Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 27

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 27
Bandaríska söngstjarnan Jan- is Paige var gefin saman í hjónaband við Arthur Stander, stjórnanda sjónvarpsþátta hennar, þ. 18. janúar, og er það annað hjónaband beggja. Hjónunum Dennis Day og Peg konu hans fæddist fjórði sonurinn um miðjan janúar- mánuð. I síðastliðinni viku birti enska vikublaðið Picture Post tveggja síðna mynd af sænsku fegurðargyðjunni Anitu Ek- berg, og olli sú mynd tals- verðum óróa borgarráðsmann- anna í Oxford. Var borgarráð- ið kallað saman til þess að banna þetta eintak í borgar- bókasafninu. Skoðuðu borgar- ráðsmenn blaðið gaumgæfilega og voru sízt á eitt sáttir. „Ég rnyndi bregðast kjósend- um mínum hrapallega", sagði einn hinna vísu, „ef ég kæmi í veg fyrir að þeir sæju slíka mynd“. Enda lyktaði málinu svo, að Anita trónar í borgar- bókasafninu, karlmönnunum — flestum, vonandi — til mikillar ánægju! UMHVERFIS JÖRÐINA Á ÁTTATÍU DÖGUM, hin heimsfræga skáldsaga Jules Verne, er nú væntanleg á kvik- niynd, og í sambandi við áróð- ur fyrir kvikmyndinni, hefur heil herdeild leikara verið ráð- in til þess að ferðast ásamt myndinni víðsvegar urn heim. Ein þar í hópi er Marlene Dietrich, sem leikur greiða- söluhaldara á vesturströnd Bandaríkjanna. ic Auðvitað urðu það Frakkar, sem fyrstir urðu til þess að kvikmynda söguna „Elskhugi Lady Chatterley“, og hafa fyrstu myndirnar úr kvikmyncl- inni borizt oss í hendur. Það, er inndæla, litla leikkonan Danielle Darrieux, sem fer með hlutverk Lady Chatterley, en hlutverk skógarvarðarins var fengið í liendur luralegs og karlmannlegs Sikileyjarbúa, sem þar með hóf kvikmynda- feril sinn, og þykir standa sig með ágætum. — Áður voru miklar getgátur um, hvaða leikarar myndu fá aðalhlut- verkin, og voru þau Michéle Morgan og Marlon Brando helzt til nefnd í því sambandi. Skyldu íslenzku kvikmynda- húsin ekki vera þegar farin að keppast um að ná í myndina? KROSSGÁTA IV Skýring, Lárétt. 1. Ferðalangur 7. óþverri 10. utan 11. hljóma 12. fjall 14. drepur 16. hestar 18. ending 19. átrúnaður 20. fanga 22. félags- skapur 23. vertíðarforði 25. verra. Lóðrétt. 2. keyri 3. biti 4. geima 5. forsetning 6. UÓ9ABÁLKUR Með þessu blaði hefst ljóða- og vísna- bálkur, senr væntanlega á langa lífdaga fyrir höndum, því að ljóðaleikur hefur löngum verið yndi ýmsra. Er vonandi. að GESTI eigi eftir að berast margar smelln- ar vísur, senr birtar verða í þessum þætti. Fyrstu vísurnar, sem borizt hafa, eru eftir ungan Barðstrending. GESTUR. Heill í bæinn gakk þú, Gestur, gieði veittu dapri lund. Þá ég að er inni setztur á ég með jþér gamanstund. flyttu Ijóð og skemmtimál, vertu þjóðarsagna sjóður, sittu, bróðir, heill að skál! STÖKUR. Á ástarbrellur allskonar undrandi ég stari, þegar ungir öldungar eru á kvennafari. Fagurt höluð, fagurt mál fölskum blandað kliði, eitruð hugsun, eitruð sál, allt með tízkusniði. Sértu á góðar fréttir fróður, Heim mig dregur þráin þín, þú átt segulstrenginn, einn sá vegur, ástin mín, dregur við sig S. hljómar 9. reeður við 11. er án trega genginn. fœddi 13. karlm. nafn 15. fljótin 17. hús- dýr 21. feeða 23. fugl 24. korn. GESTUR — 27

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.