Hermes - 01.08.1971, Síða 18

Hermes - 01.08.1971, Síða 18
ræðna um Samvinnuhreyfmguna, hvað væri ver- ið að gera og gagnrýni á það sem mönnum fyndist miður fara. Margt fleira en það sem hér er skráð fór okkur á milli þetta kvöld og þá sérstaklega um Samvinnu- hreyfinguna. Ef karlkynið hefur verið að bíða eftir kökuuppskrift kvöldsins, þá satt að segja gleymdi ég að fá hana, en sem rauðsokka segi ég bara, að mat- reiðslubækur fást víða núorðið. Með kærri þökk til Stellu og Jenna. Vigdís Pálsdótíir Pétur Rafnsson f. 8. ágúst 1941 - d. 11. ágúst 1970 KVEÐJA Kæri vinur. Fjarri eru dagarnir, sem við áttum saman, en þó nærtækir í minningunni og raun- verulegri en margt, sem nær stendur. Eins eign- ar dauði þinn sér stað og raunveru í hinu liðna, hversu svo sem hann virtist utan við það, sem bærilegt var að vita af og skilja, er hann bar að höndum. Við kynntumst að Bifröst einn stuttan vetur og annan vetur flestum lengri, þegar litir og form sjálfsmynda leystust upp í hlutfalli við það, hvað málararnir höfðu borið í grunninn. Þá tengjast menn sterkum böndum eða engum og við tengdumst þér og komumst að raun um drenglyndi þitt og ljúfmennsku, en gáfur þínar og mannkostir nýttust okkur mörgum sem áhrifamikill skóli. Hversu mjög hefðu ekki fleiri numið þar sannindi, sem fáum er gefið að kenna, hefðu ekki veikindi lamað starfsmátt þinn hin síðari ár og að lokum leitt þig á vit dauðans. Skarð er höggvið í hópinn og okkur finnst mikils misst, þar sem þú ert horfinn, Pétur Rafnsson, en sú tvívídd vonar og vissu, að þú búir nú í veröld betri en þeirri, sem þú kvaddir, er okkur huggun og þeim, sem þekktu þig. Guð veri með þér. Bekkjarsystkin. 18

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.