Hús & Búnaður - 01.05.1968, Síða 1

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Síða 1
 Hús&lÉI Búnaður 2. árg. 1968 3-4 Sumargjöf — Hi-Fi-stereo — Garðyrkjufél. ísl. — Fjölskylduráð íslands — Ibúðin okkar — Ljósmyndaþáttur — Saumaklúbburinn — Skákþátturinn o. m. fl. SUMARGJOF Við lifum naumast á brauði einu saman. Sem betur fer leitum við stöðugt að meiri fegurð og yndi til fyll- ingar í lífi okkar. En þessi leit þarf engan veginn að vera iðjuleysi eða makráðir dagar, heldur þvert á móti lifandi starf. Ekki þrotlaus barátta um yfirvinnu eða aurasnap, heldur tilbreytni við þroskandi iðju án tillits til fjárhagslegra launa. Ég hygg að við getum öll verið sammála um að það sé þetta sem við viljum kenna þörnum okkar að láta verða númer eitt í lífi sínu. Við viljum kenna þeim að njóta lífsins og bera virðingu fyrir því. En því miður gerum við okkur of litla grein fyrir því, að einnig það krefst fyrirhafnar og starfs. [ þessu riti hefur áður verið minnzt á íslenzka leikvelli. Leikvell- ir eru þarfar og raunar, að okkur finnst nú, ómissandi stofnanir. Það sem okkur þótti á vanta var að nægilega hentugum leiktækjum væri úr að velja. Við erum næm fyrir að líkamlegum þörfum barnsins sé fullnægt, þau skorti ekki föt eða fæði, en um hina andlegu þörf barnsins erum við oft furðu sljó. Barnavinafélagið Sumargjöf og fleiri slík félög, er síðar hafa verið stofnuð víðsvegar um land, hafa unnið mikið og gott verk í þágu barnamálefna. Margir hafa þar lagt hönd að verki og unnið óeigingjarnt brautryðj- endastarf. Slíkum félögum má fyrst og fremst þakka hvað gert hefur verið í þessum efnum, beint eða óbeint. öll hafa þessi félög átt við ýmsa örðugleika að etja og viljað gera betur en framkvæmanlegt var. En erfiðleik- arnir eru ekki skráðir eins skýrum stöfum og verk þau er félögin hafa hrundið í framkvæmd. Ástæða er fyrir okkur sem utanvið höfum staðið að minnast þessa. Nú hefur Barnavinafélagið Sumargjöf í undirbúningi nýja framkvæmd. Er það uppbygging leiksvæðis í landi Steinahlíðar við Elliðaár. Ef vel tekst til verður hér um algjörlega tímamótamarkandi framkvæmd að ræða. ► „Því sá sem hræðist fjallið oe: einlægt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinumegin býr. En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðar myndin, þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn.“ Þorsteinn Erlingsson.

x

Hús & Búnaður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.