Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Qupperneq 15
G E S T U R
15
á mannætuni
á Nýju-Guineu
E'ftir ANDRÉ DUPEYRAT.
Mitsinari er geggjaður, ef hann hættir sér til villtu
mannætanna, sagði elzti maðurinn í mótorbátnum. —
Þeir drepa þig, steikja þig á báli og éta þig.
Undanfarinn hálfan mánuð höfðu sömu orðin klingt
látlaust í eyrum mínum, svo að ég svaraði aðeins: —
SÖNN ORÐ, sem á máli Papúa myndu þýða: Það skul-
uð þíð telja krökkum trú um.
Þegar ég kom inn í Kunimaipa-dalinn, sem breiðir úr sér
í' miðju fjalllendi Papúa, stóð ég agndofa. Hvílík fegurð;
við augum mínum blasti hrífandi, óviðjafnanlegt og ósnort-
ið landslag, sem var gjörólíkt öllu, sem ég hafði áður séð.
£g verð að viðurkenna, að slíkri sjón hafði ég ekki bú-
izt við.
Með þennan leiðangur fyrir augum hafði ég lagt af stað
frá miðstöð trúboðsins á Yuleey. Átta klukkustundir hafði
ég ruggað milli heims og helju á úfnu Kóralhafi, og hafði
bátnum næstum hvolft í briminu, sem þrumaði upp strönd-
ina í mynni árinnar, sem við ætluðum að leggja leið okkar
eftir inn í landið. Stytzta leiðin til hinna nýju fjallahéraða
var upp eftir ánni, enda ætluðum við að notfæra okkur hana
svo lengi, sem kostur var.
Það merkti þriggja daga ferðalag á kænu eftir svikulum
Straumi, sem æddi fram milli þögulla fljótsbakka. Bakk-
arnir voru vaxnir ófærum gróðri, allt of háum og allt of
seigum sefjurtum, pálmatrjám, sem hefðu virzt falleg, ef þau
hefðu verið dreifðari, að ógleymdu geysijþéttu þyrnikjarri,
sem gaf manni greinilega til kynna, hversu náttúrufegurðin
í Papúa er ætíð samfara einhverju hryllilegu og slæmu.
Allt landslagið lá baðað hitabeltissólskininu. Rotnunar-
fýlan úr fljótsleðjunni og þúsund ára gamalli gróðurmold
bakkanna blandaðist ilmsætri angan marglitra vafningsjurta,
sem vöfðust upp eftir trjánum og teygðu kræklóttar ræt-
urnar langt niður í gult vatn fljótsins. Við og við kom
maður auga á Bóa-slöngu, sem hafði vafið sig í svefni utan
um trjágrein. Og niðri á svörtum sandbakkanum lá sofandi
krókódíll, gríðarstórt, hvítt ginið blasti við okkur. Hvorir-
tveggju voru augsýnilega að melta leifar seinustu máltíð-
arinnar . ..
Sjálfur lá ég endilangur í ósléttum botni kænunnar, ör-
magna af brennandi sólskininu og viðureigninni við ótelj-
andi mýflugur. Ég gat ekki varizt aðdáun á papúunum, sem
knúðu bátinn áfram með fjölmörgum, löngum stjökum, sem
þeir stungu í vatnið, kærulausir fyrir fossunum, hitanum,
krókódílunum og hverskonar annarri hættu, sem ógnaði
okkur.
Þegar ég kom fyrst til Nýju Guineu, ungur og horskur
prestur, 28 ára gamall, árið 1930, höfðu djarfir fyrirrennarar
þegar markað djúpt spor eftir sig. í þessu héraði höfðu
4000 íbúar látið kristnazt.
En ennþá voru margir skuggar — sérstaklega í Tawadé-
héraðinu, þar sem hjátrú, mannát og aðrir hryllilegir siðir
voru ennþá við lýði. Eftir því sem tímar liðu fram, létu
Tawadéarnir kristnast, en ég vissi, að lengra til vesturs við
yfirráðasvæði þeirra voru geysistór landflæmi, þar sem hvítur
maður hafði aldrei stigið fæti, og þar lifðu ættbálkar, sem
voru enn villtari en Tawadéarnir. Mig hafði lengi langað til
þess að heimsækja þessa ættbálka, en árin höfðu liðið án
þess ég hefði tíma eða tækifæri til þess.
Nú var ég loksins á leiðinni ...
Við höldum áfram fótgangandi.
Að kvöldi þriðja dags neyddumst við vegna vaxandi fossa
og grynninga til að yfirgefa kænuna og halda áfram fót-
gangandi. Þrír ungir, innfæddir menn féllust á að verða
mér samferða áfram, en hinir þrír, þar á meðal höfðing-
inn svartsýni, neituðu að halda áfram.
— Við erum ekki brjálaðir! Þessir fjallabúar eru eins og
villidýr!
Naktir rigsuðu þeir burtu til kænunnar og sigldu aftur
til strandarinnar. En þó var eitthvað skelkað og skömmustu-
legt í augum þeirra.
Við hinir beindum för okkar inn í þetta sérkennilega
þykkni, sem er svo einkennandi fyrir landsvæðin undir fjall-
lendi Papúa. Engir stígir — heldur næstum ósýnileg slóð,
sem lá beina leið yfir tærar lindir, fossaföll, ótrúlegar klapp-
myndanir og djúpar gjár. Rökkur sveipað óhugnanlegum,
grænleitum bjarma. Loftið þungt og svækjulegt, því að eins
og allsstaðar í Papúa lá slóðin inn undir ósnortið, þétt lauf-
Fegurðardisir úr hópi innfœddra á Nýju-Guineu.