Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 15

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 15
Það er erfitt að trúa því, að hinn fjölhæfi og smekkvísi leikstjóri, Indriði Waage, hafi ekki gert sér vankantana ljósa. En hví var ekki undinn bráður bugur að jtví að breyta þeim? Eða voru erfiðari hindranir i vegi en við varð ráðið? Var jrað máske brauðstrits- húgsunarhátturinn, sem skip- aði leikurunum niður í hlut- verkin án tillits til Jress, livort jreir réðu við hlutverkið eða ekki? Það er anzi hætt við því, að svo sé, jafn herfilega og rnargir misbuðu hlutverkun- um, svo að jafnvel nálgaðist kærulausan gantaskap og fífls- hátt. Stofnun eins og jþjóðleikhús á jafnan að geta leitað til hinna hæfustu leikara, og kunningsskapur eða jafnvel klíkuskapur á ekki að skipa öndvegið í niðurröðun hlut- verka. Sýningar þess eiga að standa feti framar alþýðusýningum við erfið skilyrði, en svo licfur raunin sízt orðið í jressu til- felli, jiar sem samanburður er fenginn frá Akranesi nú fyrir skemmstu. Haraldur Björnsson. „Interessant“ hlutverk misheppnasl í l'úlkuninni. ir, og viðurkenningu verður að veita nokkrum leikenda Þjóð- leikhússins, sem veittu nokkra skemmtun og sýndu Iit á jrví að þeir vissu, hvað þeir voru að gera. Þar ber fyrst að nefna Bakl- vin Halldórsson í hlutverki Hallvarðs, málóða ferðalangs- ins, sem lyfti hulu hversdags- Ieikans og veitti innsýn í furðu- sagnir umheimsins og leysti hlutverkið hressilega af hendi. Rúrik Haraldsson var og skemmtilegur í litlu hlutverki Framh. á hls. 18. ,,Ef dramatisk konst á ekki að verða til tómrar, ef ekki tvíræðrar skemmtunar, ef hún á að verða list, sem mentar, fegrar og fullkomnar þjóðlífið — eins og öll konst á að gera — þá verða menn að læra að leika sitt egið þjóðlíf Matth. Jochumsson. Þjóðólfur, 26. febrúar 1879. )G KONA ttt LEIKRITSFORMI í ÞJÓDLEIKHÚSINU MAÐUR OG KONA, skáld- saga Jóns l'horodsens, bregð- ur upp ljóslifandi myndum af - kynlegum kvistum, og venju- legu fólki, eins og jtað gerðist um miðja síðustu öld. Sjálf- sagt hefur höfundurinn Jrekkt flestar manngerðirnar eða all- ar, átt samskipti við Jrær, og því mótað þær margar eftir kynnum sínum af þeim, og hugarfari sinu til þeirra. Þess- ar man'ngerðir eru svo skýrt upp dregnar, að jrær hala fest rætur í hugum manna sem raunverulegar, lifandi verur, og orð þeirra og hættir gengið í sögusögnum fyrir hnittni, af- káraskap eða festu. í leikritinu, sem jreir frænd- urnir Emil Thoroddsen og Indriði Waage sömdu upp úr sögunni, er helztu kjarnyrð- unurn saman safnað og mann- gerðirnar látnar halda sínum sérkennum. Því ætti leikurun- um, sem hlutverkin takast á hendur, að veitast auðvelt að breyta í einu og öllu eftir ,,forskriftinni“, sem sagan gef- ur þeim. Eða hefði Lárus Páls- son vakið jafnmikla aðdáun í hlutverki Jóns Grindvíkings, ef hann hefði farið að breyta manngerðinni frá „forskrift“ Kiljans í íslandsklukkunni? En nú bregður svo við, að í meðförum leikara Þjóðleik- hússins cimir sáralítið eftir af þeim manngerðum, sent Jón Thoroddsen brá upp í sögu sinni, og öll er túlkun þeirra á þann veg, að áhorfandanum finnst hann helzt vera stadd- ur nteðal íbúa á Marz, svo fjarlæg er túlkunin hugmynd- um hans. Það skal viðurkennt, að sumt í leikritinu, sem og sög- unni, er dregið sterkari litum en raunverulegt má teljast. En er þetta ekki einmitt svipmót- ið, sem orsakað hefur geysi- vinsældir bókarinnar og síðan leikritsins? Og er rétt að kasta því svipmóti fyrir borð, en bregða leikritinu hins vegar í búning tindilfætts tepruskap- ar, sem svo margir leikarar okkar, sérstaklega jreir, sem er- lendis liafa numið, hafa tamið sér? Nei, því fer fjarri, og þá er alvara á ferðum með stofn- un, sem skyldi vera allra stofn- ana þjóðlegust. „Fátt er þó svo með öllu------------------------------------------------------------------- illt ...“, eins og máltækið seg- GESTUR — 15

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.