Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 2

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 2
HAMIMGJUHJOLIÐ SNYST... ÞEGAR Vöruhappdrætti Sambands íslenzkra berklasjúklinga hóf starfsemi sína árið 1949, hefur forráðamennina, þótt bjartsýnir væru og ötulir, naumast di-eymt um, að starfsemin ætti eftir að verða jafn öflug og til svo mikils gagns, sem raun er orðin. Það er sannarlega ánægjulegt til þess að vita, að happdrættið hefur ekki aðeins orðið ómetanlegt gagn þeim, sem unnið hafa sigur í baráttunni við hvíta dauðann, og reyna margir hverjir veikum mætti að byggja heilsu sína upp á ný, heldur hefur það einnig veitt styrk og aðstoð öðrum, sem í annari erfiðri bar- áttu hafa átt. í byrjun þessa mánaðar féll hálf milljón króna í hlut heilsulítillar stúlku í Vestmannaeyjum, og gerði henni kleift að leita á fund færustu lækna og vonandi öðlast bata á sjúkdómi, sem þjáð hefur hana frá barnæsku. VIKUBLAÐIÐ GESTUR Utgefandi: Blaðaútgáfan s.f. Ritstjóri: BALDUR HÓLMGEIRSSON Framk væmdastj óri: GUÐMUNDUR JAKOBSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Ingólfsstræti 9 Símar 80912 og 7667 Prentsmiðjan RÚN h.f. í ÞESSU BLAÐI hefst kvikmynda- framhaldssaga gerð eftir hinni heims- frægu sögu Emile Zola, N A N A. — Kvikmyndin er væntanleg í Trípólíbíó um það leyti sem henni lýkur hér í blaðinu. Martine Carol leikur Nönu og Char- les Boyer Muffat greifa. Eiginmaður Martine Carol, Christian-Jaques, hefur annazt leikstjórnina. Kvikmyndasagan er í aðalatriðum eins og skáldsagan, en þó hafa nokkrar breytingar átt sér stað, þannig, að endirinn er stórbrotnari og meira spennandi. Sagan gerist í París á síðari hluta seinustu aldar í stjórnartíð Napóleons III., og lýsir spillingu ríkisins undir glæstu yfirborðinu. Þá kemur Nana til sögunnar, tekur að sér að hefna þjóð- arinnar á aðlinum. Með Muffat og henni takast ástir, og er hann loks gerir sér ljóst innræti hennar og tilgang, að kollvarpa aðlin- um, er hann gjaldþrota maður. Kona hans og dóttir hafa yfirgefið hann, hann hefur glatað öllu — og þessi stolti og áhrifamikli maður getur ekki boðið Nönu neitt annað en ást sína, sem hún hafnar með fyrirlitningu.. . Meira skal ekki rakið af efni sög- unnar, en það er áreiðanlegt, að hún mun vekja jafn mikla eftirtekt og hvarvetna annarsstaðar, þar sem hún hefur birzt. Sagan, eins og hún birtist hér, birt- ist í danska dagblaðinu Berlingske Tidende skömmu áður en sýningar hóf- Vöruhappdrættið hefur .nú hafið sjö- unda starfsár sitt. Þegar happdrættið tók til starfa, voru umboðsmenn þess um eitt hundrað, nú eru þeir 120, víðs- vegar um land allt. Fyrstu árin var dregið í happdrættinu aðeins sex sinn- um á ári, en árið 1953 var flokkunum fjölgað upp í 12, og er svo enn. Sölu- aukning á miðum happdrættisins var ekki veruleg fyrr en árið 1953, enda ust á kvikmyndinni í einu stærsta kvik- myndahúsi Kaupmannahafnar í desem- ber s. 1. Hlutverk Nönu er stærsta kvik- myndahlutverk Martine Carol 'til þessa. Skömmu eftir að kvikmyndinni lauk, gerði hún samning við kvikmyndafélag í Hollyvood. Myndin er tekin í yndis- fögrum litum, svonefndum Eastman- color. jókst þá vinningsupphæðin í hverjum flokki verulega, og var dregið um einn vinning að upphæð 150.000 krónur ár- lega. Um síðustu áramót voru enn gerðar verulegar breytingar á happdrættinu, er ákveðið var að draga um hálfa milljón króna tvisvar á ári hverju. Söluaukning- in varð mjög mikil, og er talið, að um 98% allra miðanna hafi selzt, og í meiri hluta umboðanna seld- ust allir miðarnir á skömmum tíma. ★ Tilgangur vöruhappdrættísíns er að byggja upp Reykjalund og stækka vinnuheimilið, sem stendur raunar á eigin fótum, en er sífellt að færa út Dregið i Vöruhappdrœtti S. í. B. S. 2 — GESTUR

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.