Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 4

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 4
Smásaga eftir Spain Sire. I TÆKA TÍÐ... LOGARNIR teygðu rauðgullnar tung- urnar upp úr gráum reykmekkinum. I kvöldrökkrinu glampaði flöktandi bjarm- inn á grænum flötunum og skuggalegum húsunum meðfram Ocanijto Drive. 'I'om Travers var á heimleið frá kvik- myndasýningu ásamt Julie, konu sinni. hegar þau nálguðust Ocampo Drive, urðu þau eldsins vör. Þau voru niðursokkin í að tala uni kvikmyndina, þegar Tom hrópaði skyndilega up]j yfir sig: „Nei — sjáðu — það hlý.tur að vera kviknað í þarna — „Ó, Tom, það hlýtur að vera á Ocampo Drive“. Hann svaraði ekki. Hann var önnum kafinn við að snúa bifreiðinni niður á veginn til Ocamjto Drive — en liann vissi, að bæði hugsuðu þau það sama. Fimm ára dóttir jþeirra, Laura, hafði farið i heimsókn til nágrannanna til J^ess að leika sér við jafnöldru sina, Mary Wilsey, og frú Wilsey hafði beðið þau hjónin að lofa Lauru að vera hjá sér, meðan Jjau læru í kvikmyndahúsið. Á ])ví lék enginn val’i, að annað hvort var kviknað í húsinu 4 — GESTUR jjeirra, eða einhverju nágrannahúsinu. Máttvana af angist sátu þau og störðu fram fyrir sig. Stundarkorni stðar voru J)au komin að Jíéttum reykmekkinum, og sáu greinilega eldtungurnar teygjast mót himni. Tom stöðvaði bifreiðina. Skyndilega fann hann, hvernig slaknaði á liverri J)andri taug í líkama lians; það var hvorki hans hús né Wilsey, sem kviknað var í, heldur stóð húsið neðar við~ götuna. Honum kom þessi eldsvoði ekkert við! Hann dró andann miklu létt- ar. Þetta var einn J)essara óviðkomandi viðburða, sem maður les svo kæruleysislega um í blöðunum. Logana sá hann, og hit- ann fann hann, en honum var málið al- gerlega óskylt. Lamandi óttinn, sem hafði gagntekið hann, hvarf, en í hans stað kom spenn- ingur og æsing, Jdví að hann blátt áfram gladdist yfir því, að honum skyldi ekkert korna málið við. Honum datt f hug, að hann ætti að kalla á slökkviliðið, en í sama vetfangi heyrði hann í brunalúðr- unum í fjarska. Hann ók út í vegkantinn og skrúfaði rúðuna niður. Hann fann að Julie hafði fært sig fast upj) að honum — þau sátu þegjandi og hlustuðu á snarkið og hvæsið í eldinum. „Við hljótum að vera þau fyrstu, sem urðu eldsins vör“, sagði Julie. „Þetta er hús Conrad,“ sagði Tom. „Skyldu allir hafa komizt út?“ Hann skammaðist sín fyrir tilhugsunina um Jkiö, að hann væri næstum ánægður yfir, að ])að hefði ekki verið hann, sem ógæf- an skall yfir. Hann Jrekkti Jim Conrad. Hann var skrifstofumaður og þrælaðí sífellt, og var oft að heiman. Hann var kvæntur og átti nýfætt barn og tvo elclri tvíbura, hrokkin- hærða hnoðra, Ronnie og Ann, sem voru á aldur við litlu stúlkuna hans. Kannski var Jim að heiman í kvöld og konan hans ein hcima hjá börnunum? Þá kom hann auga á frú Conrad. Hún og tvær konur aðrar voru einu mann- eskjurnar, scm sjáanlegar voru í námunda við brennandi húsið. Önnur konan hélt á hvítvoðungnum í fanginu, og báðar reyndu Jrær að halda aftur af henni, er hún reyndi að Jajóta aftur inn í húsið. Blíðlynda, unga konan hafði skyndi- lega breytzt í tryllt kvendýr, og ójr hennar yfirgnæfðu hávaðaiin frá eldinum: „En börnin — börnin!" hrópaði hún í sífellu skjálfandi rödd. „Guð minn góður!“ hrójraði Tom. „Börnin eru enn inni í brennandi hús- inu.“ Hann reif hurðina upjr og hentist út. „Tom! Tom!“ Hann heyrði rödd Julie gegnum hávaðann og fann að hún greijr í frakkann hans og reyndi að halda aftur af honum. „Tom — Jrú kemst ekki lifandi út, ef ]m ferð Jrangað inn — þetta er ekki okkar eldur —“ „Þér getur ekki verið alvara," sagði hann og sleit sig lausan og Jraut í áttina til kvennanna. „Hvar eru þau?“ hrójraði hann og hristi frú Conrad til, Jrangað til henni varð litið í augu hans. „í — í barnaherberginu í kjallaranum — stiginn til hægri í forstofunni.“ Hann batt vasaklútinn fyrir vit sín og hljóp til hússins. Eins og á mynd sá hann örvæntingarfullt, biðjandi andlit Julie fyrir sér — síðan tryllt, óttaslegin augu Jean Conrad. Hann kom auga á vatns- slöngu, sem fest var á krana rétt hjá tröppunum. Hann skrúfaði frá vatninu og lét |það streyma yfir höfuð sitt og klæði. Síðan hljóp hann upp tröppurnar með slöngustútinn í hendinni. Áður en hann ojmaði dyrnar, dró hann andann djúpt að sér. Hann bjóst við að geta haldið honum niðri í sér í eina mínútu — þrjátíu sekúndur á leiðinni niður í kjallarann, og þrjátíu sekúndur sömu leið til baka. í forstofunni sá liann ekki handaskil fyrir reyk, og inni í dagstofunni sáust eldslogar. Hann sá að logaði í blöðum, sem lágu á borði, og að sófinn var eitt eldhaf. Hann reyndi að rýna í gegnum Jrétt reykskýin. Þegar hann var kominn nálægt dyrunum, sem lágu niður í kjall- arann, rann slangan úr hendi hans. Hann Hann gladdist yfir því, að það var ekki húsið hans, sem stóð í björtu báli. Þessi eldsvoði kom honum ekkert við ...

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.