Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 8
Hann vildi og láta brúa Stakks-
gljúlur á Hemruheiði, sem er
bæði breitt og hrikalegt.
Vörður margar hlóð hann
víðsvegar um haga, og götur
bjó hann í bröttum giljum,
en sjaldnast þóttu þær öðrum
færar. Stöðul byggði hann uppi
í hlíðarbratta, þar sem ómögu-
legt var að konta kúm að, og
var stöðullinn því aldrei not-
aður. Uppi á Hlíðarhciði
byggði Gunnsteinn sauðabyrgi
um hcllisskúta einn, en það var
einmitt þar, sem fannfergi var
mest, svo að fé var aldrei haft
í hellinum.
Giftusamleg björgun.
Gunnsteinn jþótti hrapallega
slysinn, en stundum jafnframt
hundheppinn. Eitt sinn var
hann í hvannaleit uppi á
Hemruheiði, en á henni eru
gljúfur mörgv óg sumjsstaðar
hrikaleg, en stæðilegar hvann-
ir á syllum og stöllum.
Gunnsteinn 'var svo klæddur
í jjessari hvannaleit sinni, að
hann var léttklæddur og í ull-
arnærbuxum' einum að neðan-
verðu. Seildist hann þannig af
einni syllunni á aðra og reií
upp hvönnina, sem víða var
trénuð og traust sem tré.
En skyndilega varð Gunn-
steini fótaskortur, og hentist
hann endilangur fram á gljúf-
urbrúnina. En þá vildi svo til,
að á vegi hans varð gamall
og stinnur hvannnjóli, sem
rakst í gegnum brækur Gunn-
steins og beina leið upp í énda-
þarminn. Sat Gunnsteinn
jtannig fastur á heljarþröminni
þar tii honunr barst mann-
björg. En hefði njólinn eigi
stöðvað ferð hans, hefði honum
verið bráður bani búinn, því
að fyrir neðan hann var flug-
berg og árflúðir.
Gunnsteinn þótti trúrækinn
og guðhræddur alla ævi. Hann
kunni rnargt úr Grallaranum,
og Passíusálmana kunni hann
því nær alla. Söngrödd hafði
hann laglega á yngri árum, en
þótti kjökurraddaður á efri
árum.
í orðfari var hann hjákát-
legur og öðrum frábrugðinn.
Stundum talaði hann eingöngu
með fláum samstöfum. Sagði
hann þá, að slíkur talandi væri
einn réttur. Sagðist hann hafa
snúið öllu Faðirvorinu eftir
þeim reglum.
Stundum fékkst hann líka
við orðaskýringar, og hefur ein
þeirra varðv.eitzt, nefnilega, að
orðið biskup væri komið af
býskopp, sem merkti: sá, sem
skoppar um bý!
Með illu skal illt út drífa.
Hestaheilsu hafði Gunn-
steinn alla ævi, og mátti segja,
að honum yrði aldrei misdæg-
urt. Þakkaði hann það lækn-
ingum sínum með saur og
þvagi, sem hann hafði trölla-
trú á. Koppinn sinn lét hann
jafnan standa við höfðalag
rúmsins, sem hann svaf í, og
lagði síðan nefið fram á rúm-
stokkinn til þess að njóta lykt-
arinnar sem bezt, en hana kvað
hann svo makalaust góða fyrir
brjóstið. í koppinn gerði hann
jafnan öll sín stykki, og þótti
mikið miður, ef innihaldinu
var fleygt áður en það var
dægurstaðið.
Við bakstingjum bjó liann
sér bakstra þannig, að hann
vafði saur sinn innan í klút
eða rýju, og kvað hann ráðið
óbrigðult. Þessum bökstrum
sínum gleymdi Gunnsteinn oft
undir koddanum á bæjum, þar
sem hann gisti, og þótti lítill
þrifnaður að. En Gunnsteinn
stóðst ekki reiðari en ef talað
var um sóðaskap í sambandi
við lækningar hans, sem oft
bitnuðu á öðrum, sér í 'lagi
meiddum skepnum. Sóttist
Gunnsteinn eftir að skíta eða
bera saur sinn í sárin, svo að
hafa varð gát á honum.
Eirplötu hafði Gunnsteinn
uppi í sér og jóðlaði í sífellu.
Kvað hann þetta óviðjafnan-
lega heilnæmt fyrir brjóstið.
Það kom fyrir, að platan hrökk
niður í hann. En ekkert kippti
hann sér upp við það, heldur
beið jrangað til hún skilaði
sér, og stakk lienni þá upp i
sig að nýju.
Var hann olt að Jrví spurð-
ur, hvort ekki væri skítabragð
að plötunni, en hann varð
hvumsa við og þótti spurn-
ingin með eindæmum heimsku-
leg.
Oft hafði hann uppi í sér
eirlitaða skinnpjötlu, en við
litunina var eirinn látinn
liggja í stækri keitu. Þetta
ráðlagði Gunnsteinn hverjum
manni, og kvað hánn sér jretta
hafa reynzt með ágætum. Eng-
ar tennur missti hann, en sein-
ustu aíviár hans voru tennurn-
ar orðnar svo lágar, að þær
stóðu naumast upp úr tann-
holdinu. Hefur eirinn vafa-
laust átt sinn ríka jaátt í þvi.
Gunnsteinn átti hund, sem
hann kallaði Lodda. Lét hann
hundinn sleikja á sér andlitið,
og kvað það afar styrkjandi
fyrir hörundið. Hundinum var
lógað fjörgömlum, og féll
Gunnsteini það afar þungt.
Ævilok.
Seinustu tólf ár ævinnar var
Gunnsteinn niðursetningur að
Hlíð í Skaftártungum. Sótti
blinda á hann í ellinni, og svo
grálúsugur var hann, að ógern-
ingur reyndist að hafa af hon-
unt varginn.
A helmingi jarðarinnar bjó
jjá Ragnhildur Gísladóttir,
komin í kör, en hafði mikla
raun af karlinum og kenndi í
brjósti um hann. Lét hún
hlynna að honum á allan hátt,
énda hændist karlinn að henni,
vildi helzt hvergi annarsstaðar
vera en hjá henni, og borðaði
mat úr hennar búi eingöngu.
Þá voru gamalmenni helzt lát-
in leita sér hita í fjósum, og
undu þau gantlingjarnir Jrar
löngum.
Vorið 1866 gekk jtung kvef-
sótt eystra, og dóu úr henni
mörg gamalmenni. Um hvíta-
sunnuleytið lézt Ragnhildur
gantla. Féll Gunnsteini Jtað svo
þungt, að hann náði sér alclrei
eftir jjað, og lagðist á miðjunt
túnaslætti, enda orðinn fjör-
gamall. Lá hann hér um bil
viku áðtir en hann andaðist,
og mun hafa verið rumlega
hálf tfræður.
8 — GESTUR