Hermes - 01.12.1971, Page 12

Hermes - 01.12.1971, Page 12
Frúin segir: ,,Kvenmadurinn er vissulega betri helmingurirm, - allavega ekki sá verri." mín, að ýmsa þætti þess þurfi að taka til athugunar, og verður það gert. Ýmislegt fleira bar á góma um Nemendasambandið, félagslíf almennt og þjóðfélagið í heild. Það kom í ljós (sem blaðamaðurinn vissi reyndar áður), að Kristín hefur mikinn áhuga á félagsmálum og fram- kvæmd þeirra, einnig fyrir utan svið N.S.S. En ekki síður hefur hún áhuga á öðrum, en þó skyldum þátt- um þjóðfélagsmála, og skoðanir hennar eru vissu- lega ljósar og ákveðnar á því sviði. Það var því óhjá- kvæmilegt, að eftirfarandi spurning væri lögð fyrir formanninn: — Hver er í raun og veru ástæðan fyrir því, að kvenmaður hefur ekki áður verið kjörinn formaður? — Þessari spurningu er ekki auðsvarað, og þó . . . Því miður hefur það verið rótgróið í hugum fólks, að það sé karlkynið, sem bezt sé fallið til forustu í félagsmálum og athafnalífi. Þetta á ekki sízt við i Samvinnuskólanum, þar sem stúlka hefur aldrei verið kjörin skólafélagsformaður, ritstjóri Vefarans eða i Akademíuna. Skólayfirvöld þar stuðla, að mínu áliti, óbeint að þessu með því að yfirleitt er færri stúlkum veittur aðgangur að skólanum, en drengj- um. Þessi stefna, að kvenfólk hafi síður þörf fyrir menntun en karlmenn, hefur verið ákaflega áberandi í okkar þjóðfélagi fram til síðustu ára. Það hefur 12

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.