Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Side 23

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Side 23
G E S T U R Fleygði hækjunum og dansaði í brúðkaupi dóttur sinnar! Árið 1947 varð frú Rosina Crabtree fyrir bifreiðarslysi, mjaðmarbrotnaði, og sögðu lækn- ar henni, að hún myndi aldrei ganga hjálparlaust framar. Fjórir meiri háttar uppskurðir voru gerðir á henni, en báru engan sýnilegan árangur. Fyrir nokkrum dögum var henni ýtt í hjólastól til að vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar, Beryl. Eftir kirkjuathöfnina var dansað á heimili nýju hjónanna, þar sem 100 gestir voru samankomn- ir. Skyndilega stóð frú Crabtree á fætur, fleygði hækjunum, sem hún hafði hökt við, frá sér og tók að dansa með hinu fólkinu. Eftir dansinn lét hún hækj- urnar liggja og gekk eðlilega um meðal gestanna, eins og ekkert hefði í skorizt. „Ég get ekki útskýrt þetta“, segir frúin. „Ég fann eitthvað bresta innan í mér. Mér fannst ég verða að dansa. En þetta var dásamlegt — alveg dásamlegt". Vaggaði sér í lendunum! Nýlega var ung stúlka í Alex- andríu sýknuð í undirrétti af ákæru fyrir að hafa truflað ró borgarinnar með því að ganga um göturnar eins og Marilyn Monroe. Ákaeruvaldið hefur skot- ið dómnum til hæstaréttar. =0^|:a3o=nfc||= Vill fá hana í kvennabúrið sitt. Á hóteli i London býr tvitug prínsessa af persneshum œtt- um, Aza Omar. í siðastliðinni viku barst henni geysistór blómiföndur og þiisund króna virði súkkulaðiaskja. „Nei, er hann byrjaður aftur?“ andvarpaði aumingja prin- sessan. „Ég hélt ég hefði hrist hann af mér“. Þessi „hann“ er raunar enginn annar en emírinn af Pakistan, einn auðugasti maður í heimi, betur þekktur sem Aly Khan, sem eitt sinn gekk að eiga hana Ritu okkar Hayworth — en allir vita, hvernig það fór. Karlinn er nú fimmtugur að aldri, en prin- sessan segir, að hann sé æstur í að fá sig í kvennabúrið sitt. Hann eigi hins vegar þrjár eig- inkonur fyrir. „En ég vil ekki giftast honum. Ég vil eignast eiginmann með vestrænan hugsunarhátt. Ég vil ekki skipta eiginmanni við þrjár konur aðrar“. Aly var kynntur fyrir Aza i júlí 1953, og sama kvöldið bað hann hennar. Hún fór öll hjá sér, en hafði rænu á að hafna honum. Skömmu síðar fór hann í ferðalag um meginlandið. Aly var undir eins kominn á hæla hennar og bað hennar í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Osló. Auk þessa hefur hann ausið yfir hana gimsteinum og pels- kápum, sem hún segist hafa skil- að. Nokkru síðar varð Aly að snúa heim til Pakistan, en það- an sendi hann henni eldheit ást- arbréf og eyddi offjár í símtöl við hana — allt í sama tilgang- inum, og allt bar sama árangur. „Hann á gríðarstóra höll með gosbrunn í forstofunni, en það hefur ekkert að segja fyrir mig“. Árið 1953 var hún skorin upp við botnlangabólgu, og þeyttist Aly 5 þúsund mílna leið til að vera við hlið hennar. En heim fór hann jafnnær aftur. Aftur hóf hann persónuleg bónorð í júní þ. á. og er nýfar- inn heim. „Ég var orðin dauð- þreytt á þessum ásóknum hans, og ég sagði honum hvað eftir annað, að ég vildi ekki sjá að giftast honum og búa í kvenna- búri. Nú er hann nýfarinn heim, og ég vonaði að ég þyrfti aldrei að sjá hann framar". Þá koma blómin og súkkulað- ið, og aumingja prinsessan er alveg í öngum sínum. Rithöfundurinn í dauðaklefanum. Eins og kunnugt er, kom bók Garyl Chessman, Klefi 2455 í dauðadeild út á íslenzku fyrir nokkru, og hefur vakið mikla eftirtekt. Höfundurinn var dæmdur til dauða árið 1948 fyrir hverskonar misgjörðir, sem hann telur sig síður en svo sýknan af. Lýsir 23 Rouge et Noir! Frægasta leikkona Mexíkó, Kathy Jurade, sem hér sást í kvikmyndinni „12 á hádegi", hef- ur hlotið lof fyrir að vera bezt klædda konan í París. Hún vakti athygli með því að ganga inn til Dior, Fath o. fl. og velja kjóla sína — og borga út í hönd, sem vakti enn meiri athygli. Kathy var á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum, og gekk hún þá alltaf — undantekningarlaust — í rauðu. f París gengur hún hins vegar eingöngu í klæðnaði úr svörtu efni. Tveir frægir kvik- myndaleikarar látnir. Þær fregnir hafa borizt frá Bandaríkjunum, að nýlega hafi einn hinna yngri leikara, sem hvað mestar vonir voru tengdar við, James Dean, 23 ára að aldri, farizt í bifreiðarslysi. Hann hafði þegar leikið nokkur hlutverk og getið sér góðan orðstír. All-hljótt hefur undanfarið verið um nafn John Hodiak, sem var meðal fremstu leikara Bandaríkjanna á styrjaldarárun- um og nokkur næstu árin; nú fyrir skemmstu var andlát hans tilkynnt, og var banamein hans hjartaslag. John Hodiak var 41 árs að aldri, hann var góðkunnur hér á landi fyrir leik sinn í fjöl- mörgum kvikmyndum. Kvæntur var hann leikkonunni Ann Bax- ter, en hjónaband þeirra fór út um þúfur fyrir þrem árum. hann glæpaævi sinni í bókinni, og sé eitthvað dregið undan, þá er vissulega nóg eftir til að koma hálfum tug í rafmagnsstólinn. Síðan dauðadómurinn var kveð- inn upp, hefur hann setið í klefa sínum í San Quentin fangelsinu, og eftir að verjandi hans gafst upp við mál hans, hefur hann varið sig sjálfur. Lögfræði nam hann í fangelsisverunni, og hef- ur honum tekizt að fá aftökunni frestað æ ofan í æ. I síðastlið- inni viku var ekkert útlit fyrir annað en aftakan yrði látin fara fram, en á síðustu stundu gaf hæstiréttur Bandaríkjanna út til- kynningu um, að málið skyldi tekið fyrir að nýju.

x

Vikublaðið Gestur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.