Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Page 19

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Page 19
G E S T U R 19 Sundurtætt og blóðug klæði Spán- verjanna féllu hins vegar í þeirra hlut, og fulla fengu þeir að drekka sig í víni Spánverjanna. Að öðru leyti urðu þeir að láta sér nægja heiðurinn af aðförinni og það að fá að flytja góssið heim á sýslumanns- setrið. Á alþingi næsta ár lagði sýslu- maður fram lýsingu af aðförinni fyr- ir höfuðsmanninn Herluf Daa. Voru spönsku hvalfangararnir þannig mörgum mánuðum eftir dauða sinn yfirlýstir þjófar og ofbeldismenn, sem hlotið hefðu makleg málagjöld. Var fi'amganga sýslumanns og manna hans mjög rómuð, en Spán- verjunum lagt margt illt orð fyrir þeirra misgjörðir. Sögulok. Eins og að framan segir, komst einn Spánverjanna undan í blóðbað- inu á eyðibýlinu. Fór hann leynt og fylgdi fjöllum suður á bóginn, unz hann náði til félaga sinna, sem siglt höfðu skútunni. Gerði hann þeim skiljanlegt, hver hætta vofði yfir þeim, og nokkru seinna bárust þeim einnig fréttir af afdrifum de Villa skipstjóra og manna hans. Sáu því Spánverjar sér ekki ann- an kost vænstan en halda lengra suður á bóginn. Hittu þeir þar fyrir danskan faktor, sem leyfði þeim að setjast að hjá sér. Mestan hluta vetrar dvöldu þeir hjá faktor, og þorði Ari sýslumaður ekki að ráðast til atlögu við þá. Að vísu heppnaðist honum að safna um sig 10 manna flokk og leggja af stað, en illviðri tvístraði hópnum, og varð því ekkert úr herförinni. Næsta sumar komust þeir allir á enska fiskiskútu og héldu heim á leið. Því fór fjarri, að hlýtt hefði verið milli Ara sýslumanns og Jóns Guð- mundssonar lærða, en eftir dvöl Spánverjanna á Vestfjörðum bloss- aði fjandskapurinn upp milli þeirra, og varð Jóni ekki vært á býli sínu. Fór það orð af honum, að hann hefði haft samúð með spönsku illræðis- mönnunum og alið á fjandskap gegn sínum eigin landsmönnum. Fór svo að lokum, að hann flúði ágang sýslu- manns og nágranna hans og flutti í aðra sveit. íslandssagan kann frá mörgu Ijótu blóbaðinu að segja, en þessi þáttur hennar, er vopnað fjölmenni níðist svo grimmdarlega á sæhröktum og lítt vopnuðum aðkomumönnum, er einn hinn ljótasti. David Hume: CAKDBY frá 1. kafli. STUTT MORGUNHEIMSÓKN. Klukkan var hálf tíu að morgni, og gamla Bond.Stræti var í svefnrofun- um. Gulgrár sólargeisli gerði marg- ítrekaðar tilraunir til þess að brjót- ast gegnum skýjabakkana. Tveir ungir menn sátu í snoturri, lokaðri bifreið, sem stóð kyr við gang stéttarbrúnina á Berkeley-torgi. Maður inn við stýrið fleygði reyktum sígar ettustubb frá sér og leit sem snöggv ast á armbandsúrið sitt. Hann setti bif. reiðina í gír um leið og hann steig á gangsetjarann. „Eigum við að aka?" spurði hann far- þega sinn. „Já, ég er tilbúinn. í botn með ben- sínið — og gangi þér vel“. Vagninn skreið frá gangstéttarbrún. inni með lágu suði og bifreiðarstjórinn sveigði til hægri. Þeir fóru rólega niður Burton-stræti og biðu tvær, þrjár mín- útur áður en þeir sáu sér færi að skjót- ast inn í Bond-stræti. Nokkur hundruð metrum lengra nam bifreiðin staðar fyrir framan litla verzlun með járnriml- um fyrir gluggunum. Á auglýsinga- spjaldi fyrir ofan dyrnar stóð: Curtis, skartgripasali, h.f. SCOTLAND YABD Bifreiðarstjórinn mældi í huganum vegalengdina til bifreiðar, sem stóð kyr í nokkurri fjarlægð og síðan aftur fyrir sig til þess að ganga úr skugga um, hvort nokkur var sjáanlegur. „Allt í lagi!" sagði hann. „Vertu snöggur!" „Verð ekki meir en tvær mínútur". Nicolas Proddy, skartgripasali, leit upp, þegar dyrnar opnuðust. Hann brosti. Um þessar mundir var verzlunin sízt til að gorta af, og þess vegna var viðskiptavinur að morgni dags sér- staklega velkominn. Hann virti mann- inn, sem inn kom, lauslega fyrir sér. Hann var ungur — tuttugu og þriggja- fjögurra ára. Vantaði máske trúlofun- arhring. Bláu fötin hans voru vel saum- uð og úr dýru efni — gátu hæglega hafa kostað tíu-tuttugu sterlingspund. Hvít skyrtan og flibbinn voru úr silki. Filthatturinn var smekklegur. Proddy var strax farinn að gera sér í hugar- lund, hvað þessi myndi nú verzla fyrir mikið, kannski þrjátíu, jafnvel fjörutíu pund. Nei, það var erfitt að geta sér til um það. Proddu skyldi víst sjá til þess að hann fengi það, sem hann vildi. „Góðan dag“, sagði hann og brosti vingjarnlega. „Góðan dag", svaraði ungi maðurinn. Rödd hans var þægileg og menntuð. „Það er gimsteinadjásn þarna úti í sýningarglugganum. Má ég líta á það?" „Það er varlega áætlað virt á sextíu þúsund sterlingspundl" „Það er talsvert verð, en lofið mér samt að sjá það. Þá get ég með góðri samvizku sagt unnustu minni það, að ég hef litið á það, en ekki fundizt það peninganna virði. Viljið þér gjöra svo vel og koma með það hingað?" Broddy gekk hægt út að glugganum og opnaði silalega þunga hlerana. Náði f djásnið á rauðum flauelspúða og kom með að borðinu. En djásnið dýrmæta

x

Vikublaðið Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.