Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 20
Hún sauð saman og sagði sjálf söguna um nafngift sína. Hún
sagðist dag nokkurn hafa heyrt skothríð í fjarska, og þegar hún
reið nær, sá hún, að flokkur Indíána var í óða önn að brytja
niður höfuðsmann og tuttugu hermenn. Um leið og hún stóð
upp í ístöðunum, þrumaði hún úr marghleypunum báðum vfir
hópinn og drap Indíánana svo hratt, að fáir einir komust
undan. Þegar púðurreyknum linnti, sagði höfuðsmaðurinn við
hana: „Þú bjargaðir okkur úr lífsháska, hér eftir mun ég kalla
þig Jóhönnu háska!“
ENN SKÁLDLEGRI er Iþó sagan um fæðingu hennar. Eftir
sögn hennar var faðir hennar majór í hernum, útlærður frá
West Point, en móðir hennar falleg dansmær. Jóhanna háski
fæddist í eyðimörkinni meðan stóð á trylltum bardaga við
Indíána. Móðir hennar lézt af sárum eftir barnsburðinn og var
svarðflett af Indíána. Hermenn björguðu barninu. Hún sagði,
að þegar í fæðingunni hefði fæðzt í huga sér staðfastur ásetn-
ingurinn að hefna foreldra sinna með því að helga líf sitt morð-
um á Indíánum.
Hitt er staðreynd, að Jóhanna háski fæddist í Princetown í
Missouri 1. maf 1852, var skírð Martha Connory, og var elzt
fimm barna fátæks leiguliða og heilsulítillar konti hans. Þegar
Jóhanna var 14 ára, setti faðir hennar allt sitt hafurtask upp
í vagn og lagði af stað til Virginaborgar. Móðir hennar dó á
leiðinni, og á næsta ári lézt faðir hennar í Salt Lake City.
Árið 1868 hóf munaðarleysinginn Martha feril sinn sem tjald-
búðabryðja, 16 ára gömul, meðal há, luralega vaxin, andlitið
langt og beinabert og óvenjulega ófrítt. Hún vildi ekki sjá
kjóla, heldur klæddist karlmannsfötum, -tuggði tóbak eins og
karlmaður, reykti vindla og baðaði sig aldrei. Hárið var rytju-
legt og ógreitt, andlitið þakið ryki og skít.
Þótt hún síðar liti með fyrirlitningu á hvern þann mann, sem
lofaði siðferði hennar, hóf hún feril sinn í tjaldbúðunum í
anda siðláts uppeldis síns. Hún halði ekkert á móti því að leggja
lag sitt við hvern þann karlmann, sem gat veitt henni vín og
rúm, þó því aðeins, að hann léti gefa þau sama« í' hjónaband
lyrst. Það skipti engu máli, hver framkvæmdi hjónavígsluna,
eða undir hvaða kringumstæðum það var gert, og ef hermaður-
inn hennar var fluttur á annan stað, eða varð leiður á henni,
fékk hún sér bara nýjan og lét gefa sig saman við hann. Það er
álitið, að þegar hún var 25 ára, hafi hún átt 200 eiginmenn.
Einstakur hæfileiki hennar var sá að verða yfirnáttúrlega
drukkin. Hérna er lýsing á þeirri athöfn, eins og kona, sem
þekkti hana vel, segir frá:
„Hún byrjaði snemma morguns, gekk frá einni kránni til
annarar og betlaði sér sjúss. Um kvöldið var hún orðin dauða-
drukkin, og sá atburður leið ekki strax úr minni. Hún gat öskr-
að, svo að engin mannleg rödd komst í liálfkvisti við hana.
Öskrið var samband af ýlfri og veini í villiketti. Það heyrðist
langar leiðir, og í hvert skipti, sem maður heyrði það, fór hroll-
ur um mann. Þegar myrkt var orðið, slagaði hún niður strætið
og öskraði. Heiðvirðir borgarar hrukku upp úr fastasvefni og
skulfu af ótta. — Einhvern veginn heppnaðist henni alltal
að ná sér í flösku áður en hún fór að soía, og flöskuna.
vafði hún örmum í svefninum. En öskrin heyrðust þangað til
hún datt útaf. Daginn eftir var alltaf runnið af henni, og hún
tilbúin að byrja á nýjan leik.
Þrátt fyrir alla sína galla var hún hjartagóð. Þegar einhver
átti í vandræðum, kom hún alltaf á vettvang. Þeg»r einhver
„háski“ var á ferðum, veikindi eða annað, var Jóhanna fyist
á vettvang. Þessvegna var hún kölluð Jóhanna háski. Ekki veit
ég hvaðan Jóhönnu-nafnið er fengið, líklega fellur það betur
saman við háski en Martha."
Þessi skrif náðu aldrei til almennings. Þjóðsagan um Jóhönnu
háska náði upp í skýin, lengra en nokkur önnur. Villti Villi
Hickok, Wyatt Earp, Tom Smith og Vísunda-Villi, öðluðust
sína frægð eftir mikla mæðu. Almenningur tók Jóhönnu háska
tveim höndum. Vilhjálmur G. Bennett, yngri, sem tók við New
York Herald eftir föður sinn, komst svo að orði: „Loksins, eftir
langa bið, hefur komið frá Villta Vestrinu raunveruleg kven-
hetja, hugrökk kona, sem stendur jafnfætis karlmönnum í skot-
fimi. Okkur hefur alltaf virzt einkennilegt, að Vestrið skuli
aldrei hafa skapað neina kvenhetju, en nú, þegar hún er fundin,
fögnum við henni ..
Fox-útgáfufyrirtækið varð fyrst til þess að gefa út bók um
kvenhetjuna. Hún hét Jóhanna háski, drottning sléttunnar.
Sagan var hörkuspennandi, Jóhanna myrti Indíánana úr ístöð-
unum frá fyrstu síðu aftur á þá seinustu, og snjóhrein ást þeirra
Villta Villa rann sem rauður þráður gegnum bókina. Hún var
talin eini eftirlifándi úr blóðbaðinu, þegar Custer hershöfðingi
var drepinn. Og í þessari sögufrægu orustu drap hún Indíánana
svo ótt og títt, að maður undraðist, hvernig nógu margir þeirra
héldu lífi til þess að vinna orustuna.
Sagan vann sér gífurlega hylli. Beadle-útgáfan, sem er stærsta
vasabókaútgáfan, beindi athyglinni að þessari nýju hetju. Óg
þessi útgáfa er aldrei með neina hálfvelgju. Hún tók við, þar
sem Vilhjálmur Crane hætti. Allri áróðursstarfseminni var beint
að Jóhönnu háska. Innan nokkurra vikna reykti allur almenn-
ingur, rfkir sem snauðir, langa vindla, sem nefndir voru: „Jó-
hanna háski!“
Rithöfundar á vegum Beadle-útgáfunnar sátu sveittir við að
koma bókinni Jóhanna háski, drottning njósnaranna, í prent-
smiðjuna. Um ]>að leyti, sem bókin kont út, fannst útgáfunni
tilvalið að efna til veglegrar farar Jóhönnu háska um austurhluta
Bandaríkjanna.
Og allt gekk ágætlega þangað til komið var til New York.
Mannfjöldinn safnaðist saman til þess að sjá hana, og bókin
rann út.
En Jóhanna háski var dauðóánægð. Hún var í nýjum reið-
buxum, þvegin og gxeidd. Þetta var nógu slæmt, þótt hún þyrfti
ekki auk þess að þola þá niðurlægingu að vera böðuð á hverj-
um degi, — eins og hún hafði líka alltaf talað um hreinlæti!
Viskí hafði ekki svo mikið sem borið fyrir augu hennar, og hún
var þéss albúin að fremja morð fyrir einn ærlegan sjúss.
Hámarki sínu náði grernja hennar, þegar sendinefnd kvenna
heimsótti hana á Cosmopolitan-Hótelið, og glansandi í framan
af ákafa baráttunnar fyrir heilögum málstað, lesti hvíta borðann
á brjóst hennar, sem merkti það, að hver sem hann bar, skyldi
aldrei framar neyta þess illa anda, rommsins.
Þegar nefndin var farin, leit Jóhanna háski á borðann, for-
mælti kröfuglega og fór í loftköstum inn á næstu veitingastofu.
Árla morguns daginn eftir bergmáluðu öskrin í henni umhverfis
hótelið.
Mönnunum, sem falið hafði verið að gæta hennar, tókst að
koma henni inn í hcrbergið og loka að lienni. Þeini veittist
fullerfitt að róa hótelstjórann, sem var engan veginn hrifinn al
öskrunum, sem bárust út ur herbergfnu.
BEADLE-ÚTGÁFUNNI leizt ekkert á frekara ferðalag, svo
að forráðamennirnir komu henni til Suður-Dakota, og skildu
við hana með þeirri frómu ósk, að hún héldi þar kyrru fyrir
að eilífu.
20 —,:CESTUR