Hermes - 01.12.1971, Page 28

Hermes - 01.12.1971, Page 28
þessari keppni. Og þetta er eina keppnin sem ég man eftir hverju einasta smáatriði úr. Nú er heimsmetið í þrístökki 17.40, hvað heldurðu að það verði eftir 10 ár. — Ég geri ráð fyrir það það verði t. d. 18.20. Ég hef nefnilega trú á miklum framförum í þessari grein, það er svo margt sem hægt er að bæta, miklu meira en t. d. í langstökki. Heldurðu að hægt sé að bæta árangra endalaust? — Það fer mikið eftir greinum. Til dæmis er út- lit fyrir það núna. að ákaflega erfítt verði að bæta árangra í spretthlaupunum, en aftur á móti stöðug þróun í lengri hlaupunum. Ég á ekki von á því að tæknigreinarnar batni mikið vegna breytinga á tækni, heldur þá fyrst og fremst með því að menn verða gerðir sterkari. Það eru heilar vísindastofnanir sem vinna að því að finna kerfi til að ná sem mestum styrk og krafti úr mönnum. Þjálfunarkerfin eru gerð í tölvum og annað eftir því. Þeir geta meira að segja spáð fram í tímann, þegar einhver maður byrjar að æfa, hvaða árangri hann muni ná eftir svo og svo mörg ár. Þetta er orðin heilmikil vísindagrein. Eru þetta þá íþróttir lengur ? — Nei, þegar svona er komið, eru íþróttirnar orðnar vísindi, og íþróttamennirnir vélbrúður. Hér hættum við Karl að viðtalast, fórum og feng- um okkur kaffi hjá frú Valborgu, horfðum á bíó- myndina í sjónvarpinu og töluðum um hluti sem Hermesi koma ekki við. Því næst þakkaði ég fyrir mig, kvaddi og fór. Svo sneri ég við og kom aftur, því bíllinn var ekki kominn. Við þurftum að hringja aftur og gefa leiðbeiningar og þegar bíllinn loksins kom, var bílstjórinn orðinn svo geðvondur að hann skammaði mig langleiðina til Reykjavíkur, en ég talaði illa um ritstjórann við sjálfan mig. BRÉF AÐ NORÐAN Kæri Hermes. Okkar ágæti vinur, Guðmundur R. Jóhannsson, talaði við mig fyrir stuttu síðan og bað mig um nokkrar línur til að fita þig ögn fyrir jólin, og hér hefurðu þær. Vegna þess að við hinir norðlenzku Bifröstungar erum ekki í seilingarfæri hver við annan, tók ég þann kost, með tilliti til benzín- eyðslu og tímasóunar, að skrifa frekar fréttir af mér og mínum, heldur en taka viðtal við einhvern annan. — Verði ykkur að góðu. Þá er þar fyrst til að taka að eftir Bifrastarveru mína settist ég inn í skrifstofur Gefjunar á Akureyri og var þar i 4 ár. Spratt þá upp í mér sveitamaðurinn, og fluttist ég ásamt konu minni og tveimur sonum á æskustöðvar mínar og hóf búskap. Fæddist okkur þar þriðji sonurinn að áliðnum slætti. Eigi lánaðist búskap- urinn vel, hafis, kal, grasleysi og annað óáran herjaði þá á Norður- land, og ég gafst upp. Fór ég þá að gera öðrum það, sem flestum hefur gefist illa að gera mér. Ég fór að kenna. Er ég nú að hefja minn 5. vetur sem kennari að Árskógi og allar líkur til að ég haldi áfram á þeirri braut í næstu framtíð. Þá er frá því að segja, eð eftir mikinn fjölda uppskrifta og ráð- legginga góðra vina og kunningja fæddist okkur hjónunum mey- barn fyrir hálfu öðru ári síðan. Hefur hún verið höfuðverkur og Ijósgeisli heimilisins síðan. Þá má nefna það að væntanlega flytjum við í nýtt og rúmgott húsnæði nú um áramótin, og skal vinum og kunningjum á það bent, af gefnu tilefni, að hættulaust er að héim- sækja okkur annað slagið hingað á norðurslóðir. Væri þá ekki úr vegi að ég gæti boðið (milnst að kosti karlmönnunum) á „skak“, en ég á í félagi við skólastjórann ágæta trillu, og stunduðum við það í sumar að glepja hinn greinda og viðsjála fisk, þorskinn. Gekk það eftir atvikum vel. Vil ég nú grípa tækifærið, ágæti Hermes, og nota þig til að færa öllum Bifröstungum og öðrum góðum mönnum og konum mínar beztu kveðjur. Lifðu sem lengst. Birgir Mar. 28

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.