Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 19

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 19
Ástir og ævintýri Jóhönnu háska. Framh. af bls. 28. og snjóköggull niður fjallshlíð, og frægð þeirra og orðstír aukizt og vaxið með hverju árinu sem leið. Þessari leið hefur saga Jóhönnu háska fylgt dyggilega, með smávægilegum breytingum. Síðari hluta dags 1. ágúst árið 1876 riðu þær Kitty Arnold, önnur tjaldbúðabryðjan til, inn í Dead- wood í Suður-Dakóta, ásamt Villa Villta Hickok, Kóloradó-Kalla og Stebba Utter, en öllum þessum mönnum hafði verið fleygt út úr Cheyenne í Wyoming. Jóhanna og Kitty höfðu slegizt í för með þeim 30 mílur burt frá Deadwood. Flestir sagnaritarar hafa ekki átt nógu fögur orð til þess að lýsa hinni fallegu, næstum guðdómlegu ást þeirra Jóhönnu og Villta ViIIa. Þess er ekki getið, að fundum þeirra hafi nokkru sinni borið saman fyrr. í skrifum Stebba Utter segir, að Villti Villi, sem var nánast kvenlega snyrtinn í klæðaburði og þrifnaði, og baðaði sig daglega, hvar sem hann var, hafi verið svo dol- fallinn yfir skítnum á andliti Jóhönnu og fötum, að ekki sé minnzt á óþverrann, sem hún lét úr sér, að hann hafi hreinlega losað sig við hana, þegar fimmmenningarnir komu til Dead- wood. Hann lagði leið sína beint til krárinnar Stelpur og Vin til þess að spila póker, sem var atvinna hans, þrátt fyrir hetjuljóm- ann, sem stafar af honum. En Jóhanna, sem hafði ekki séð deigan dropa í nokkrar vikur, bjó sig undir svakalegasta drykkjuskap. Klukkan 3:46 þess 3. ágúst lá hún ósjálfbjarga í ölæðisvímu, endilöng á kofagólfi í útjaðri bæjarins. Villti Villi sat við spila- borðið ásamt þrem kunningjum, en við skenkiborðið stóð Kobbi McCall og fitlaði óstyrkur við viskíglas. Skyndilega snerist hann á hæli og marghleypan hans gall við hátt. Villti Villi Hickok féll á andlitið fram á borðið með byssukúlu gegnum hausinn. Það, sem á eftir fer, er til skjalfest, og því ekki um að efast. Kobbi tók til fótanna og forðaði sér inn í slátrarabúð, en menn- irnir úr kránni voru svo fast á eftir honum, að hann kom ekki frekari skottilraunum við. Var handtekinn, leiddur fyrir rétt og sýknaður eftir stutt réttarhöld, mestmegnis fyrir orðið, sent Villti Villi hafði á sér, en skömmu síðar hafði sýslumaðurinn á Jóhanim háshi við gröf Villta Villa Hickok í kirkjugarðinum i Dead wood. Þar hvilir hún nú við hlið hans. staðnum hendur á hári hans, dró hann fyrir lög og dóm, þar sem hann var fundinn sekur og hengdur. JÓHANNA HÁSKI hafði ekki hugmynd um, þar sem hún lá dauðadrukkin á kofagólfinu, að loppa örlaganna væri í nánd, reiðubúin að grípa inn í tilveru hennar. En loppan var þarna í líki ungs og áhugasams blaðamanns, Vilhjálms R. Crane, sem var nýkominn til bæjarins. Vilhjálmur J^essi var viðvaningur í blaðamennskunni, en slæg- vitur að eðlisfari. Gamla setningin: „Kóngurinn er dauður, lifi kóngurinn” var í miklu uppáhaldi hjá honum. í hans augum var Villti Villi dauður kóngur, sem einhver varð að erfa. Og Vilhjálm vantaði einhvern til þess að tengja við morðið, ein- hvcrn, sem gæti gefið honum efni í nokkrar greinar um ntálið. Hann hafði kornið auga á Jóhönnu háska um kvöldið, þegar iþau koniu til Deadwood, og í huga hans skaut strax þeirri hugmynd, að kvenmaður í reiðbuxum karlmanns og með vindil í' munninum, gæfi tilefni til ótal möguleika. Hann frétti, að Jóhanna háski hefði komið með Villta Villa Hickok til Dead- wood, svo að hann lagði saman tvo og tvo án þess að skeyta um staðreyndir, og lrjó til hina furðulegustu sögu um handtöku Kobba McCalI. Vilhjálmur lýsti Jóhönnu háska sem ástrney Villta Villa, snar- ráðri kvenhetju, sem geystist fram til að hefna dauða hans. í greininni, sem hann sendi, segir, að hún hafi heyrt skothríðina, hlaupið inn í krána og séð Villta Villa dauðan og karlmennina aðgerðarlausa í kring, dauðhrædda við að elta morðingjann. Með tryllingslegu öskri hentist Jóhanna háski út á strætið, kom auga á Kobba og elti liann inn í slátrarabúðina. Þar greip hún sveðju mikla, vann bug á brjáluðum morðingjanum og teymdi hann til lögreglustjórans í borginni, sem Crane sagði að hefði skolfið af ótta. En þessi hetjulýsing var aðeins smáræði hjá því, sem eftir fylgdi. Vilhjálmur Crane gaf Jóhönnu titilinn „Drottning njósn- aranna“, og hafði þau orð eftir Custer hershöfðingja, sem Indí- ánaforinginn Sitjandi Boli hafði drepið mánuði áður, og talaði aldrei stakt orð við Crane: „Hún er sjaldgæfur og fagur gim- steinn hetjudáða og liugrekkis, bezti njósnarinn, sem ég hef nokkru sinni Jjekkt“. í hugarheimi Vilhjálms var Jóhanna háski einskonar eins- manns-her, sem átti auðvelt með að vinna bug á heilum flokk- um blóðþyrstra rauðskinna. Þegar hestur hennar geystist yfir sléttuna, stóð hún upprétt í ístöðunum, reykti langan vindil, og öruggar marghleypurnar sölluðu índíánana svo ótt niður, að J:>að kom fyrir, að hestur hennar hrasaði um líkin! Fréttablöð í St. Louis og New York keyptu greinar hans og settu Jtær á forsíðu. Á einum sólarhring varð Jóhanna háski hetja Villta Vestursins, og rithöfundarnir tóku að ydda blýantana sína til þess að hylla hina nýfundnu hetju. Það tók Jóhönnu tíu daga að rakna úr brennivínsrotinu. Hún var talsvert forviða yfir lrægðinni, sem henni hafði hlotnazt, en J^egar hún hafði náð sér, veitti hún frægðinni móttöku með slíkri viðhöfn, að allir hrærðust, sem lengi höfðu leitað að kvenhetju Vestursins. Henni stóð víst á sama, Jrótt hún hefði aldrei verið njósnari, aldrei drepið rauðskinna — eða nokkurn yfirleitt —• né nokkru sinni borið marghleypu. Hinsvegar voru viðbrögð hennar gagnvart bókaútgefendunum hin æskilegustu. GESTUR — 19

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.