Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 23

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 23
 7 i David Humc: CARBBYfrá SCOTLAND YARD akstrinum viðvíkur, þá viðurkennir ákærður, að orsökina sé að finna í andartaks hugsunarleysi og kjánalegri dirfsku, en hann hafi aldrei haft í liuga að ræna bifreiðinni um lengri tíma. Með tilliti til þessa, svo og þeirrar staðreyndar, að ákærður hefur aldrei fyrr komizt undir mannahendur fyrir lögbrot, hvað þá, að hann hafi hlotið refsingu, legg ég til, að rétturinn fjalli nú þegar um mál hans og leiði það til lykta". „Hver er yðar skoðun, herra yfirlögregluforingi?“ spurði dóm- arinn. Hall var afar leyndardómsfullur á svip, þegar hann beygði sig fram yfir brík vitnastúkunnar. „Hæstvirti dómari! Lögreglunni er afar annt um, að vissar ákærur á hendur sakborningnum komi ekki nú þegar í ljós, vegna áframhaldandi rannsóknar, sem tvímælalaust kemur tii með að liafa áhrif á dóminn. Það er því álit lögreglunnar, að þetta mál sé ekki strax til lykta leitt, og að ákærður verði ekki látinn laus gegn tryggingu". „En ákærður hefur aldrei fyrr hlotið refsingu“, sagði dómar- inn. Hall þagnaði stundarkorn, eins og hann væri að hugsa sig um, hvort hann ætti að bera fram fleiri ákærur. Síðan hélt hann áfram, og svipur hans varð enn leyndardómsfyllri: „Nei, það er rétt, en sterkar líkur benda til þess, að hér sé um mjög hættulegan afbrotamann að ræða. Við höfum vitað vikum saman, að hann er einn frægasti og skeytingarlausasti bifreiðarstjóri í Englandi. Auk þess verður áreiðanlega síðar hægt að færa sönnur á, að flekklaus fortíð hans stafi fremur af frábærum hæfileikum hans sem afbrotamanns en af saklausu líferni. Auk þess er hann heimilislaus“. „Og hvað.segir verjandinn um þetta?“ Lögfræðingurinn sneri sér að skjólstæðingi sínum til þess að ræða málið, en liann sat letilega á bekknum og virtist ekki hafa skonnortan á aðra hliðina. Mér varð fótaskortur, ég missti handfestuna, fannst ég svíia í lausu lofti stundarkorn, en valt síðan niður káetustigann. Ég fann ógurlegt högg á fót- inn, ógurlegan sársauka, ég heyrði smellinn, þegar beinið brotnaði, óbærilegur sársauki læstist um allan líkamann. Síðan léll ég í yfirlið. Þegar ég rankaði við mér, fann ég, að fóturinn var brot- inn á þrem stöðum, rétt fyrir ofan öklann og sinn hvoru megin við hnéð. Xæstu átján klukkustundirn- ar var brunað til næstu hafn- ar móti veðrinu. Ég vissi, að tilraunum mín- um til að ná fjársjóðnum væri nú lokið. Það fannst mér kald- hæðni örlaganna, eftir að ég liatði komizt lengra niður að flotanum en nokkrum kafara YVilliam Phips hafði nokkru sinni tekizt: auk þess sem mér hafði heppnazt að setja heims- met í köfun. En á þessu ári skal mér heppnast áform mitt — undir- búningi ævintýrsins mikla er næstum lokið. Aftur mun ég verða staddur á hafsbotni — innan um kóralrifin — innan um fjársjóðina! minnsta áhuga fyrir því, sem fram fór. „Þér heyrðuð hvað lögregluforinginn sagði, Borden. Hverju svarið þér?“ „Að þetta sé allt saman lygi, og ég krefjist þess, að dómur gangi strax í málinu!“ „Skjólstæðingur minn“, sagði Olton ákveðinn, „mótmælir kröftuglega fullyrðingum lögi'egluforingjans. Hann segir þær alls ekki ;i neinum rökum reistar, enda geti lögreglan engar sannanir lagt fram. Það er skylda mín að mótmæla ósæmilegu tali lög- regluforingjans um skjólstæðing minn, er hann reynir að gera sem mest úr afbroti hans. Skjólstæðingur minn mætti hér í rétt- inum reiðubúinn til þess að hlýða á ákæruna, sem borin var á hann, en hingað kominn á hann að sætta sig við, að hann sé borinn meintum sökum, og sakfelldur. Já, það lítur sannarlega út fyrir, að }>að eigi beinlínis að dæma skjólstæðing minn áður en sakir eru bornar á hann“. „Viljið þér með þessu“, spurði dómarinn þóttafullur, „gefa í skyn, að ég felli dóm án |þess að kynna mér málavexti?“ „Alls ekki, hæstvirti dómari. Það, sem ég vildi benda á, var það, að ákærur lögregluforingjans eru þokukenndar og óljósar. Þær voru í rauninni ekkert annað en dylgjur, sem auðvelt er að slá fram, en erfiðara að sanna. Ég vil halda því fram, að ákæran hafi verið fram borin af versta ranglæti“. „Vera má“, greip Hall lögregluforingi fram í, „að ég verði að tala nokkru ljósar. Ákærður neitaði okkur um allar upplýsingar sjálfum sér viðvíkjandi, þegar hann var handtekinn. Við fengum ekki að vita nafn hans fyrr en r morgun. Við höfum ekki einu sinni haft tíma til þess að ganga úr skugga um, hvort þetta er hans rétta nafn. Við höfum auk þess ástæðu til þess að álíta, að tryllingslegur aksturinn, sem lauk með handtöku hans, sé ekki fyrsti kappaksturinn við lögregluna. Hingað til hefur fífldirfska hans og áræði bjargað honum. Yhð vildum gjarnan minnast nánar á misgjörðir hans við hentugra tækifæri. Annars leyl'i ég mér að bera fram þá tillögu við hæstvirtan dómstólinn, að ákærður fái tækifæri til þess að segja sjálfur frá málavöxtum. Þá má vera, að er hann hefur svarið eiðinn, geti hann skýrt frá, hvers vegna honum beri svona brýn nauðsyn til þess að fá máli sínu iokið í dag“. „Óskar ákærður eftir að stíga í vitnastúkuna?" spurði dóm- arinn. Olton hóf að nýju samræður við Mick. „Nei, hæstvirti dómari. Ákærður lítur þannig á málið, að hann vilji ekkert um það segja sjálfur — eins og eðlilegt er — fyrr en fulltrúi lögreglunnar hefur afturkallað dylgjur þær og ósannaðan áburð, sem hann leyfði sér að hafa urn skjólstæðing minn, og hefur beðið hann skilyrðislausrar afsökunar“. Áhorfendurnir áttu bágt mcð að bæla niður í sér hláturinn. Dómarinn var bæði reiður og fýldur á svipinn. „Ég get naumast annað gert í málinu“, sagði hann, „en fallizt GESTUR — 23

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.