Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í fyrra urðu sjö banaslys í ferða- þjónustu hér á landi, 136 banaslys teljast á árabilinu 2000-2010. Flest- ir létust í umferðarslysum en næstflestir við útivist eða afþrey- ingu samkvæmt tölum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. Að meðaltali hefur rúmlega eitt bana- slys átt sér stað í ferðaþjónustunni á mánuði síðustu tíu ár. Í kjölfarið á banaslysinu sem varð á Sól- heimajökli í síðustu viku hafa margir velt fyrir sér öryggi ferða- manna hér á landi og hvernig upp- lýsingum um hættur náttúrunnar er komið til þeirra. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að það sé alltaf að verða erfiðara og erfiðara að koma upplýsingum til ferðamanna því í dag er svo hátt hlutfall sem kemur hingað á eigin vegum. „Þegar fólk er á eigin vegum þarf að treysta því að það sæki sér upplýsingar. Það er aðalíhugunarefnið hvernig hægt er að koma þessum upplýs- ingum til allra, sama hvernig þeir koma til landsins,“ segir Erna. „Áhyggjuefnið og vandinn eru ferðamenn sem hvorki hlusta né fara eftir ráðum. Þeir virðast vera allt of margir og hópur sem er mjög erfitt að ná til. Við erum allt- af að velta fyrir okkur hvernig er hægt að vekja fólk til vitundar um hversu hættulegt Ísland getur ver- ið.“ Samtök ferðaþjónustunnar vinna nú, ásamt fleirum, að gerð frumvarps að nýjum lögum um skipan ferðamála þar sem gerðar eru mun ríkari öryggiskröfur til ferðaskipuleggjenda. Neyðarsendar í bílaleigubíla Ólína Þorvarðardóttir alþingis- maður tók öryggismál ferðamanna upp á fundi umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis í gærmorg- un. „Við ákváðum að halda fund um öryggi ferðamanna og kalla til viðræðna við okkur ferðaþjón- ustuna, Landsbjörg, bílaleigur og fleiri aðila. Við erum að velta fyrir okkur hvort nefndin geti tekið frumkvæði í þessu máli og komið á virkri hugmyndavinnu varðandi það hvernig má auka öryggi ferða- manna, sérstaklega þeirra sem eru á eigin vegum,“ segir Ólína en það eru einmitt þeir ferðamenn sem hafa aðallega verið að fara sér að voða. Þeir taka oftast bíla á leigu og segir Ólína því auðveldast að nálgast þá í gegnum bílaleigurnar. Hún hefur viðrað þá hugmynd að bílaleigur bjóði ferðamönnum upp á að fá svokallaðan neyðarsendi í bílinn. „Þetta er lítið handhelt tæki með staðsetningarbúnaði og það þarf aðeins að ýta á einn takka svo neyðarsending fari af stað. Bíla- leigurnar ættu að geta fjárfest í nokkrum svona tækjum og boðið ferðamönnum að hafa með sér með fyrirmælum um að hafa tækið á sér ef þeir hyggja á útivist.“ Ólína segir ferðamannastraum- inn hingað vera að þyngjast og mikilvægt að gera öryggisráðstaf- anir. Við hljótum að vilja gera allt til að stemma stigu við manntjóni. Þarf að stýra ferðamönnum Ein af nýjungunum til að auka öryggi þeirra sem hingað koma er vefurinn Safetravel.is sem var opn- aður fyrir einu og hálfu ári. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg seg- ir vefinn hafa bætt upplýsingaflæði til ferðamanna mikið. Þeir hafi skilað inn ferðaáætlunum í tugatali í sumar og prentað út upplýsingar. „Vefurinn er enn ungur og ferða- menn hér eru mörg hundruð þús- und svo enn erum við ekki að ná til nema brots af þeim. Það þarf nokkur ár í viðbót til að ná góðri fótfestu.“ Jónas segir aðstæður hér á landi sérstakar og oft sé erfitt fyrir fólk frá öðrum löndum að átta sig á þeim. „Við hömrum stanslaust á tveimur atriðum; að skilja eftir ferðaáætlun og skoða veðurspá. En það er mikilvægt að hafa í huga að sumum slysum verður ekki afstýrt sama hvað er hamrað á hættunum. Ofmat á eigin getu og vanmat á að- stæðum leiðir fólk oft í hættur.“ Spurður út í merkingar á ferða- mannastöðum segir Jónas þær víða mjög góðar en þær séu ekki á nógu mörgum stöðum og ekki nógu samhæfðar. „Stjórnvöld þurfa að marka stefnu og búa til rammann, t.d. með svæðisstýringu göngu- leiða. Hér er ekkert farið að stýra ferðamönnum og líklega enn nokk- ur ár í að við komumst á þann stað.“ Morgunblaðið/Golli Ferðamenn Erfitt er að koma upplýsingum um hættur til þeirra sem ferðast hingað til lands á eigin vegum. Of margir sem ekki hlusta  Erfitt að ná til ferðamanna sem koma á eigin vegum  Ofmeta eigin getu og vanmeta aðstæður  Mikilvægt að skilja eftir ferðaáætlun og skoða veðurspá Banaslys í ferðaþjónustu árin 2000-2010 Umferðarslys Útivist/afþreying Sjór/vatn Vélsleðar/fjórhjól Flugslys Jeppar á hálku/jökli 56% 23% 6% 7% 6% 2% Fjöldi banaslysa í ferðaþjónustu á ári 20 0 0 20 0 1 20 0 2 20 03 20 0 4 20 0 5 20 0 6 20 07 20 0 8 20 0 9 20 10 15 19 18 13 15 8 16 12 7 6 7 Vegna umræðu um varúðarskilti við Sólheimajökul vill Slysavarna- félagið Landsbjörg taka fram að slíkt skilti er við jökulinn. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að skiltið var sett upp fyrir tveimur árum að frumkvæði og á kostnað Íslenskra fjallaleið- sögumanna í samvinnu við Slysa- varnafélagið Landsbjörg. Á skiltinu stendur á íslensku og ensku: „Varúð! Jökullinn getur ver- ið hættulegur. Vinsamlegast farið ekki á jökulinn án viðeigandi bún- aðar og þekkingar, helst í fylgd jöklaleiðsögumanns.“ Varað við hættunum  Sett upp að frum- kvæði ferðaþjónustu Hætta Skiltið er við jökulinn. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson stóð á flutningi íslenska hestsins til landsins. Í skýrslu sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið árið 2009 um mark- aðssetningu íslenska hestsins er- lendis segir að hrossaverslun hafi glæðst á 19. öld og þá hafi umtals- verður fjöldi hrossa verið fluttur út frá Íslandi sem vinnuhestar en sá útflutningur lognaðist út af eftir að véltæknin ruddi sér til rúms í námugreftri og víðar. Hrossin voru meðal annars seld til Bretlands þar sem þau nýttust við námagröft. Þar eð mikil samskipti voru á milli Bretlands og nýlendunnar Ástr- alíu má leiða að því líkur að ís- lenski hesturinn hafi farið þá leið inn í landið. Erfitt getur þó verið að slá slíku föstu. Andri Karl andri@mbl.is Íslenski hesturinn nýtur sífellt meiri vinsælda í Ástralíu, en í land- inu eru nú um eitt hundrað slík hross. Þeirra flest á hrossarækt- andinn Amy Haldane sem býr í Viktoríufylki. Hún hefur alloft komið hingað til lands til hesta- kaupa en þá fyrstu keypti hún þó frá Danmörku. Ástralska vikuritið Weekly times ræðir við Amy um endurkomu ís- lenska hestsins í Ástralíu en sam- kvæmt því sem hún segir, og vísar til heimilda sinna, komu fyrstu ís- lensku hestarnir til landsins árið 1863. Hún segir hins vegar engar heimildir um hvað orðið hafi um þau hross, né heldur skýrir hvernig Til Ástralíu árið 1863  Vinsældir íslenska hestsins aukast Amy Haldene segir í samtali við ástralska vikuritið Weekly tim- es, að hún fái símtöl og tölvu- pósta hvaðanæva frá Ástralíu og víðar, þar sem fólk bið- ur um að fá að sjá ís- lensku hestana og fara á bak. Í umfjöll- uninni segir einnig að vík- ingarnir ís- lensku hafi líklega verið litlir, kubbslegir ræn- ingjar, ef marka má stærð íslenska hests- ins. Mjög vinsæll KUBBSLEGIR RÆNINGJAR Útlit er fyrir að starfsemi Vinjar, athvarfs fyrir fólk með geðrask- anir, verði haldið áfram. „Það er bjart framundan, finnst okkur. Við höfum mætt jákvæðum viðbrögð- um,“ segir Þórdís Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinjar. Málefni Vinjar verða tekin fyrir á fundi velferðarráðs Reykjavíkur- borgar á fimmtudag. Tilkynnti Björk Vilhelmsdóttir, formaður ráðsins, við setningu skákmóts sem hollvinafélag Vinjar hélt í gær að ráðið hefði fullan hug á að tryggja áframhaldandi rekstur. Þá fékk hollvinafélagið eina milljón króna afhenta að gjöf frá Actavis. Bjart fram- undan hjá Vin Morgunblaðið/Golli Styrkur Actavis gaf milljón kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.