Hús & Búnaður - 01.05.1968, Síða 11
Ekki þarf alltaf mikið til þess að skapa lieimili. Aðalatriðið er, að þið
séuð ánæsrð með það sem þið hafið Erert, það falli við ykkar hæfi. Óþarft
er að láta sér til hugrar koma, að ekki þurfi að srreiða fyrir margrbrotna
og efnismikla innanstokksmuni, svo áþreifanlegt sem það er. Og auknar
vinnustundir draga ykkur burt frá þægindunum heima. Hér eru líka mikl-
ir möguleikar til að breyta og auka við síðar, ef á þarf að halda.
þessi stóll sé fallegri en hinn o. s. frv. Ef við köstum
teningnum getur svo farið, að upp komi sex. En veru-
lega góðum árangri við skipulagningu á heimili er ekki
hægt að ná nema með því að þekkja þau lögmál, sem
hún lýtur, og fylgja þeim. Fyrsta skilyrðið er því að
skipuleggja heimilið eða gera áætlun fyrir það. Að sjálf-
sögðu væri bezt að teikna íbúðina, að minnsta kosti
í aðalatriðum, á blað. Auðvelt er að gera það í réttum
hlutföllum, ef notaður er rúðustrikaður pappír. Við þurf-
um að finna samræmi hinna ýmsu hluta, við þurfum
að fella þá að viðfangsefnum heimilisins, og við þurfum
að láta þennan uppdrátt samræmast háttum þess fólks,
sem þar býr og því lífi sem það kann að lifa þar. Ekki
einungis í dag og á morgun, heldur alla daga, allar
stundir sem við og húsið eigum að vera eitt.
Naumast er um það að ræða, að tvær fjölskyldur
lifi sama lífi. Sama húsnæði og skipulagning þess hent-
ar þeim því ekki heldur. Munurinn getur verið misjafn-
lega mikill. Með aukinni verkaskiptingu í þjóðfélaginu
og breytilegum aðstæðum eykst þessi munur. Við þurf-
um því að gera ráð fyrir að geta síðar gert æskilegar
breytingar, ef á þarf að halda. En því meiri húsgögn
sem fyrir eru í íbúðinni verður þetta erfiðara, og þeim
mun minna frjálst athafnasvæði fæst. Börnin þurfa
einnig sitt svæði. Betra er að úthluta þeim ákveðnum
stað þar sem þau eiga auðveldara með að finna sig
heima og eru ekki eins háð ströngustu kröfum varð-
andi fingraför og bletti. Þess skyldi líka gætt, að efnis-
valið fari eftir þeim viðfangsefnum, sem um er að ræða
á hverjum stað. Annað hentar t.d. barnmörgum fjöl-
skyldum en einhleypu fólki. í nútíma þjóðfélagi eiga
margvísleg viðskipti sér stað og munu fara í vöxt. Á
flestum heimilum er því nauðsynlegt að hafa ákveðinn
stað, þar sem hægt er að sinna viðskiptamálum heim-
ilisins og jafnvel einhverjum af þeim störfum, sem við
stundum. Slíkt venur fólk á að fylgjast betur með út-
gjöldum og áætlunum sínum og svarar í flestum tilfell-
um kostnaði. Við skulum minnast þess, að heimilið er
fyrst og fremst staður til þess að sinna málefnum þess,
og sú mun líka verða raunin, að gestir okkar dást engu
síður að því heimili sem þannig er úr garði gert, en
hinu sem aðeins er sýnishlutur.
Umgangur um húsið fer mikið eftir þeim áhugamál-
Jafnvægi og festa. Veitið athygli hversu uppröðunin er í miklu jafnvægi.
Það cr að vísu ekki nauðsynlegt að allt sé svona slétt og fellt, en við
verðum samt að gæta þess að ringulreið skapist ekki við uppröðunina.
Ekki líti út eins og húsgögnunum hafi verið kastað af hendi á eftir eigin-
manninum þegar hann kom kenndur heim.