Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 9
GULL í greipum Ægis
Allt var á flugi og fenS í litlu hafnarborginni Puerto
Plata á Vestur-Indíum nóvembermorgun nokkurn árið 1643.
Um vikuskeið hafði sofandaháttur staðarins fallið sem gríma
af fólkinu, og allir voru gripnir hrifningu og gleði. Plata-
flotinn var í höfninni!
Milljónir í gulli og silfri, unnar úr æVintýralegum nám-
unum í Nýja Spáni og Nýju Kastilíu, voru faldar í risastór-
um skipbáknunum, sem flutu svo rólega á öldum hafsins.
Árlega lagði Plata-flotinn leið sína heim til Spánar, en þetta
árið voru auðæfin meiri og margfalt verðmætari en nokkru
sinni fyrr. Menn skotruðu augunum út að skipunum 16, og
hvísluðu um það sín á milli, að verðmæti farmsins myndi
jafngilda 400 millj. kr. Það var ærið tilefni til ævintýralegra
drauma, og íbúar Puerto Plata voru stoltir af því, að hinn
mikli floti skyldi velja sér þessa höfn fyrir viðkomustað,, Því
að viðkoma flotans veitti mikla peninga, sem allir nutu
góðs af.
Nokkrum dögum eyddu sjómennirnir og hermennirnir þarna
í borginni, og hver einasti eyrir látinn Ijúka þarna í krárnar,
vændiskvennahúsin og verzlanirnar, því að löng sjóferð vas fram-
undan og ströng.
Allan morguninn höfðu sæfararnir verið önnum kafnir við
skip sín. Seinasta hönd hafði verið lögð á málninguna, þilförin
þvegin og vistum komið um borð. Njósnabátarnir höfðu borið
þær fregnir, að enginn sjóræningi væri sjáanlegur í nánd. Skoti
var hleypt af fallbyssu flaggskipsins, og það var eins og allur
flotinn lifnaði við. Seglin þöndust út, og flotinn lagði af stað.
Hægur andvari var að vest-suð-vestan. Alla nóttina hélt ílot-
inn í norð-austur, til þess að komast framhjá yztu rifjum Ba-
hama-eyja, og stefna síðan, jafnskjótt og veður leyfði, beint á
suðurströnd Spánar.
Skyndilega lægði. Heiður himinninn hvarf að baki skýja-
bólstra. Síðan byrjaði að rigna, fyrst ur norðaustri, og loks tók
að hvessa, og boðaði aftakaveður í aðsigi. Öldurnar ýfðust upp
og skullu freyðandi og fyssandi yfir skipin. Síðan skall bylurinn
á. Himingnæfandi öldurnar köstuðu skipunum upp í loftið, svo
að þau snertu naumast lengur sjávarflötinn, og hrifu þau síðan
niður til sín í að því er virtist botnlaust hyldýpi.
Skyndilega var eins og skipin stæðust ekki lengur þessar pynt-
ingar. Þau nötruðu, og það brast og gnast í þeim, meðan neðar-
sjávarrifin moluðu þau og liðuðu í sundur, hvert á fætur öðru.
Hvirfilbylurinn og sjórinn sýndu hinum mikla flota enga misk-
unn. Harmleiknum lauk á skömmum tfma. Menn og skip hurfu
niður í dýpin milli kóralrifjanna á Silfurskerjum í sundinu milli
Bahamaeyjanna.
Einhvern veginn tókst samt flaggskipinu, La Santissine Trini-
dad, að verjast tortímingu, og komast mörgum dögum síðar illa
til reika inn til Puerto Plata. Voru þá margir skipverjar dauðir,
særðir eða týndir. Þeir, sem af komust, báru harmafregnirnar.
Og þarna lágu milljónaverðmætin í silfri, gulli, dúblónum,
skildingum, gimsteinum og perlum og öðrum dýrmætum skart-
gripurn, og fjársjóðsins var vel gætt. Lífshættuleg rif og sker,
hvirfilbyljir, geysistórir mannætuhákarlar, sverðfiskar og kol-
krabbar, auk sjávargróðursins, sem smám saman breiddi teppi
sitt yfir leifar hins glæsilega, spánska flota.
Árið 1687 réðst ævintýramaður nokkur frá Boston í það að
reyna að bjarga einhverju af þeim verðmætum, sem þarna voru
sögð vera. Með frumstæðum aðferðum og innfæddum köfurum
heppnaðist honum að koma 40 millj. króna virði upp á yfirborð
hafsins. Þessum fjármunum kom hann til Englands, þar sem
honum var tekið með kostum og kynjum. Hann varð stórefna-
maður, fékk glæsilegt kvonfang, var sleginn til riddara, og loks
skipaður konunglegur landsstjóri í Massaschussetts.
Engu að síður voru níu tíundu hlutar auðæfanna enn á hafs-
botni, og fór svo fram í 260 ár, þar til bandarískur liðsforingi
og kafari, Harry E. Riesberg að nafni, kemur til sögunnar, en
HARRY E. RIESBERG.
Bandaríkjamaðurinn Han-y E. Riesberg er brautryðjandi á
sviði djúphafsköfunar í venjulegum kafarabúningi, enda hefur
dirfska hans veitt honum mikil auðæfi, sem aðrir hafa látið
sér nægja að dreyma um. Á sjö árum fyrir heimsstyrjöldina
bjargaði hann 135,000 döllara virði úr sokknum skipum. Styrj-
öldin greip fram í þessa starfsemi hans, svo og slysfarirnar,
sem hann segir frá í grein hér í blaðinu, — en nú segist hann
hafa betri útbúnað en nokkru sinni fyrr — og enn er það
spánskii flotinn, sem freistar hans. En hvenær, sem hann
byrjar á þessari staxfsemi sinni að nýju, mun athygli heimsins
beinast að honum.
GESTUR — 9