvört- unum sveitarstjórnarmanna í sveitarfélögum, sem lent hefðu í neðstu sætum, liði þá hefði sfðar komið í Ijós að nánast öll þessi sveitar- félög hefðu lent á lista eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Á þessu væri þó ein undantekning. Bæjarstjóri sveitarfélags nokk- urs sem lent hefði neðarlega á lista Vísbend- ingar hefði hringt til þess að ræða um leiðir til að bæta stöðu síns sveitarfélags og vinna það upp eftir listanum. Hvort sem hann hafi farið eftir þeim ráðleggingum sem hann fékk eða ekki þá hafi staða þessa sveitarfélags breyst og það hafi verið ofarlega á lista Vís- bendingar á undanförnum árum. Draumasveitarfélagið 2010 - Toppsætin, skv. úttekt Vísbendingar • Garðabær • Snæfellsbær • Dalvíkurbyggð • Akureyri • Akranes • Hornafjörður • Þingeyjarsveit • Reykjavík • Eyjafjarðarsveit • Húnaþing vestra • Seltjarnarnes • Bláskógabyggð • Vestmannaeyjar • Norðurþing - Botnsætin, skv. úttekt Vísbendingar, talið ofan frá • Blönduós • Bolungarvík • Garður • Reykjanesbær • Grundarfjörður • Sandgerði • Fljótsdalshérað • Vesturbyggð • Álftanes 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.