Hermes - 01.12.1971, Page 7

Hermes - 01.12.1971, Page 7
gerzt í sögunni að botninn varð eftir upp í Borgar- fírði. — En nóg um það. Tvö blöð komu út af Hermes. Nóbelsblað, sem gef- ið er út sameiginlega með Samvinnuskólanum og hin venjulega útgáfa, sem nú er undir ritstjórn Guð- mundar R. Jóhannssonar. Guðmundur hefir beitt sér fyrir nokkrum breyt- ingum á blaðinu, sem eiga að verða til að gjöra út- gáfuna kostnaðarminni og færi ég honum beztu þakkir stjórnarinnar fyrir mikinn dugnað og áhuga í sínu starfi. Eins og ég gat um í síðustu skýrslu minni var á- kveðið að hefja útgáfu Árbókar, sem hefði að geyma upplýsingar um alla þá, sem verið hafa í Samvinnu- skólanum frá öndverðu árið 1918. Að undirbúningi þessa máls hafa einkum unnið þeir Reynir Ingibjartsson og Sigurður Hreiðar, sem ráðinn hefir verið ritstjóri að verkinu. Vil ég sérstak- lega þakka þeim gott starf. Gerð verður grein fyrir árbókinni hér á eftir í sérstökum dagskrárlið og mun ég því ekki ræða hana frekar. Vil ég þó geta þess að fjársöfnun er hafin að útgáfu verksins og hafa auk þeirra Reynis og Sigurðar unnið þar mikið og gott starf, þau Valgerður Gunnarsdóttir og Hrafn Magn- ússon. Þakka ég þeim mjög góð störf. Félagsheimilið Hamragarðar var vígt 3. júní s.l. Eins og áður hefur verið skýrt frá eru það fimm félög samvinnumanna, sem eru aðilar að húsinu: Nem- endasamband Samvinnuskólans, Starfsm.fél. KRON, Olíufélagsins, Samvinnutrygginga og S.Í.S. Húsverðir hafa verið ráðin hjónin Ólöf Jónsdóttir og Eiríkur Guðmundsson og vil ég lýsa þeirri skoðun minni að við höfum verið einstaklega heppin að fá að njóta starfskrafta þeirra. Með tilkomu þessa félagsheimilis er brotið blað í sögu N.S.S. Ég óska þess að hér megi starfsemi okkar blómgast og aukast að mun á ókomnum árum. Um það, hvernig bezt muni verða að nýta þetta hús, skulum við ræða hér á eftir enda svo ráð fyrir gert í dagskrá. Hússtjórn Hamragarða hefur verið kjörin og er for- maður hennar Baldur Óskarsson, en af hálfu N.S.S. á sæti í stjórninni Óli H. Þórðarson. í þessu húsi fengum við eitt herbergi til umráða fyrir okkur sérstaklega og höfum við þegar fengið í það húsgögn og vænti ég þess, að þannig sé sköpuð sem bezt aðstaða til funda- og félagsstarfs fyrir N.S.S. Mikill kostnaður er af þessum kaupum, sem ég held þó að okkur takist að kljúfa. í því efni á mestan heiður Hilmar Thorarensen gjaldkeri, sem unnið hefur mikið og gott starf fyrir okkur. í tilefni 50 ára afmælis sr. Guðmundar á Bifröst var efnt til söfnunar meðal N.S.S. félaga til kaupa á afmælisgjöf handa honum. Árangur þeirrar söfnun- ar varð sá að við afhentum honum vandað rafmagns- orgel að gjöf og bað hann mig í því tilefni að skila beztu kveðjum og þakklæti til ykkar frá þeim hjón- um. Alls voru haldnir átta stjórnarfundir og fimm full- trúaráðsfundir. Fréttabréf voru send út í tilefni þeirra og af öðrum ástæðum og væntum við þess að þau séu vel metin. Góðir fundarmenn, hr. fundarstjóri. Það er komið að lokum þes^arar skýrslu minnar. í því tilefni vil ég færa öllum meðstjórnarmönnum mínum beztu þakkir fyrir óeigingjarnt og ánægju- legt samstarf á liðnu starfsári og á sama hátt fulltrúa- ráðinu, sem er einn mikilvægasti hlekkurinn í starfi okkar. Eins þakka ég ritstj. og ritstjórn Hermes þeirra störf. Ég læt nú af störfum sem formaður N.S.S. og mun hverfa úr stjóminnk Ég vil leyfa mér persónulega að þakka ykkur öllum, félagar góðir, vinsemd og á- nægjulegt samstarf og óska ykkur öllum góðs gengis. Ég óska þess að N.S.S. megi eflast og styrkjast, ég óska ykkur til hamingju, sem nú komuð, sem nýir félagar og vona að með ykkur komi nýr og mikill þróttur í starf Nemendasambands Samvinnu- skólans. Atli Freyr Guðmundsson. 7

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.