Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Qupperneq 14
14
G E S T U R
„JEPPI A EJALLI“. Frh. af bls. 13.
son. Magnús leikur Jóhannes Jónsson, fóget-
ann leikur Magnús V. Vilhjálmsson, konu hans
leikur Sigríður Sigmundsdóttir. Loks fara þeir
Páll Eggertsson og Hjörtur Jónsson með smá-
hlutverk.
GESTUR flytur að þessu sinni nokkrar mynd-
ir úr leikritinu. Það vakti strax athygli mína,
hversu haglega leiktjöldin eru úr garði gerð,
en þau vann Lárus Arnason.
Leikfélag Akraness hefur farið myndarlega
af stað í vetur, og þess er að vænta, að fram-
hald verði á, og þótt svo fari, að sýningum á
Jeppa ljúki án þess ég geti komið því við að
sjá hann, verður væntanlega hægt að skýra
lesendum GESTS nánar frá næsta viðfangsefni
félagsins, hvenær sem það kemst af stað.
GESTUR væntir þess einnig, að í framtíð-
inni verði hægt að flytja a. m. k. myndir úr
öðrum leikritum, sem sýnd verða úti á landi
í vetur, og vill gjarnan taka upp samstarf við
leikfélögin um það efni.
A undan leiksýningu flutti Bjarnfriður Leósdóttir prologus að gönilum sið. — '
A myndinni sjást allir leikendurnir, sem koma fram á sýningunni.
Stefnumót kl. 3.
Framhald af bls. 6.
„Annars á ég óuppgerðar sakir við
þig“, sagði hann og ógnaði henni með
kjöthnífnum.
„Hverjar eru þær?“ spurði Elna lágt.
„Það er viðvíkjandi honum Trygg“,
sagði hann ásakandi. „Hvernig dettur
þér eiginlega í hug að skilja aumingja
kvikindið einsamalt eftir svona langan
tíma? Veslings hvolpurinn er búinn að
gelta sig ráman. Auk þess hefur hann
gert skammarstrik af sér. Það lá bréf
hérna á gólfinu — eða öllu heldur
leifarnar af því. Tryggur hafði tætt
það allt saman sundur".
Bréfið frá Dave! Hjartað stóð næst-
um kyrrt í brjósti Elnu. Það hlaut að
hafa fokið ofan af borðinu, og þá
hafði hvolpurinn ráðizt á það með
kjafti og klóm.
„Ég vona, að þetta hafi ekki verið
mjög mikilsvert bréf“, sagði Harry al-
varlegur.
ANGE LA,
Framh. af 11. síðu.
anum af henni þessa stuttu, þriggja
vikna dvöl. Það var amma, sem hafði
boðið henni til sín, og þótt hún færi
oft með Meg í samkvæmi, sem kunn-
ingjar hennar stofnuðu til, þá var
ekki hægt að búast við því, að Meg
kæmi henni að við öll tækifæri. Og
þegar Ken var annars vegar, gerði
Meg sér síður en svo far um að
koma henni að.
„Jæja, Angela, við sjáumst
seinna“, sagði Meg. „Ken ætlar að
aka mér til Walton“.
„Til Walton?“ sagði Angela með
uppgerðaráhuga í röddinni. Það
Angela“. Það var Klara frænka, sem
Elna þaut upp um hálsinn á honum.
„Það er ekki vitund mikilsvert",
sagði hún. „Bréfið skipti ekki nokkru
máli“.
að komast í búðir þar“.
„Það er nóg pláss í bifreiðinni",
sagði Ken.
Angela lyfti höfðinu til þess að
lýsa því yfir, að hún ætlaði þá að
nota tækifærið, þegar hún heyrði
óvænt sagt að baki sér:
„Amma ætlaði að fá þig til þess
að líta yfir silfurmunina með sér,
hafði oft gefizt henni vel. „Ég þyrfti
hafði nálgazt þau á sinn venjulega,
hljóðláta hátt. „Ég held, að hún
hafi í hyggju að gefa þér eitthvað
í tilefni af því, að þú hefur lokið
verzlunarskólaprófinu".
„Við ætlum þá að flýta okkur“, r
sagði Meg.
Ken kvaddi Angelu og sneri sér
frá henni. En hann fór sér ekki óðs- '
lega að neinu, og Angelu datt í hug,
að ef til vill væri alls ekki öll von
úti, — ennþá.
Framhald i nœsta blaði.