Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 5

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 5
Alvarlegt vandamál á spennandi kvikmynd. KVIKMYNDIR Hér hefst kvikmyndagagnrýni, sem GESTUR væntir að geta flutt eftirleiðis vikulega. Með góðri samvinnu við kvik- myndahús bæjarins ættu myndirnar ekki að vera horfnar af sýningartjaldinu, þegar gagnrýnin berst. En sú samvinna er þegar tryggð að nokkru leyti. UPPREISN í FANGELSI er eitt versta vandamál, sem Banda- ríkin hafa átt við að etja. Bæði er það, að fangelsi eru þar ærið mörg og þéttsetin og fangagæzlan örðug. Uppreisnir fanganna eru tíðar, og þótt alltaf hafi tekizt að kveða þær niður, hafa þær jafnan vakið athygli þjóðarinnar og samúð, hafi fangarnir borið fram til úrbóta á þeim misfellum, sem vera kunna á meðferð þeirra þar. Um hitt má hins vegar deila, hvort sérstök ástæða sé til þess að gera fangelsi svo vistleg og ánægjuleg, að menn blátt áfram sækist eftir að komast þangað. Hallast margir að þeirri skoðun, að því ömurlegri sem fangelsisvistin sé, því meira leggi menn að sér að halda sig á hinum þrönga vegi dyggðanna. í kvikmyndinni, sem nú er sýnd í Trípólíbíó, eru þessar and- stæður sýndar ljóslega á áhrifamikinn og óhugnanlegan hátt. Framleiðandi myndarinnar, Walter Wanger, er heldur ekki með öllu ókunnugur dvölinni innan fangelsismúranna, þar sem hann dvaldi eitt ár í fangelsi sjálfur fyrir morðtilraun, og er þessi kvikmynd fyrsta verk hans eftir fangelsisdvölina. Myndin er óhugnanleg og spennandi. Það er á „órólegu deild- inni“ í fangelsinu, þar sem hættulegustu glæpamennirnir eru geymdir, sem uppreisnin brýst út, en breiðist síðan til allra álma fangelsisins. Fangarnir krefjast betri aðbúnaðar, brottvikningu óvinsælla fangavarða, einangrunar geðsjúklinga — og niðurfell- ingar málsóknar á hendur forsprökkum uppreisnarinnar. Fang- arnir hafa náð nokkrum fangavörðum á vald sitt og hóta að beita þá ofbeldi, verði málum þeirra ekki úrlausn gerð ... Forsprakka uppreisnarinnar, Don, sem í skjóli hreysti sinnar heldur samföngum sínum í járngreipum agans, leikur Neville Brand, nýr leikari bandarískur, af tilþrifum og innsæi i lilut- verk sitt. Geðsjúklinginn og morðingjann Carney, sem kemst til valda eftir að Don særist alvarlega af völdum samsærismanna úr hópi fanganna, leikur Leo Gordon, sem sömuleiðis er nýr af nálinni, en báðir komust þessir leikarar til mikilla metorða í seinustu styrjöld fyrir hreysti sína á vígvellinum. Aðrir leikarar leika hlutverk sín eftirminnilega, þótt engin ástæða sé til að telja nöfn þeirra hér, því fæstir eru þekktir kvikmyndahúsgestum. Það fer hrollur um mann við tilhugsunina um það líf, sem gráir steinmúrar hylja augum manns. Þessi kvikmynd bregður upp óhugnanlegri mynd af því lífi — og liún er ótrúlega góð af bandarískri mynd að vera. opnaði dyrnar og gekk niður nokkrar tröppur niður í myrkan geim, og um leið barst barnsgrátur að eyrum lians. Reykurinn var fremur lítill niðri. Hann íálmaði eftir slökkvara, en fann liann engan, svo að hann kveikti á vindlakveikj- aranum sínum, og í daufum bjarmanum kom hann auga á fjórar verur saman- hnipraðar úti í horni. Hann greip tvö börnin sitt undir livora hönd — dró andann djúpt að sér, þreifaði eftir tröppunum, fann þær og þaut áleið- is út. Logarnir léku um einn vegginn í forstoíunni, en hann kastaði börnunum frá sér utan við dyrnar. Síðan hljóp hann aftur inn og sótti hin börnin tvö. í þetta sinn gekk honum greiðlegar, þegar hann þekkti leiðina. Hann þurfti ekkert að hugsa sig um, heldur framkvæma ósjálfrátt, og einni mínútu síðar hafði hann komið hinum tveim börnunum út. Þessu var lokið. Hann lá, á gi ænni, rakri flötinni og þrýsti andlitinu niður í grasið. Hárið og augnabrýnnar voru sviðn- ar og snertingin við kalt grasið og ferskt, svalt loftið, sem hann andaði að sér svöl- uðu honum og róuðu eftir spenninginn. Hann lyfti höfðinu og leit í áttina til hússins, og rétt í því' féll þakið niður með braki og brestum, og glóandi neistarnir þeyttust í allar áttir, um leið og funandi hita lagði frá brennandi húsinu. Slökkvi- .liðið var komið á vettvang, og það snark- aði hátt í glóðunum, þegar vatnið spraut- aðist á þær. Skyndilega sá hann, að Julie stóð yfir honum. Andlit hennar var náfölt og af- myndað af ótta. „Ó, Tom, hvernig líður þér?“ „Vel,“ svaraði hann og stóð á fætur með erfiðismunum. Hann brosti til hennar og ætlaði að faðma hana að sér — þegar hann kom skyndilega auga á litla manneskju, sem stóð við hlið hennar. — Hann hrökk við, þegar hann sá, að þetta var Lára litla dóttir hans. Langir og brúnir lokkarnir voru sviðnir af henni, og stór, dökk augu hennar voru galopin af skelfingu. — Þannig var það þá, hugsaði Tom með sér. Þessvegna var það, að niðri í kjallar- anum voru fleiri börn, en liann hafði bú- izt við. Ein óttaslegna veran í horninu hafði þá verið dóttir hans. í flýtinum við að bjarga börnunum hafði honuin ekkert tóm gefizt til þess að taka eftir hverju barninu fyrir sig. „Líður þér vel?“ Hann teygði höndina fram og strauk henni yfir hárið. „Ekkert barnanna skaðaðist alvarlega,“ svaraði Julie. „En hvernig stendur á því, að ... .“ „Frú Wilsey leyfði þeirn Lauru og Mary að fara hingað til þess að leika sér.“ Hann kraup frammi fyrir dóttur sinni. „Og hvernig líður litlu gerseminni lians pabba?“ spurði hann. Barnið lyfti augunum, leit á hann og brosti. Hann vafði Itana örmum og þrýsti henni fast að sér. „Þessi eldsvoði kom okkur þá við — eftir allt saman,“ heyrði hann Julie segja grátbrostinni rödd. — Mikinn skelfingar hiksta hefur blessað barnið. GESTUR — 5

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.