Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Síða 10
10
G E S T U R
Á ,\ If^1 f/1 Á EftirWare
jíll V KjrJZ U /í Torry Budlong
HRÍFANDI ÁSTARSAGA.
I. HLUTI.
Brandon-óðalið, Branford, var
jafng’amalt vínviðnum, sem óx í
garðinum. Og vínviðurinn var fræg-
ur fyrir geysistóran trjábolinn, sem
í heila öld hafði verið að myndazt
úr samanslungnum greinum vafn-
ingsjurtanna, sem nú náðu jafnhátt
og hvítar súlur svalagangsins. Út
frá trjábolnum höfðu greinarnar
teygt sig út á þakið á svalagangin-
um og myndað græna hlíf fyrir
heitu sólskini suðurríkjasumarsins,
en bláa breiðu á vorin.
Gróskutíminn stóð yfir, og vín-
viðurinn fyllti umhverfið ilmi sín-
um. Anna hallaði sér út í möndlulag-
aðan gluggakarminn og andaði dá-
samlega fersku loftinu að sér.
Grasflötin breiddi úr sér fyrir
framan hana, trén mynduðu eins
konar ramma utan um flötina á
lágum hæðum, sveipuðum tíbránni.
Amma virti fyrir sér fólkið fyrir
utan, eins og það væri í fjarska, og
hún gæti hvorki kallað til þess eða
komizt til þess. Hún sagði við sjálfa
sig, að hún mætti ekki skipta sér
af tilveru þess, en hún horfði á það
með áhyggjusvip.
Bifreið sveigði upp á brautina
heim að höllinni, og Meg Brandon,
sonardóttir hennar, gekk til móts
við hana. Meg var orðin tuttugu
ára, hreyfingar hennar voru róleg-
ar og tigulegar. Ilún var svo örugg
með sig, hugsaði Amma, en þeir,
sem eru öruggir með sig, eru líka
hörundsárir.
Ken Marley stöðvaði bifreiðina,
stökk út úr henni og hljóp til móts
við Meg. En rétt í því kom Angela
í ljós milli tveggja gosbrunna, um-
luktum gróðri í fegurstu litum.
Hendur ömmu gripu þéttar um
gluggasilluna. Hún neitaði að við-
urkenna, jafnvel fyrir sjálfri sér,
hversu miklu máli Angela skipti
fyrir hana.
Hvað var það við Angelu, sem
kom Ken til þess að snúa í áttina
til hennar, en Meg til þess að nema
skyndilega staðar? Angela lyfti
hendinni og veifaði til Ken, þegar
hún kom auga á hann, en hann hefði
svo hæglega getað látið sér nægja
að veifa á móti til hennar og hald-
ið rakleitt áfram. Hann var að vísu
ekki trúlofaður Meg ennþá, en það
var samt hún, sem hann kom til að'
hitta.
I-Ivað var það við Angelu, sem
hafði þessi áhrif á fólk, og hún hafði
svo iðulega tekið eftir? Amma
spurði sjálfa sig þessarar spurning-
ar hvað eftir annað, en svarið vafð-
ist fyrir henni. Angela Lane kom
í heimsókn tvisvar á ári, Amma
veitti eftirtekt þessum áhrifum
hennar á fólk, og botnaði ekkert í.
Það gat að vísu verið þetta sér-
staklega aðlaðandi bros. Angela
brosti, og fólk hændist að henni eins
og það sæi ekkert annað.
EN ÞAÐ VAR FLEIRA. Angela
opnaði aldrei hjarta sitt fyrir nein-
um. Amma ímyndaði sér að þessi
heimsókn Angelu myndi ef til vill
veita henni einhvern. skilning á
henni. Þær voru báðar orðnar full-
orðnar, Meg og Angela. Henni varð
órótt um hjartaræturnar, þegar hún
veitti því eftirtekt, hversu fullorðn-
ar þær voru í raun og veru orðnar,
og báðar svo hrifnar af Ken. Hún
sneri skyndilega frá glugganum ...
Angela stóð á þykkri grastorfu,
sem veitti henni vellíðunartilfinn-
ingu. Hún gerði sér mæta vel Ijóst,
að hún var fögur, golan sveipaði
kjólnum þétt upp að líkama hennar,
dökkt hár hennar bærðist varla, og
hvít blómin mynduðu hvíta breiðu
að baki hennar. En þetta allt
gleymdist, þegar Ken Marley nálg-
aðist hana.
Hann var eini karlmaðurinn, sem
vakið gat þessa sérstæðu ánægju-
tilfinningu hjá henni, svo að nú,
þegar hann var kominn, virtist all-
ur garðurinn gjörbreyttur og nýr.
Þrír dagar — gat það verið, að hún
hefði aðeins þekkt hann í þrjá daga?
Hún brosti hógværu brosi til hans,
og hún sá andlit hans breytast.
„Ég kom hingað til þess að kom-
ast í gott skap og sækja mér hug-
rekki,“ sagði hann. „Það verður að
meðhöndla mig ósköp gætilega".
Hann sagði þetta grafalvarlegur,
en sterklegur munnsvipurinn undir-
strikaði gáskann í rödd hans. Við
fyrstu sýn virtist hann lítið annað
en kraftar og atorka, og það var
ekki fyrr en í viðkynningu, er farið
var að taka eftir mildinni í augum
hans, að maður vissi, að hann gat
verið blíður.
„Var ræðan svona slæm hjá þér?“
spurði Angela.
„Ræðan var prýðileg. Gallinn var
aðeins sá, að ég skyldi flytja hana
fyrir stuðningsmenn míns hatrama
andstæðings, Faxon. Einn þeirra
kastaði tómat, og ég náði að beygja
mig með naumindum.“
„Þú hefðir ekki átt að beygja þig.
Það kostar aðeins fleiri tómata. Mér
lærðist það fyrir löngu síð'an.“
„Þú hefur þó ekki verið að flytja
stjórnmálaræðu?“ spurði Ken.
„Nei,“ viðurkenndi Angela, en
hirti ekki um að eyða frekari orðum
í það. Meg kom til þeirra, hún laum-
aði hendinni í handarkrika Ken um
leið og hann brosti við henni. Hún
heilsaði honum, eins og Angela eða
fjöldi manns þyrfti fvrst að tala
við hann, nema aðeins, að nú var
hann kominn. Angela tók eftir því,
sér til gremju, að framkoma hennar
var engan veginn leiðinleg; það gerði
nefnilega samkeppnina við Meg enn