Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 26

Vikublaðið Gestur - 01.02.1956, Blaðsíða 26
Nú liafa þau séð dagsins ljós, bjargráðin miklu til handa sjávarútveginum, Svo fór, sem vænta mátti, að öll fúlgan er sótt í vasa almennings með sköttum á neyzluvörur. Afleiðingin ört vaxandi dýrtíð, ný verkföll og skriðan heldur áfram. Fjárþörf sjávarútvegsins er talin vera einhversstaðar á milli 70 til 150 milljónir, eftir því hver túlkar málið í svipinn, og ekki getur talizt sanngjarnt að ætlazt til að þeim beri betur saman bless- unum talnafræðingunum á Alþingi. Eins og málið liggur fyrir, er ekki gott að gera sér grein fyrir, hvor hefur á réttu að standa, en gallinn á öllu hrófatildrinu er sá, að allt er þetta blekking og raunar sú stórfelldasta, sem enn hefur verið borin á borð fyrir íslenzkt fólk. Eða er ekki eitthvað grunsamlegt við það, að algerlega skuli vera neitað að leggja fram niðurstöður á rannsókn á hag útvegsins? Vissulega er réttmætt, að þeir, sem ekki vinna að framleiðslustörfum, skili því aftur, sem þeir hafa ranglega af framleiðslunni haft, en er ekki réttmæt krafa að það liggi ljóst fyrir, að svo sé? Margur mun svara: Þetta er annað mál, það er ekki hægt að gera út á íslandi í dag, þetta vita allir, sem eitthvað fylgjast með. En hver er svo sannleikurinn? Þeirri spurningu hefur oft verið varpað fram. Hvernig stendur á því, að þessir vesalings menn, sem alltaf eru að tapa á útgerð, halda sig í mörgum tilíellum ríkmannlegast af öllum þegnum þessa þjóðfélags? Þótt undarlegt megi virðast, hefur stjórnarandstaðan og vinstri flokk- arnir lítið gert til að upplýsa okkur fáfróðan almenning um þetta undarlega fyrirbrigði, og svo er annað. Það er lýðum ljóst og helzta slagorð hins frjálsa framtaks er, að ábatasamur rekstur beinlínis orsaki auknar framkvæmdir, og virðist það ekki óeðli- legt. Flins vegar mætti líta svo á, að hallarekstur og vandræði orsökuðu kyrrstöðu, og hver er svo raunin? Vesalings marg- hrjáðir útgerðarmenn og bjargvættir þjóðarinnar láta halla- rekstur ekkert á sig fá, heldur láta byggja og kaupa báta, þannig að varla líður svo dagur, að ekki sé sagt frá nýjurn bát í blöðum, og er það út af fyrir sig gleðiefni, en slík fórnarlund, sem þarna lýsir sér, er næsta torskilin, einkum nú, þar sem mælistika alls er peningar. Hver er svo hin dularfulla ráðning á fyrirbrigðinu? Hún er einfaldlega sú, að þeir, sem aðstöðu hafa til að reka útgerð á íslandi, hafa aldrei á þvi tapað og gera ekki enn i dag. Þeir þurfa eklii á neinum styrkjum að halda og mér er ekki grunlaust um, að þeir séu til, sem blátt áfram fyrirverða sig fyrir að þiggja þái. Hvernig er þá hægt að blekkja þjóðina svona? Jú, það er ósköp einfalt. Það eru teknir nokkrir einstakir bátar, sem fiska lítið, selja afla sinn upp úr sjónum næsta fiskkaupmanni eða fiskvinnslustöð, kaupa allar nauðsynjar bátsins hjá næsta kaup- manni, greiða okurvexti af öllu kostnaðarverði hans og að lokum afskrifa allt draslið verðlaust á fimm árum, þannig að viðkomandi á bátinn skuldlausan eftir fimm ár, án þess að hafa hagnazt um eyri. Ef þetta væri svona í rauninni, þá væri ekkert við því að gera á þessu stigi málsins, en sem bctur fer, og nú kemur svarið við iþví, að allmargir okkar fórnfúsu útgerðarmanna virðast ekki lifa við sult og seyru. Þess eru sem sé ótal dæmi, að það er sami maðurinn (eða sama félagið), sem rekur bátinn og tapar, en hann kaupir einnig fiskinn, hann notar bátagjaldeyririnn sinn sjálf- ur, kaupir fyrir hann vöru, leggur á hana bæði lieildsölu og smásölu álagningu. Þessa vöru selur hann svo fólkinu, sem vinn- ur við útgerðina og sí'num eigin bátum. Auk þess selur hann bátnum sínum olíu og allar nauðsynjar og leggur smávegis á allt saman. Peningarnir fara því hringi'ás urn fyrirtækið, með smáviðkomu í nokkrum reikningum, þar sem þeim er hagrætt svolítið. í sjálfu sér er ekki nema gott eitt um þetta að segja, því svona á þetta að vera, en það er aðeins, að það er þetta, sem á að leggja til grundvallar, þegar gerður er upp hagur útgerð- arinnar. Útgerðinni ber að eiga fiskinn þar til hann er seldur neytanda. Henni ber allur hagnaður, sem kann að vera af gjaldeyrinum, henni ber að fá vörur sínar á kostnaðarverði og henni ber að njóta eðlilegra viðskipta við starfsfólk sitt. Við vitum öll, að svona er þetta líka í mörgum tilfellum, en stjórnin lætur aftur augun og segir: Útgerðin er á heljarþröm. Svo að lokum ein spurning. Tökum einn útgerðarmann, t. d. Harald Böðvarsson á Akranesi, sem er atorkumikill útgerðar- maður og rekur margþættan atvinnurekstur og verzlun. Haraldur er skýr og greinagóður maður og hefur oft sett fram skoðanir sínar á ýmsu. Vill hann nú ekki hreinsa dálítið til í þessum málum og skýra þjóðinni frá, hve miklu hann tapaði í heild síðastliðið ár, ekki hve miklu hann tapaði á bátunum? Okkur er engin forvitni á því, heldur hve miklu hann tapaði á öllum sínum rekstri, sem er eins og kunnugt er allur byggður upp af útgerðinni og í beinu sambandi við hana. Ef honum tekst að sannfæra þjóðina um að hann hafi ekki til hnífs og skeiðar, þá skulum við taka bjargráðunum hans Eysteins með þögn og þolinmæði. Ef ekki væri nærri að álykta, að loks væri mælirinn fullur og stjórn vor og útgerðarmenn hefðu sannað svo ekki væri um villzt, að útgerðarmenn eigi ekki tilverurétt á íslandi, enda ættu þeir samkvæmt ritúalinu að vera lausninni fegnir. Solveig Winberg, sænsk söng- stjarna, er gengið hefur undir nafninu „Doris Day Svíþjóð- ar“, syngur í Austurbæjarbíói á „skammdegisskemmtun", er „Þorrakabarettinn" efnir til um þessa helgi. Á skemmtun- inni kemur einnig fram dans- .og söngmærin Escayola frá (Barcelona og töframaðurinn jPaul Arland, er sýnir ýmsar •„vertíðarkúnstir" með fiskum sínum. Gamanvísnasöngvar- inn Hjálmar Gíslason, jazz- kvartett Gunnars Sveinssonar og leikkonan Steinunn Bjarna dóttir, ásamt hljómsveit Bald- urs Kristjánssonar verða einn- ig á skemmtuninni, og kynnir (verður Haukur Morthens. 26 — GESTUR

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.