Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 11

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 11
1) París á sjöunda tug síðustu aldar. Napóleon III. situr á valdastóli, en sess hans er ótraustur. Ráðgjafi keisara, Muffat greifi, kammerherra, er við það að missa þolinmæðina ... Greifinn, sem er siðvandur heið- ursmaður, ríkur, sjálfstæður, gáfaður, kvæntur góðri konu og faðir ungrar og fallegrar stúlku, hefur til- kynnt keisaranum, að hann óski eftir að hverfa úr valdastöðu sinni, og ástæðan er blátt áfram sú, að hann hefur ekki trú á málstað keisaradæmisins. Það er öllum ljóst, að gullinn ljóminn á jrfirborðinu hylur með naumindum hrörnandi ríkið. Léttúðugt líferni hirðarinnar er opinbert leyndarmál, hefðarkonurnar h^gða sér eins og verstu götuskækjur, sérhvert sið- ferðisboð er fótum troðið. Muffat greifi tilkynnir keis- aranum, að hann óski eftir að verða leystur frá störf- um. Siðferðishugmyndir hans eiga harla litla samleið með þeim, sem ríkja við hirðina, og veikgeðja keisar- inn reynir að fá Muffat til þess að láta af ætlun sinni: „Er þetta alvara yðar? Viljið þér láta af störfum?“ Og greifinn svarar: „Mér þykir það leit't“. En keisar- inn missir ekki vonina: „Er ég keisari, eða hvað? — Ef ég skipaði yður að vera kyrrum . . .?“ Og ráðgjafi hans svarar: „Ég verð að breyta samkvæmt samvizku minni“. Samtalið heldur áfram, greifinn kemur keisar- anum í skilning um máttleysi hans, en keisarinn vottar greifanum virðingu sína fyrir skapfestuna, og minnist síðan á bón, sem hann biður greifann að gera sér. Greiðinn er sá að fylgja hertoganum af Sardiníu, sem’ dvelur um þær mundir í París, í leikhús þá um kvöldið, því að greifinn er afar voldugur gestur og afar áríð- andi að treysta vináttu hans. Keisarinn veit, að greif- anum er harla lítið um leiksýningar gefið, en gi-eif- inn fellst þó á að taka þetta að sér, þótt nauðugur sé. 2) Muffat greifi kemur heim til sín og hefur fata- skipti fyrir leikhúsförina. Eiginkona hans og dóttir skemmta sér í návist tveggja gesta, herra Vonot og blaðamannsins Fauchery, en greifinn leggur lítið til málanna. Hann álasar dóttur sinni fyrir að vera í svo flegnum kjól, og Fauchery fyrir léttúðugt líferni. Mæðgunum finnst þau orðaskipti harla óviðeigandi. En þannig er Muffat greifi, skapfestu hans og siðgæði dregur enginn í efa. 3) Leikhúsið. Muffat greifi, fulltrúi keisarans, vísar hertoganum til sætis. En honum leiðist. Hins vegar á að skemmta hertoganum, og í því skyni hefur verið valin ein vinsælasta sýning Parísar um þessar mundir. A sviðinu sést Nana, uppáhald allra Parísarbúa, ung og yndisleg stúlka, sem þekkir gaumgæfilega aðferðir sínar og takmörk. (Frh.). GESTUR — 11

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.