Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 21

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 21
En Jóhanna var ekki á þeim buxunum. Frægð hennar hafði borizt til Englands, og rithöfundur nokkur kom þaðan til þess að eiga viðtal við hana. Ferðafýsnin hafði 'gripið Jóhönnu. Þegar rithöfundurinn fór, höíðu verið gerðar ráðstafanir til þess, að hún kæmi sjálf fram í London. í Times má fylgjast með Lundúnajör hennar, sem birti þegar langa og orðskrúðuga frásögn af væntanlegri för og þessu valkvendi Vestursins. Þrem dögum síðar segir Times frá jþví, að hún hafi komið fram, og hefur bersýnilega vakið almenna hrifningu. Daginn eftir átti hún að ganga á fund Viktoríu drottningar. Hvað þá átti sér stað, vita menn ógjörla, en í Times daginn eftir má finna þessa þriggja-lína setningu: „Jóhanna háski, sem nefnd hefur verið drottning sléttunnar, fer til Bandaríkjanna í kvöld frá Englandi". Þar er engin skýring gefin á því, hvers vegna svo fruntalega er hætt við fyrirhugað þriggja vikna ferðalag um England. Raddir hafa heyrzt unt villidýrsöskur í konungshöllinni. En eitt vita menn: Þegar hún var flutt til skips, var hún örvita af ofneyzlu skozks viskís. Eftir þetta kom hún aldrei frarn opinberlega. Enginn þorði að hætta á að láta hana konia fram fyrir almenning. Það fór hrollur um suma, þegar hún lýsti jiví yfir, að hún ætlaði að fara að leika. Hún kom fram í leikhúsi í St. Paul. Ekki varð j)að nein frægðarför. Hún var of ljót, engunt hæfileikum búin, og viku-drykkjuskapur batt endi á leikferil hennar. Hún lagði leið sína til Texas og lenti þar í raunverulegu hjónabandi. Brúðguminn hét Clinton Burke, og í þetta skipti gaf prestur hjónakornin saman. Síðar kom krakki til sögunnar. Jóhanna sagðist eiga hann. Vinir hennar sögðu, að barnið væri frá fyrra hjónabandi Clinton, en upp úr því slitnaði mánuði áður en hjónabandsfús kúrekinn hökti upp að altarinu ásamt Jóhönnu háska. Hjónabandið gekk á úfnum öldum hnefaleika og skammbyssu- skota við Clinton.' Það stóð nákvæmlega eitt ár. Þá liélt Jóhanna háski aftur til Suður-Dakóta og settist að í tjaldbúðum her- rnanna. Það skal henni sagt til hróss, að barnið gaf hún fjöl- skyldu í Sturgis, Suður-Dakóta. Nafn j)ess var breytt og barnið vandlega dulið uppruna sínum. Jóhanna háski var orðin 38 ára. Svallið hafði sett rnerki sín á hana. Andlitið var innfallið og hörundið hékk í skorpnum fellingum fyrir neðan beinabera hökuna. Útgefendur bókanna um hana höfðu grætt stórfé, en hún fékk ekki grænan túskild- ing. í augum flestra Bandaríkjamanna Var hún enn hetja Vest- ursins. Arin liðu, hún var tíður gestur í bæjum og herstöðvum í Suður-Dakóta og VVyoning. Hún skrifaði ævisögu sína. Kunn- ingjar hennar létu prenta hana. Hún seldi hvert eintak fyrir túkall, og |það voru einu tekjurnar hennar. í dag myndi hvaða bókasafnari sem væri greiða háa upphæð fyrir eintakið. Um aldamótin hnignaði heilsu hennar, en drykkjuskapurinn jókst að sama skapi. Þann 25. júlí árið 1900 hné hún í öngvit á stræii í bænum Spearfish og var flutt á sjúkrahús. í óráðs- köstum sínum lifði hún upp aftur ævintýrin í bókunum, sem skrifaðar höfðu verið um hana, eins og henni fyndist hún hafa raunverulega lifað atburðina. Hún kallaði á Villta Villa og bað hann að koma og hjálpa sér. Klukkan þrjú þann 23. ágúst árið 1903 féll hún í dvala og dó klukkustund síðar. BÓKAÚ LGEFENDURNIR, sem höfðu í 27 ár lifað í’ sífelld- um ótta um að hún kynni að kollvarpa þeirri dýrð, sem þeir höfðu skapað nafni hennar, fögnuðu dauða hennar ákaflega. Þeir komu af stað nýrri herferð til að auglýsa nafn hennar, gáfu bækurnar um hana út í risastóru upplagi, og síðast en ekki sízt — létu þeir grafa hana við hlið Villta Villa Hickok í kirkju- garðinum í Deadwood. En liitt er áreiðanlegt, að Villti VilJi hefur snúið sér tvisvar sinnum í gröf sinni, þegar Jóhanna háski var lögð til hvíldar við hlið hans. KEM'AfTÚR Á MORGUN ii Einhver einkennilegasta sagan, sem gerð- ist í heimsstyrjöldinni síðari, átti sér stað á suðurhluta Kyrrahafssvæðisins, og aðal- söguhetjan er japanskur flugmaður, sem bandarísku hermennirnir uppnelndu Vit- lausa-Pétur, jrví að Jjað brást aldrei, að hann lilkynnti í útvarpi sínu, hvenær hann kæmi aftur. í fyrsta skipti, sem hann flaug inn yfir eyna, kynnti hann sig: „Sælir, Kanar“, sagði hann í sendistöð sinni. ,Ég þekki ykkur til hlýtar, vegna þcss, að ég var eitt sinn leigubílstjóri í San Fransisco. Ég varð aldrei ríkisborgari, þótt ég byggi hjá vkk- ur í fimmtán ár. Ég gerði jtað gott í Bandaríkjunum“. Síðan kom hann brunandi niður og lét sprengjum rigna úr dauðafæri niður yfir menn og mannvirki. Hann var jafn grimmur og hann var heiðarlegut . Loftvarnarbyssurnar heilsuðu honum fullum rómi, en honum tókst að sleppa heill á húli, jjótt óskiljanlegt væri, jrví að flugvélin hans var öll götótt eftir kúlurn- ar. Fjórum sinnum hcllti hann sprengjun- unt yfir eyna, og í hvert einasta skipti til- kynnti hann, að hann væri á leiðinni, og sagði jafnframt, Itvenær hann myndi koma aftur. Að lokinni fimmtu sprengjuförinni til- kynnti Vitlausi- Pétur, að hann myndi koma enn einu sinni, og tiltók dag og tíma, auk Jjcss sagði hann fjölda sprengj- anna, sem hann myndi hafa meðferðis! Hann stóð við orð sín! Þcnnan dag ávarpaði hann Bandaríkja- mennina í stöð sinrii: „Ég stend alltaf við oi ð mín, ekki satt? Þið eruð ágætir strák- ar, en nú er styrjöld!“ Um leið og hann bjó sig undir að varpa sprengjunum, beindu Bandaríkjamennirnir ógurlegri skothríð að honum og skutu flugvél hans niður. Hópur hermanna hljóp allt hvað af tók að flakinu til jiess að líta á Vitlausa-Pésa! Hann var steindauður og skaddaður. En í veskintt hans fannst sönnun á íyrri orð- um hans. Þar fannst vegabréf, sem á var skrifað: „Starf: Leigubilreiðarstjóri, San Fransis- c:o, CaJifornia, 1934—39". GESTUR — 21

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.