Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Blóðbankabíll í færri ferðir  Rannsóknir benda til þess að blóðbankabílar séu þjóðhagslega hagkvæmir  Um 20-25% blóðgjafa á Íslandi í Blóðbankabíl á móti 60-90% í nágrannalöndum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ferðum Blóðbankabílsins fækkaði um 12,2% í fyrstu tíu mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Fór hann í 74 ferðir í fyrra ári en 65 á þessu ári. Þetta kemur fram í starfsemi-upplýsingum Landspítalans fyrir janúar til októ- ber á þessu ári. „Við höfum því miður þurft að stilla ferðum bílsins í hóf meira en við hefðum viljað. Við erum ein- faldlega ekki mönnuð til að halda starfseminni gangandi fimm daga vikunnar eða 52 vikur á ári,“ segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Fyrir hrun hafi verið áform um að fjölga ferðum bílsins en nú er hann aðeins notaður tvo virka daga í viku. Þá hafi ekki verið hægt að reka bílinn í einar 6-8 vikur á sumrin. Segir Sveinn að rannsókn- ir á kostnaði við blóðgjafir bendi til þess að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að blóðbankabílar komi til blóðgjafa frekar en að hinir síð- arnefndu komi sér í blóðbanka. „Þegar horft er til framtíðar get- ur það verið skynsamlegt fyrir okkur að styrkja starfsemi bílsins,“ segir Sveinn. Í nágrannalöndunum er allt frá 60-90 prósent blóðhluta safnað í bílum en hér á landi er það hlutfall aðeins á bilinu 20-25 prósent að sögn Sveins. „Við viljum auka þetta hlutfall en til þess þyrftum við bæði rekstr- arfé fyrir bílinn og að geta bætt mönnun okkar. Það hefur ein- faldlega ekki verið borð fyrir báru í niðurskurði síðustu ára hvað það varðar.“ Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2012 verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag. Frumvarp að fjárhagsáætl- uninni var lagt fram á fundi borgarráðs á laugardaginn var. Mikill trúnaður ríkti um innihald áætlunarinnar. Engu að síður mátti sjá í fundargerð borgarráðs tillögur borgarstjóra um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu. Hann leggur m.a. til að fasteigna- skattur af íbúðarhúsnæði verði 0,2% sem er lækkun úr 0,225% fast- eignaskatti nú. Fasteignamat í borg- inni hefur hækkað svo krónutalan á að verða svipuð. Lóðarleiga fyrir íbúðahúsalóðir hækkar hins vegar talsvert eða í 0,2% af fasteignamats- verði lóðar en er nú 0,165%. Álagningarhlutföll fyrir annað húsnæði og lóðir eru óbreytt. Tekjumörk elli- og örorkulífeyr- isþega vegna lækkunar fasteigna- skatts 2012 eru óbreytt frá 2011. gudni@mbl.is Lóðaleiga íbúðahúsa hækkar  Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2012 lögð fram í dag Margt ber að varast í skammdeginu og ekki síst í umferðinni. Hvasst var á köflum í Reykjavík í gær og áttu sumir í vandræðum í rokinu. Hugsanlega hefur þessum hjólreiðamanni þótt nóg um lætin og ákveðið að ganga spottakorn með fákinn sér við hlið. Leyfir hjólfáknum að hvíla sig Morgunblaðið/RAX Um átta þúsund virkir blóð- gjafar eru á Íslandi og gefa þeir blóð í Blóðbankanum, á Akur- eyri og í Blóðbankabílnum. Gef- ur hver þeirra blóð um 1,5-1,7 sinnum á ári. Blóðbankinn fagnaði 58 ára afmæli sínu í gær en hann var stofnaður hinn 14. nóvember árið 1953 við Baróns- stíg. Þúsundir blóðgjafa BLÓÐBANKINN 58 ÁRA Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. OKKAR ÁRLEGA RÝMINGARSALA STENDUR YFIR Í BÆJARLIND 6 Aðeins frá 15.-22. nóvember HREINLÆTISTÆKI Andri Karl andri@mbl.is Gróflega má áætla að tekjutap rík- issjóðs af völdum svartrar starf- semi geti verið á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarðar króna árlega. Er þá miðað við að umfang svarta hagkerfisins sé um 15,6% eins og það var að jafnaði á árunum 1999- 2007. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Til að svara um heildartapið vitnar fjármálaráðherra í nýlega rannsókn hagfræðinga sem tengj- ast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í henni var lagt mat á umfang svartrar en jafnframt löglegrar efnahagsstarfsemi í 162 löndum, og var Ísland þar á meðal. Neð- anjarðarhagkerfið svonefnda er að auki skilgreint. „Um er að ræða skipulagða starfsemi sem vísvit- andi er haldið leyndri frá opinber- um aðilum til að forðast greiðslu skatta og opinberra gjalda, en einnig til að þurfa ekki að uppfylla ýmis önnur skilyrði, á borð við lág- markslaun og öryggisstaðla.“ Stærra á öðrum Norðurlöndum Meðal ríkja OECD nam stærð svarta hagkerfisins 17,1% að með- altali, það var 17,7% í Danmörku, 18,7% í Noregi og 18,8% í Svíþjóð. Hér á landi var það sem áður segir 15,6% og vakti athygli að hlutfallið hafi haldist stöðugt á umræddu tímabili. Þá er tekið fram að beint tap samfélagsins sé meira en sem nemur tekjutapi í ríkissjóð. „Þann- ig tapa einnig sveitarfélög, lífeyr- issjóðir og fleiri, sem og launþegar í formi skertra réttinda á vinnu- markaði.“ Þá geti svört starfsemi haft skaðleg áhrif á samkeppni. Þrjátíu til fimmtíu millj- arða tekjutap ríkissjóðs  Gríðarlegir fjármunir í neðanjarðarhagkerfinu svonefnda Fyrirspurnin » Lúðvík Geirsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar, spurði fjármálaráðherra út í svarta atvinnustarfsemi og umfang skattsvika. » Í rannsókn sem gerð var reyndust 12% starfsmanna hjá um tvö þúsund rekstraraðilum með undir 1 milljarð króna í ársveltu vinna svart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.