Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 17

Hús & Búnaður - 01.05.1968, Page 17
Smelti, eða emalering, er eldgömul listgrein, sem barst frá Austurlöndum með krossförunum til Evrópu. Hún er aðallega fólgin í eftirfarandi: 1. Gerð glerefnis til þess að festa við málm, og þarf það S M E LTI við kælingu að dragast jafn mikið saman og málm- urinn. 2. Litun glerefnisins með mismunandi litum. 3. Undirbúningsvinna við málminn fyrir emaleringuna. 4. Emaleringin borin á málminn. 5. Brennsla. 6. Fínpússning. 7. Málun á emaleringuna. Emalering er glerefni, sem getur verið mismunandi að gerð og litun. Það fæst a.m.k. erlendis framleitt af sér- stökum verksmiðjum. Sem undirlag er venjulega notaður kopar, brons, silfur eða gull. Ekki vitum við hversu margir hér á landi hafa lagt stund á þessa iðju, en okkur er kunnugt um þýzka stúlku, sem setzt hefur að hér á landi og gert þetta að listgrein sinni. Hún heitir Anne Liese Schmandt. Einkanlega hefur hún fengizt við smáa hluti svo sem öskubakka, nælur, festar, hnappa og öskjur. Mótar hún á þetta hinar list- rænustu myndir og munstur. Ekki munu launin samt vera í réttu hlutfalli við fyrirhöfnina, sem er ótrúlega mikil nákvæmnisvinna. Anna Liese vinnur sinn fulla vinnu- dag, en hverfur til þessa áhugaverks síns þegar frístundir gefast. Nokkuð hefur hún þó selt af þessum munum sín- um, og munu þeir vera til sýnis og sölu hjá íslenzkum heimilisiðnaði, Laufásvegi 2. Meðfylgjandi myndir eru teknar af nokkrum verka hennar.

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.