Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Qupperneq 13
G E S T U R
13
„Jeppi á Fjalli“
á Akranesi
Leikfélag Akraness varð fyrst leikfélaga ut-
an Reykjavíkur til að hefja vetrarstarfsemi
sína. Leiklistin hefur staðið þar með miklum
blóma undanfarin ár, og mörg viðfangsefni og
stór tekin til meðferðar. Að þessu sinni sýnir
leikfélagið gamlan kunningja og góðan, gaman-
leikinn Jeppa á Fjalli eftir Holberg.
Leikstjóri var fenginn norðan af Akureyri,
Jón Norðfjörð, sem um margra ára skeið hef-
ur verið í röð fremstu leikara og leikstjóra
utan Reykjavíkur, smekkvís og hugmyndarík-
ur.
Því miður hefur mér ekki gefizt þess kost-
ur að sjá leikritið, sem hefur verið sýnt bæði
á Akranesi og Borgamesi, en að sögn kunn-
ingja, sem vit hafa á, svo og blaðaummælum,
er augljóst, að það er hin bezta skemmtun.
Hans Jörgensson leikur Jeppa karlinn og Ás-
gerður Gísladóttir Nillu. Jakob skómakara leik-
ur Karl Ragnarsson, og mun meðferð þessara
þriggja í aðalhlutverkum leiksins vera hin
prýðilegasta. Alfred Einarsson leikur baróninn.
Eirík skrifara hans leikur Óðinn Geirdal. Þjóna
tvo leika þeir Hafsteinn Elíasson og Bent Jóns-
Framh. á ncestu siðu.
manni finnst við lauslega yfirvegun, og þar við
bætist, að rödd hennar lætur óþægilega í eyr-
um. En jafn ágæt leikkona og Gerður á það
skilið, að túlkun hennar sé brotin til mergjar,
enda kemur í Ijós, að hún er rétt. Jill er sú
eina, sem frá upphafi leiks veit hvað hún vill.
En flókin örlög og meinleg setja annarlegustu
hindranir í veg fyrir, að vilji hennar nái fram
að ganga. Það er því eðlilegt, að sálarró henn-
ar raskist, og spermtum taugum fylgir spennt
rödd. Gerður skilur þetta bersýnilega, og því
„leggur" hún röddina hátt. Þótt maður hafi
því átt erfitt með að fella sig við rödd leik-
konunnar, hlýtur maður að viðurkenna réttan
skilning hennar á hlutverkinu við nánari yfir-
vegun.
Sverrir Thoroddsen hefur snúið leikritinu á
prýðilega lipurt talmál, svo að eftirtektarvert
er.
Það er eftirtektarvert atriði hjá öllum leikur-
unum, hversu skýr og eðlileg' framsögn þeirra
er. Það er ánægjulegt að heyra skemmtilegar
setningar á lipru máli sagðar svo skýrt og
áheyrilega, að hvergi fellur orð niður. Þetta
gæti margur lært af þessum unga leikflokki.
Eg þakka leikflokknum í Austurbæjarbíó
prýðisgóða skemmtun og óska þeim velgengni
í framtíðinni. Af þeim má mikils vænta og til
þeirra verða gerðar miklar kröfur. En það er
trúa mín, að þær kröfur og þær vonir verði
uppfylltar — og það með ágætum.
Jeppi og Jaltob skómakari.
Jeppi i höll barónsins.
Jeppi (hengdur) og Nilla.