Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 22

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 22
Ég tefli við dauðann um sjóræningjafjársjóði. Framh. af bls. 10. Stundarkorn hikaði ég. Hann hafði rétt fyrir sér. En undir kjölnum á skonnortunni beið fjársjóðurinn, sem William Phips hafði ekki heppnazt að finna — milljóna dollara virði í gulli og silfri. „Við skulum hætta á jþetta,“ sagði ég loks. Síðan fór ég í ullarfötin. Hinir fóru að koma geysistóru kafarahylkinu, sem ég ætlaði í niður, fyrir á sínum stað. Eftir að ég var kominn inn í málm- hylkið, sá ég í gegnum útsýn- isglerið ofan á hjálminum, að himinninn var orðinn dökkur og drungalegur. Hægt og hægt seig ég niður í djúpin, en skyndilega tók hraðinn að aukast — birtan utan við útsýnisglerin þvarr óðum, loftbólurnar virtust nær hver annari og stærri, og leið- in niður á botn óralöng. En kaíhylkið hélt í sífellu niður á við. Ég var í þann veginn að spyrja rafmagnsmanninn, hvað væri að, þegar ég stanzaði með snöggum rykk. „Á botni,“ tilkynnti ég sam- stundis í símann, dauðfeginn yfir því, að vera loksins kom- inn niður. „Jú. viú íörum oít í ieikhúsið, konan nún fer aðallcga til að sjá hvernig kvenfólkið í salnuni er klætt, cn ég lil að sjá hvað stúlk- arr-ar ú leiksviðinu klæðast lítiðl" 22 — GESTUR En ég fékk ekkert svar. Ég kveikti á leitarljósunum tveim. Allt umhverfis köfunar- hylkið brotnaði ljósgeislinn á svörtum klettavegg. Þetta fannst mér einkennilegt. Hafs- botninn var engu líkur, sem ég hafði áður séð. Veggirnir í stálhylkinu voru rennblautir af raka, og ég fann ofsahraðan æðasláttinn á gagnaugum mér. Hitamælirinn sýndi 72 gráður. Og sjónin, sem við augum mínum blasti, hverfur mér seint úr minni; allt umhverfis mig var grá-svart tóm, nema rétt þar, sem ljósgeislarnir gátu skorið sig í gegn. Ekkert jurtalíf sást, engir fiskar', engir kórallar — aðeins auðnarlegur, lífvana hafsbotn, þar sem köf- unarhylkið mitt hvíldi meðal ógnþrunginna neðansjávar- klettanna. Þetta var eins og að vakna á eyðimörk, sem færzt hefði í kaf. Fjarstætt. Óhugn- anlegt. Þegar ég talaði í símann, virtist röddin í mér meira að segja óeðlilega fjarræn. Þegar rafmagnsmaðurinn uppi á þil- farinu svaraði mér loksins, spurði ég, liversu djúpt ég væri kominn. Hann var harla mjóróma: „Tvö hundruð — þrjátíu — og fjóra — faðma.“ Ég hélt fyrst að súrefni hefði haft áhrif á heyrn mína, eins og svo oft kemur fyrir. „Endurtaktu tölurnar,“ sagði ég. „Tvö liundruð — þrjátíu — og — fjóra — faðma.“ „Nú ertu að ljúga,“ varð mér að orði. „Nei,“ var svarað. Tvö hundruð þrjátíu og fjóra laðma, 470 metra. Það var dýpra en nokkur maður hafði áður kafað og verið um leið fær um að athafna sig á botninum. Kafari, búinn venjulegum tækjum, þarf ekki að ætla sér að athafna sig á meira dýpi en 70 metra. Kunn- ingi minn, Gene Nohl, hafði náð heimsmeti með því að kafa 140 metra í Mich-igan-vatni. William Beebe hafði komizt alla leið niður í 1010 metra dýpi í kafkúlu sinni við Ber- múda, og Otis Barton fyrir skemmstu niður í 1300 metra dýpi úti fyrir Kalíforníu. En þeir tveir síðastnefndu voru einungis í könnunarkúlum, og voru ófærir um að athafna sig nokkuð annað en litast um, þar sem kúlurnar voru ekki búnar neinum ytri áhöldum. Ég hafði sett heimsmet í fyrsta skipti í sögunni var hægt að athafna sig á mílu- fjórðungsdýpi. Það var sann- arlega ekkert undarlegt, þótt mér hefði virzt umhverfið í- skyggilegt. Þetta voru hafdj'úp- in, lífvana og auð, þar flæddi sjórinn aðeins um steina og kletta. Köfunarhylkið mitt hafði bersýnilega, af tilviljun, smeygt sér niður í þessa djúpu neðan- sjávargjá, örmjóa, og hefði get- að verið mílu dýpri, því að gjár á hafsbotni eru iðulega þrengri og dýpri en ofansjáv- ar. Skyndilega tók spurningun- um að rigna yfir mig, og ég heyrði rafmagnsmanninn segja: „Hann er enn á lífi.“ Ég var að tryllast af örvænt- ingu. „Bjargið mér úr þessu, fljótir!" skipaði ég. „Við gerurn okkar bezta, liðsforingi," var svarað, „það getur ekki tekið langan tíma.“ Mér fannst það samt taka nógu langan tíma. Ég braut heilann um, hvað liefði komið fyrir. Svo fylltist ég skyndi- lega ofsaskelfingu urn, að ég yrði að vera þarna að eilífu. En áður en ég missti stjórn á mér, fann ég, að kippt var í stálvírinn, og aldrei hef ég orðið jafnfeginn. Lífsvonin fór báli um mig allan. Brátt var ég á uppleið. Ferð- in gekk hægt, en mér leið æ betui. En jafnvel áður en ég kom upp á yfirborðið, fann ég storminn, sem geisaði, og öldurótið. Um leið og ég skrönglaðist úr kafhylkinu, fann ég hvaða tökum óveðrið hafði tekið skonnortuna. sjórinn pískaðist upp í froðu, og himinninn virtist kolsvartur og hellti regninu í stríðum straumum yfir hafið og þilfar skonnort- unnar. Loesche skipstjóri greip í handlegginn á mér og hrópaði gegnum veðurofsann: „Tvö hundruð þrjátíu og fjórir faðmar. Þú skauzt okkur sann- arlega skelk í bringu." „Ekki síður sjálfum mér,“ öskraði ég á móti. „Hlýt að hafa lent framhjá skipsbálkun- um og niður í kóralgljúfur.“ Seinna sagði Loesche mér svo frá: „Rétt eftir að þú varst kominn útbyrðis, skall óveðrið á. Skipið tók að nötra, og mennirnir áttu í erfiðleikum með að stjórna línunni. Svo bilaði eitthvað í vindunni, og þessvegna var það, að þú fórst svona hratt niður. — Annars veit ég ekki, livað hefði gerzt, ef þú hefðir ekki stanzað ein- mitt á þessu andartaki, því að ekki voru eftir nema fimmtán faðmar á vindunni." „Nú, ég er kominn hingað," svaraði ég hlæjandi, „þetta var með í leiknum. Og sannarlega skal ég treysta köfunarhylkinu betur eftirleiðis". Ég gerði mér kátínuna upp. Þetta var ekkert gamanmál. Það var auðvelt að ímynda sér hvað hefði gerzt, þegar línan rann af vindunni. Ég fór nú í olíuklæði og hugðist fá mér kaffisopa aftur í káetu. Ég brauzt gegn veðr- inu og greip í hvað, sem hendi var næst til þess að halda mér. En óveðrið færðist sífellt í aukana og öldurnar urðu æ hærri, og gengu sjóirnir yfir mig á leiðinni aftur eftir. Við káetudyrnar nam ég sem snöggvast staðar. Ef til vill hef ég verið eitthvað ringlaður eft- ir það, sem fyrir mig hafði borið. En skyndilega valt

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.