Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 14
☆☆☆
Valdimar og Baldvin.
— Hörmuleg slagsmál — hressandi leikur. —
Emilía og Bessi.
— Óþekkjanlegar þersónur frá hók og leikriti.
MAÐURC
ViNSÆLLI ALÞÝDUSÖGU MiSÞYRMT
Með tilkomu Þjóðleikhússins hefst nýr þáttur í íslenzkri
leiklistarsögu. Fram að þeim tíma höfðu alþýðusjónleikirn-
ir ráðið ríkjum, bæði í höfuðborginni og út um byggðir
landsins. Þá fóru menn í leikhúsin til þess að kætast eða
hryggjast — og þau leikrit, sem ekki gátu vakið aðra hvora
þessa tilfinningu, eða báðar, áttu ekki upp á pallborðið.
Þá voru leikararnir flestir algerlega ómenntaðir í sjón-
leikjaspili, þótt ýmsir skóluðust talsvert fyrir sakir atorku
og áhuga á starfseminni, en 'flestir létu dragast upp á svið-
ið fyrir orð áhugasamra vina og kunningja, sem í skjóli
einhvers góðs málefnis öttu þá lögeggján: „Leikurinn verð-
ur að komast upp.“
Og leikritin voru flest af erlendum toga spunnin, en
ókunnugleiki á erlendum siðum og háttum og hugsunar-
hætti gerði persónurnar iðulega harla íslenzkar í fasi og
hátterni. Einstaka íslenzkt leikrit skaut upp kollinum, —
og það var oft hvað bezta skemmtunin. Oftast fékk ímynd-
unaráflið byr undir báða vængi, og þjóðsagan skipaði önd-
vegið. Seinna var horfið að því að sýna mönnum aldarand-
ann í spéspegli, og gekk misjafnlega að fá menn til að melta
þá fæðu, því að sjálfsháð er flestum lítið um.
En upp úr aldamótunum fer hugsjónabylgja um höfuð-
staðinn, það þarf að hlú betur að þessari góðu skemmtun,
sem sjónleikurinn veitir oss, VÉR BYGGJUM ÞJÓÐLEIK-
HÚS!
Og ekki er hugsjónin 'fyrr fleyg orðin, en eldmóðurinn
grípur hugi manna, þjóðskáldin setjast við leikritaskriftir,
— nú skal ekki standa á íslenzkum leikritum fyrir nýja
þjóðleikhúsið okkar.
En áratugirnir liðu áður en þjóðleikhúsið reis af grunni,
Til þess að gera langt mál stutt, má aðeins benda á þá
staðreynd, að alþýðusjónleikirnir vekja hugmyndina um
þjóðleikhús, hugsjónin um glæsilegt leiksvið þess hvetur
leikritaskáldin til dáða, og þau ydda penna sína til þess
að semja leikrit í gríð og erg fyrir þetta væntanlega leik-
hús. Þjóðleikhúsið er því aflvaki um íslenzka leikritun.
Það situr því ekki á Þjóðleikhúsinu að meðhöndla alþýðu-
sjónleik á þann hátt, sem á sér stað með þeirri stofnun um
þessar mundir.
14 — GESTUR