Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Qupperneq 8

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Qupperneq 8
8 G E S T U R skóm?“ hélt ókunni maðurinn áfram. „Þeir myndu slíta skinninu af löpp- unum á okkur“, sagði einhver í kerskni. Ókunni maðurinn útskýrði sitt mál. Ef við vildum koma með honum til Kispest-í]þróttafélagshússin's, skyldum við fá allan útbúnað, sem við þörfn- uðumst. Við eltum hann með hálfum huga, en tortryggni okkar hvarf smám saman fyrir voninni, sem jókst því meir stundarfjórðunginn, sem það tók okk- ur aiý ganga til hússins. Okkur var fylgt gegnum dyr leikmanna og inn í stórt búningsherbergi. Á gólfi þar lá hrúga af notuðum skóm, skyrtum, stuttbuxum og legghlífum. Maðurinn kynnti sig fyrir okkur sem þjálfari félagsins. „Þeir, sem vilja raun- verulega leika knattspyrnu, geta tekið það, sem þeir vilja“, sagði hann. „En ég vil ekki hafa neinn fíflshátt. Ég heiti Nandor Szucs. Ef þið þarfnist einhvers, þá komið til mín og segið mér frá því, og við munurn reyna að útvega það". Upp frá þessu kölluðum við hann aldrei annað en Nandi frænda. ÁÐUR EN HANN HAFÐI lokið máli sínu, vorum við komnir á kaf í hrúguna. Ekki veittist okkur erfitt að koma okkur í skóna. Enginn okkar þurfti stærra númer en sex, en engir skórnir voru minni en númer níul Ekki varð það samt til þess að draga úr stolti okkar, er við þrömmuðum, í- klæddir skyrtum, stuttbuxum og allt of stórum skóm, út á leikvöllinn. Þarna beið fótknöttur eftir okkur, fótknöttur tir leðri. Við reyndum að sparka honum, en það var algerlega vonlaust í þessum skóm. Fætur okkar skutust aðeins fram í tána og síðan aftur í hæl. Og jafnvel þótt við gætum hitt knöttinn, höfðum við ekki hug- mynd um, hvert hann fór. Eftir hálfa klukkustund, þegar við vorum farnir að draga fæturna á eftir okkur af þreytu, kallaði Nandi frændi okkur út af vellinum. „Komið aftur eftir tvo daga", sagði hann. Næst þegar við komum, biðu okkar skór, sem voru okkur mátulegir. Vikum saman héld- um við áfram æfingum á vellinum. Smám saman var okkur gefið tækifæri til þess að komast í yngsta keppnis- flokk félagsins. Við vorum hreyknustu drengirnir í bataum. Stundum, eftir innilegar bæn- S A G T Einmana og óhamingjusamur eins og ostra á Sahara .. . Orð hans sveimuðu eins og mý utan um dauðar hugsanir hans . .. Þjónninn leið inn eins og eins- manns-skrúðganga .. . ★ Handleggirnir eru mjúkir og daufhvitir eins og þeir veeru úr ný- löguðu marsípani. Beinlinis til að éta ... ir, var mér leyft að fara með skóna mína heim til þess að bursta þá. Einu sinni hafði ég þá með mér í skólann, og'félagar mínir umgengust mig eins og ég væri ofurmenni. Við vorum afar taugaóstyrkir fyrir fyrsta kappleikinn. Við hvöttum vini og kunningja til þess að mæta, og krít- uðum tilkynningar um, að við ættum að fara að leika, á alla veggi í Kispest. Veðrið var kalt þennan dag. Við þrömmuðum út til fundar við mót- herja okkar með glamrandi tennur og helbláar varir. Þeir voru líkastir ris- um. Við vorum allir smápattar, og ég var minnstur. Við gerðum allt, sem við gátum, en lieppnin var okkur óhagstæð. Líklega vorum við aðeins yfirspenntir og lögð- urn þess vegna of hart að okkur. Þrátt fyrir þetta settum við fyrsta rnarkið, en í hálfleik höfðu mótherj- arnir yfir, 2:1. Við gengum grátændi út af vellinúm, og huggunaryrði Nandi frænda höfðu engin áhrif á okkur. 5taðráðnir í að berjast til þrautar hófum við seinni hálfleikinn. Andstæð- ingar okkar óðu með knöttinn beina leið í mark. Þetta var mér um megn, og ég snökti upphátt. Síðan settist ég niður á miðj- an völlinn og fór úr skónum. Félagar mínir gerðu slíkt hið sama, og með níu berfættum breyttist gangur leiksins ger- sanrlega. Allt gamla sjálfstraustið okk- ar kom nú aftur yfir okkur, við skor- uðurn fimm mörk í hálfleiknum og unnum, 6:4. ÞETTA VAR BYRJUNIN. Árið 1936 var ég átta ára, og upp frá þessu, nema á veturna, lék ég kappleik á hverjum laugardegi og sunnudegi, fyrst i drengjaflokki og síðan í unglinga. flokki, þar sem ég var kallaður „Ocsi", sem merkir „litli bróðir". Knattspyrnan var „fyrsta ástin", en ég var ákafur þátttakandi í öllum íþróttum, sem gætu þjálfað mig í knattmeðferð. Ég lék talsvert „siag- knött" (baseball) til þess að örva við- bragðsflýti minn. Hvenær, sem ég gat því við komið, horfði ég á kappleiki og fylgdist með hverri hreyfingu. í hvert einasta skipti lærðist mér eitthvað í meðferð knatt- arins. Ég æfði hverja nýja brellu í laumi, og sýndi hana síðan hreykinn félögum mínum. í nóvember 1943, þegar ég var að æfingum á vellinum, kölluðu þeir Nandi frændi og pabbi, sem þá var orðinn þjálfari hjá félaginu, mig til sín. „Okkur finnast tilburðir þínir prýði- legir, Ocsi", sögðu þeir, „og þess vegna ætlum við að launa þér með því að lofa þér að koma með okkur til Nagy- varard á morgun". Nagyvarad var þá Ungverjalands- meistarar, og þessi meistaraflokksleikur okkar var þýðingarmesti leikur leik- ársins. Ferðalagið til Nagyvarad tók heilan dag, og um kvöldið hafði liðið æfingu. Ég fór líka í búninginn minn, ham- ingjusamur yfir að fá að æfa með þeim fullorðnu. Daginn eftir fórum við á leikvöllinn tveim klukkustundum áður en leikur- inn hófst. Ég var hreykinn yfir að fá að vera með liðinu, enda umkringdur strákum. Allt gekk vel, þangað til við komum að vellinum. Liðið fór inn á völlinn, en af hæversku var ég síð- astur, og hliðvörðurinn stoppaði mig: „Heyrðu, drengur, hvar er aðgöngu- miðinn þinn?" „Ég er í Kispest-liðinu", svaraði ég hortugur. „Trúðu honum ekki", hrópuðu ein- hverjir af krökkunum, sem stóðu um- hverfis. „Hann er enginn kappleiksmað- ur, hann er að reyna að lauma sér inn". Loksins kom pabbi mér til hjálpar. „Þú færð bráðum að sjá, hvaða dreng- ur þetta er, og hvað hann getur", sagði hann við vörðinn. „Taktu eftir honum á vellinum!" í fyrstu gerði ég mér ekki ljóst,

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.