Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Side 24
á álit lögregluforingjans. Ákærður er Iþví dærndur til bráðabirgða
í sjö daga gæzluvarðhald".
„Númer átta!“ kallaði réttarþjónninn.
Hálfri klukkustundu síðar sat Mick Cardby í lögreglubifreið-
inni á leið til Brixton, meðan Hall sagði föður hans alla söguna.
Sir Wynnard, lögregluforingi, þakkaði dómaranum hans þátt í
málinu.
Herferðin gegn Maddick var hafin!
5. kafli.
FLÓTTI OG ATVINNUTILBOÐ.
Tveim dögum síðar kom Cross lögregluforingi inn á skrifstofu
Cardby. Hann brosti.
„Það hefur þá gerzt!“ sagði hann og settist á borðbrúnina.
„Hvað þá?"
„Fangelsisstjórinn í Brixton hringdi rétt í þessu til mín. Pete
Borden er flúinn! Hann hlýtur að vera útsmoginn þrjótur,
Cardby. Haíið þér annars nokkurn tíma hitt hann?“
„Ég man ekki eftir nafninu, en ég er nú líka farinn að tapa
minni. Hvernig fór hann að því?“
„Eins og hann hafði sjálfur ráðgert. Honum heppnaðist að
laumast út í heimsóknartímanum. Nú, það voru nú ekki lagðar
neinar sérstakar hindranir í veg hans, auk þess var hann svo
heppinn, að hundrað faðma frá útidyrunum stóð mannlaus bif-
reið. Hann hlýtur að vera kominn góðan spöl írá Brixton
núna“.
„Þér hefðuð átt að vera varkárari. Hvað eigum við til bragðs
að taka?“
„Ég fer og tala við blaðamennina. Það er sjaldan, að þeim
veitist sá safasami lieiður að hitta mig sjálfan að máli, en ég
vil gjarnan, að þessi sagan nái yfir forsíður blaðanna — svona á
eitt skipti til tilbreytingar. Auk þess er bezt, að ég segi sjálfur
söguna. Það má heldur ekki gefa allt of nákvæma lýsingu af
strokumanninum. Honum verður að gefast tækifæri til þess að
koma sér vel í skjól".
„Það eina, sem ég óttast, er, að einhver klófesti hann áður
en málið kemst á laggirnar. Og komi það fyrir, þá er ver farið
en heima setið".
„Við verðum að taka þá áhættu á okkur. Þér hafið vonandi
sagt syni yðar, að honum sé fyllilega leyfilegt að lemja frá sér,
ef liann kemst í hann krappan, þó með því skilyrði, að hann
gera engan manna okkar að örkumlamanni".
„Já, ég sagði honum, að ef einn lögregluþjónn reyndi að
handsama hann, myndum við ekki segja neitt við því, þótt hann
fengi rothögg, og glæpamaðurinn kæmist á flótta!"
„Prýðilegt. Þetta er leiðinlegt fyrir lögregluþjóninn, en það
er óþarfi að vera að gera sér grillur út af aumurn kjamma nú
á dögum“.
Það vakti ekki litla eftirtekt í blaðamannaherberginu, þegar
sjálfur yfirforingi leynilögreglunnar birtist í dyrunum. Frétta-
mennirnir voru orðnir því svo vanir að fá sínar upplýsingar frá
fulltrúunum, að þeir höfðu gleymt jþví, að til væru aðrir em-
bættismenn.
„Góðan dag, herrar rnínir", sagði Cross. „Nú skuluð þið lá
reglulega frétt“.
Fréttamennirnir þyrptust utan um hann.
„Ég er sjálfur ekki blaðamaður, svo að ég veit naumast, hvern-
ig ég á að byrja. Þið munið sjálfsagt el'tir manninum í gæzlu-
24 — GESTUR
varðhaldinu, scm slapp fyrir nokkrum vikum úr Brixton-fang-
elsinu. Hann gekk sína leið rólegur í heimsóknartímanum".
„Já“, svöruðu þeir einum rómi. Eins og sex lögreglufrétta-
ritarar myndu gleyma strokufanga næstu mánuðina!
„Þið munið sjálfsagt sömuleiðis eftir Pete nokkrum Borden,
sem var dæmdur í sjö daga gæzluvarðhald fyrir bifreiðarþjófn-
að?“
„Þessi, sem lögreglan elti í hálftíma?" spurði einn fréttaritar-
inn.
„Einmitt — sá sem var handtekinn í Regent-garðinum. Gott
— og hann hefur sömuleiðis stungið af. Hann gekk út úr Brixton-
fangelsinu í dag í heimsóknartímanum, nákvæmlega á sama hátt
og fyrri strokumaðurinn. Nei, bíðið andartak með símtalið, ég
hef ekki lokið máli mínu. Flóttinn komst ekki upp fyrr en fimrn
mínútum síðar, og við höfum komizt að því; að hann stal mann-
lausri bifreið, sem stóð nokkur hundruð metra frá fangelsinu.
Ökusveitum lögreglunnar var þegar gert viðvart, og þær leita
hans nú, en ég er hræddur um, að honum hafi gefizt tími til
þess að koma sér undan.
Ég mælist til þess við ykkur alla, að eins mikið sé gert úr
fréttinni og unnt er, því að við kostum kapps um að ná ná-
unganum sem fyrst. Nú, er hann leikur aftur lausum hala, get
ég gjarnan upplýst, að okkur var meiri fengur í handtöku lians
en okkur var unnt að greina frá í réttarhöldunum. Hann er
slyngur, hættulegur og afar djarfur afbrotamaður. Ég skal gefa
ykkur lýsingu á honum, svo að þið getið farið að harnra á sög-
unni. Aldur h. u. b. 26 ár, hæð: 5 fet og 10 þumlungar; þyngd
h. u. b. 150 pund; hárið jarpt, gráeygur; var seinast klæddur
dökkgráum jakkafötum, með hvítan, stífaðan flibba og hvítdepl-
ótt hálsbindi. Hann er álitinn hafa leitað hælis annað hvort í
Balham, Mitcham, Camberwell eða East End. Jasja — þá megið
þið rífast um símana.
Nei, annars, eitt atriði enn: nefnið mig ekki á nafn í sam-
bandi við þetta mál. Segið aðeins, að þið hafið fengið opinbera
tilkynningu rannsóknarlögreglunnar. Það er nóg. Þið muntið fá
frekari fregnir strax og eitthvað gerist. Verið þið sælir“.
Fréttaritararnir voru komnir að símunum, þegar lögreglufor-
inginn yfirgaf herbergið. Hann blístraði fyrir munni sér á leið-
inni til skrifstofu sinnar. Öll þessi athöfn var hin mikilfengleg-
asta og í fyllsta ósamræmi við fyrra liáttalag lögieglunnar. Til
þessa hafði allt gengið samkvæmt áætlun. Maddick hafði aldrei
skeytt um neinar leikreglur, og hvers vegna skyldi ekki lögreglan
mega beita sömu brögðunum? Það var engin ástæða fyrir Nýja
Scotland Yard að kæfa starfsemi sína í hefðbundnum venjum.
Cardby sogaði pípu sína í gríð og erg og las skýrslu þrisvar
sinnum yfir, áður en hann gerði sér ljóst innihald hennar. Hugs-
anir hans voru annars staðar. Þær dvöldu hjá syni hans, sem
nú var brennimerktur afbrotamaður, eltur at lögieglunni og á
leið inn í gin ljónsins. Síðan varð honum hugsað til konu sinnar.
Hún vissi ekkert um áformin, en hélt, að Michael sinn, blessunin,
væri í fríi í Luzern, áður en hann fetaði í fótspor föður síns.
Henni fannst slíkar ódýrar sumarferðir ágætasta dægiastytting!
Mick Cardby varp öndinni léttar, þegar hann beygði fyrir
vegginn, sem umgirti fangelsið, og ráfaði niður götuna. Augu
lians leiftruðu af ánægju, þegar hann sá bifreið standa við gang-
stéttarbrúnina. Það virtist ekki einber tilviljun, ékki sízt þegar
hann sá, að enginn maður var nálægur bifreiðinni — og vélin
var í gangi. Fimm mínútum síðar ók hann fyrir Kensington
hornið og hélt áfram niður veginn að Westminsterbrúnni.
Skömmu síðar beygði hann inn í Lambeth Lower Marsh, stöðv-
aði bifreiðina og skildi hana eftir á götuhorni og gekk í áttina