Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 6

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 6
Sígild ópera færð í nútímabúning. CARMEN frá Louisiana Þér kannist að sjálfsögðu við Carmen, — óperu í fjórum þáttum eftir George Bizet, sem hefur verið sýnd á þekktustu óperu- húsum víðs vegar urn heim, sömuleiðis tekin á kvikmynd. Rejane, Chaplin, Viv- ian Romance og Rita Hayworth liafa gert tilraunir til þess að lýsa þessari indælu skækju. En fáurn hefur tekizt það, því að aðeins Spánverjar cru .Spánverjar. Og Car- men er frá Sevilla. Árið 18875 var frumsýning á Carmen r Opera Comique í París. Juliette Marie lék Carmen, olli hneykslun, og menn vildu ekki lineykslast á þeim tímum. Sýningin fékk hina verstu útreið, Bizet yfirgaf leik- húsið sárgramur, áður en tjaldið féll, og dó þremur mánuðum síðar. Það var ekki fyrr en Nietszche tók upp hanzkann fyrir hana, að Carmen hlaut viðurkenningu. Annars er Carmen ekki eingöngu verk Bizet. Saga hennar gerðist raunverulega í Sevilla, og ungur spanskur fangi sagði franska rithöfundinum Prosper Merimée hana nótt eina í fangaklefa í Granada. Daginn eftir var sögumaðurinn hengdur fyrir niorð á unnustu sinni, en Merimée fór heim með góða sögu í huganum. Hann skrifaði söguna. Bizet las hana, iifði sig inn í hana og skrifaði óperuna um hana. Nú kunna strákar um allan heim lögin úr óperunni. Og það eru einmitt götustrákarnir, sem koma l'yrst fyrir í kvikmyndaútgáfu Oscar Hammerstein af óperunni sígildu. Litlir negrastrákar, óhreinir og skemmtilegir, með knatttré og glatt bros á vörum, skálma á leið til knattleikja morgunsins og syngja hástöfum: Avec la garde mont- ante, — á suðurríkjamállýzku. Ósamstiga og í götóttum buxum segjast þeir líka vera nokkurs konar hermenn — bara réttu megin við herbúðagirðinguna. Oft hefur verið reynt að sameina þessi listform, óperu og kvikmynd, en sjaldn- ast tekizt með verulega góðum árangri. í óperuútgáfu Hannnerstein er cfnið flutt til vorra daga — og gert eins raunveru- legt og |þess er kostur. Tjaldið fer frá, og leiksviðið er ekki Sevilla við Guadalquivir, heldur suður- ríkjabær við Mississippi. Braggar verðandi flugmanna af negrakyni í síðustu heims- styrjöld. Don Jose er Joe liðþjálfi í khaki. Smyglarakráin er drykkjubar Billy Pastor, þar sem menn panta „tvöfaldan skota“ í staðinn fyrir Manzanilla. Hetjan er ekki heldur nautabani frá Granada, heldur hnefaleikakappi, ekki Escamillo heldur Husky Miller, sem ekki syngur „Söng nautabanans“ heldur „Söng boxarans." Og svarti villikötturinn Carmen býr til fallhlífar í verksmiðju, lendir í slagsmál- um við starfssystur sína, og er handtekin' af liðþjálfa herdeildarinnar. Joe á að aka henni til fangelsisins, en þegar Jeppinn hoppar og skoppar eftir veginum, veitist honum erfitt að varðveita dyggð sína og tignarmerkin á handleggnum, meðan Car- men berar undurfagra fætur sína og hellir yfir hann gáska sínum. Hann lætur fallast í freistni. Næst bregðum við okkur á bar- inn hans Billy Pastor, þar sem dansinn er stiginn við tryllta trumbumúsík. Car- — Heitar dstriður. — men vísar hnefaleikakappanum Miller frá sér og hafnar tælandi tilboðum hans. Hins vegar hjálpar hún Joe til þess að fela sig eftir að honum hefur lent saman við her- foringja sinn, og í Chicago lifa þau sam- an bak við hulda glugga á peningum hennar. Þegar taugar hans bresta og hann dregur tryggð hennar í efa, verður Car- men ofsareið, og hún yfirgefur hann. Hún lcitar gamalla vinkvenna, sent eru í slag- togi með hnefaleikameistaranum. Þær spila um hann, og þegar Carmen hefur tvisvar dregið óhamingjuspilið, álítur hún sig feiga, og kastar sér í fang boxarans. Kappleikurinn rnikli á sér stað í hnefa- leikasal í New York, og Carmen fagnar Husky sínum ásarnt mannfjöldanum. Heill kappa vorra tíma: The big killer! En í mannþrönginni fyrir utan biður [oe, laumast að Carmen og myrðir hana. Tveir hjálntklæddir lögregluþjónar leiða hann á brott. Stúlkan sem fer með hlutverk Carmen, Iteitir Dorothy Dandridge og er frá Loui- siana, lífsglöð, kolsvört stelpuhnyðra, sem vakið hcfur almenna aðdáun fyrir túlkun sína, og gegnir sama máli um Harry Be- lafonte, sem leikur Joe, og Joe Adams, sern leikur boxarann. Kvikmyndin um Carmen, sem 20th Century Eox lét gera, hefur farið sigur- og hneykslunarför um helztu borgir Evr- ópu, en vér höfum ekki heyrt þess getið, hvort hún væri væntanleg hingað til lands. Svo er þó vonandi. 6 — GESTUR

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.