Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 3
Hvítu stúlkurnar ollu hneyksli
Það er talsverðum erfið-
leikum bundið fyrir hvítar
stúlkur að fá ferðaleyfi til
Uganda í Afríku. Orsökin er
ógurlegt hneyksli, sem kon-
ungurinn þar, Mutesa II.,
lenti í, er hann sneri heim
frá iangri dvöl í London. Við
heimkomuna til höfuðborgar
landsins, Kampala, fagnaði
fólkið honum með miklum
látum, og í heimsblöðunum
birtust klökkar myndir af
endurfundum hans við
drottningu sína og son.
En tveim dögum síðar
skall óveðrið á. Með flugvél
frá London kom 26 ára göm-
ul nektardansmey, ungfrú
Marcelle Parker. Hún hafði
keypt sér farmiða aðeins
aðra leiðina, og settist að á
fínasta hóteli borgarinnar og
sagði hverjum, sem heyra
vildi, að hún væri sérstök
vinkona og gestur konungs-
ins. Hirðin í Uganda var
skelfingu lostin, og sam-
stundis var send nefnd
manna, með Henry prins —
næstelzta bróður konungsins
— í fararbroddi á fund dans-
mærinnar. Hlutverk nefnd-
arinnar var að fá hana til
þess að hypja sig sem allra
fyrst úr landi, en hún neit-
aði. Og ekki fékkst hún til
þess að yfigefa hótelið fyrr
en Henry prins lofaði að
verða henni samferða til
London. Síðan var ekið til
flugvélarinnar, og rétt áður
en hún skyldi hefja sig til
flugs, stökk Henry prins út.
Naumast var þetta
hneykslið um garð gengið,
þegar nýtt byrjaði. I þetta
skiptið var það ljósmynda-
fyrirsæta nokkur, ungfrú
Phillia Stephens, sem kom á
vettvang og kvaðst vera sér-
stakur gestur konungsins.
Henni reyndist þó unnt að
komast úr landi áður en
nokkur fékk veður af, aðrir
en tollverðirnir.
Konungdæminu í Uganda
er þetta mikið áfall, og hafa
verið gerðar ráðstafanir til
þess að þetta endurtaki sig
ekki. Landið er algerlega
lokað hvítum stúlkum, sem
einar síns Iiðs koma þangað.
Konungurinn, Mutesa II.,
dvaldi alllangt skeið við nám
í London, og hefur fengið
sem svarar 400.000 ísl. krón-
um á ári. Þessum peningum
eyddi hann vel og dyggilega,
Mutesa konungur 11.
og' hefur bersýnilega fengið
nokkrar léttlyndar og greið-
viknar stúlkur í lið með
sér ...
kvíarnar, og undir þeim kostnaði stend-
ur vöruhappdrættið. Reykjalundur er,
eins og kunnugt er, reistur að frum-
kvæði útskrifaðra berklasjúklinga
sjálfra, glæsileg stofnun, sem á ekk:
sinn líka í öllum heimi.
Það er eftirtektarvert, hversu
vel vinningarnir í vöruhappdrætt-
inu hafa komið niður, og nægir í
því efni að líta á hæstu vinningr
síðari ára:
Árið 1953 er ungur, fátækur maðui
að byggja sér hús, byrjaði af vanefn
um, og getur ekki haldið áfram. Hani
hlaut 150.000 krónur, greiddi skuldi.
sínar og lauk húsinu.
Árið 1954 falla 150.000 kr. í hlut fá-
tækra hjóna úti á landi, sem eiga 12
börn.
Sólveig Þóra Ragnarsdóttir afhendir umboðsmanni Vöruhappdrcettis
S. í. B, S. i Vestmanríaeyjum, Páli, Eyjólfssyni, vinningsmiðann.
Árið 1955 (í desember s. 1.) hlýtur
ungur, fátækur maður í Grundarfirði
150.000 krónur, sem gera honum kleift
að stöfna til útgerðar, sem honum hef-
ur leikið hugur á.
Og svo kemur árið 1956 — í
janúarbyrjun hlýtur 19 ára göm-
ul stúlka í Vestmannaeyjum, Sól-
veig Þóra Ragnarsdóttir, hálfrar
milljón króna vinning. Sólveig
hefur dvalið erlendis til lækninga
á sjúkdómi, sem hefur þjáð hana
frá barnæsku, og ætlaði til Dan-
merkur um þessar mundir til ann-
arar aðgerðar. Vonandi verður
hin góða gjöf henni til heilla og
meinabóta.
í desember n. k. verður næst dregið
um hálfrar milljón króna vinning.
Sjálfsagt vænta allir þess, að hann falli
sér í skaut, en fyrir mestu er, að hann
falli í hlut þess eða þeirra, sem mesta
þörf hafa fyrir hann.
GESTUR — S