Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Auðvelda á erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi og rýmka skal heimildir erlendra aðila til fjárfestinga í orkugeira og sjáv- arútvegi. Þetta kemur fram í drög- um málefnanefndar að ályktun um atvinnumál, sem lögð verða fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst næstkomandi fimmtu- dag. Hluti hlutabréfa Landsvirkj- unar verði skráð á markaði „Skrá skal á hlutabréfamarkað hluta hlutabréfa Landsvirkjunar (svokölluð norsk leið). Andvirðið getur hvort heldur verið nýtt til að greiða niður opinberar skuldir eða sækja fé til arðbærra fjárfestinga,“ segir einnig í ályktunardrögunum. Drög að ályktunum málefna- nefnda hafa nú verið birt á heima- síðu Sjálfstæðisflokksins. Í at- vinnumálatillögunum segir að lykilforsenda þess að fyrirtæki séu reiðubúin til að fjárfesta hér sé að stöðugleiki ríki í efnahags- og stjórnmálum. Mikilvægt sé að póli- tísk óvissa minnki. Treysta ber varnarsamstarfið við Bandaríkin Ítrekuð er sú stefna í drögum að ályktun um utanríkismál að Sjálf- stæðisflokkurinn telji að hagsmun- um Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusam- bandið (ESB), „og styður því ekki aðildarviðræður ríkisstjórnarinnar. Samstarfinu við ESB er best við- haldið og það eflt á grundvelli EES-samningsins,“ segir þar. Ekki er tekið fram í drögunum hvort hætta eigi aðildarviðræðun- um við ESB en minnt er á að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi varað við því að hafnar yrðu aðildarviðræður án þess að ákvörðun um að óska eftir aðild væri tekin á grundvelli breiðrar samstöðu í samfélaginu. Segir þar ennfremur að viðræð- urnar séu nú í ógöngum á ábyrgð klofinnar ríkisstjórnar til málsins. Í drögunum er áhersla lögð á að varnir landsins verði áfram best tryggðar með aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. „Þá telur Sjálfstæðisflokkurinn að treysta beri varnarsamstarfið við Bandaríkin svo tryggt sé að varnir landsins séu ávallt í samræmi við þarfir hverju sinni,“ segir þar. Sjávarútvegur fái starfsfrið Í kafla um sjávarútvegsmál segir að byggja eigi áfram á aflamarks- kerfinu með framseljanlegum afla- heimildum. Mikilvægt sé að sem víðtækust sátt náist um fiskveiði- stjórnkerfið, þannig að atvinnu- greinin fái starfsfrið til langs tíma. Eru settar fram nokkrar tillögur, m.a. um að sett verði ákvæði í stjórnarskrá, þar sem þær nátt- úruauðlindir sem nú eru taldar í þjóðareign, þ.m.t. fiskistofnar í ís- lenskri lögsögu, verði lýstar þjóð- areign. Afnot af þeim verði gegn gjaldi sem renni í ríkissjóð. „Gerðir verði afnotasamningar við núver- andi fiskveiðiréttarhafa. Samnings- tími taki mið af öðrum afnotasamn- ingum, sem til dæmis verða gerðir við þá er nýta orku í eigu ríkisins.“ Rýmka fyrir fjárfestingar Morgunblaðið/Kristinn Já eða nei Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á fimmtudaginn og stendur til sunnudags. Málefnanefndir hafa nú skilað af sér drögum að ályktunum í fjölmörgum málaflokkum, sem lögð verða fyrir landsfundinn til afgreiðslu.  Styðja ekki aðildarviðræður við ESB  Vilja víðtæka sátt í sjávarútvegi og afnotasamninga við veiðiréttarhafa  Samningstími taki t.d. mið af orkunýtingu Af þeim rúmlega sextíu málum sem vísað hefur verið til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara á árinu eru fjögur enn óleyst. Til viðbótar er ósamið í nokkrum deilum sem ekki hefur verið vísað til sáttasemjara en í heildina hafa kjarasamningar verið gerðir fyrir meginþorra launþega í landinu. Samtök atvinnulífsins hafa lokið öllum samningum, ef frá eru taldir örfáir samningar í flugþjónustu, við lyfjafræðinga og starfsmenn í ferju- rekstri. Kemur þetta fram í yfirliti ríkissáttasemjara. Ríkið hefur lokið samningum við langflesta viðsemj- endur sína. Þó eru níu samningar ógerðir við starfsmenn á skipum Hafrannsóknarstofnunar, hjá Land- helgisgæslu og Þjóðleikhúsi. Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa lokið öllum samningum. 190 samningar gerðir Í heildina hafa verið gerðir tæp- lega 190 kjarasamningar, sam- kvæmt skráningu hjá ríkissátta- semjara, en þangað á að senda afrit af öllum samningum sem gerðir eru. Á árinu hefur 61 kjaradeilu verið vísað til sáttameðferðar hjá ríkis- sáttasemjara. Sum málin hafa komið oftar en einu sinni inn á borð sátta- semjara, eftir að samningar hafa verið felldir. Öll eru málin leyst að fjórum frátöldum. Það eru mál Sjó- mannafélags Íslands og Félags skip- stjórnarmanna vegna starfsmanna á skipum Hafrannsóknarstofnunar- innar og Félags vélstjóra og málm- tæknimanna vegna vélstjóra á Herj- ólfi. Þá felldu flugvirkjar hjá Atlanta samning sem búið var að gera og er það mál aftur komið til ríkissátta- semjara. Samninganefndirnar hafa verið boðaðar til fundar á morgun. helgi@mbl.is Fáeinum samn- ingum ólokið  Samið fyrir meginþorra launþega Sjaldan eða aldrei hef- ur jafn mörgum mál- um verið vísað til rík- issáttasemjara. Búið er að leysa öll málin að fjórum frátöldum. Magnús Pétursson Í drögum málefnahóps Sjálfstæð- isflokksins að ályktun um velferð- armál, sem unnin hafa verið fyrir landsfund flokksins um næstu helgi, er lögð áhersla á að fólk hafi val um starfslok og geti tengt þau starfsgetu og útgreiðslu líf- eyris hjá almannatryggingum og lífeyrissjóðum. „Þannig geti fólk allt frá 60 ára aldri valið að hætta störfum. Fólk með starfsgetu og vilja til að halda áfram launuðu starfi geti gert það með samkomulagi við vinnuveitanda og unnið sér í stað- inn inn meiri rétt hjá lífeyris- sjóði.“ Val að hætta störf- um frá 60 ára aldri „Fæðingarorlofssjóður verði byggður upp á ný án hámarks á greiðslur, sem hefur eyðilagt upp- haflegan tilgang hans,“ segir í drögum að ályktun um velferð- armál sem unnin hafa verið fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þar segir að tilgangur fæðing- arorlofs sé að gera karla jafndýra og konur frá sjónarhorni fyrir- tækja og stuðla þannig að jafnrétti kynjanna, auk þess að stuðla að samvistum nýbakaðra feðra við börn sín. Í drögunum kemur fram að greiðsluþátttaka í heilbrigðis- kerfinu sé óskiljanleg og óréttlát. Skoða verði hvað falla eigi innan kerfisins og eru tannlækningar sagðar vera þar efst á blaði, sér- staklega tannlækningar barna. Ekki hámark á fæð- ingarorlofsgreiðslur „Efla þarf löggæslu í landinu, t.d. með því að styrkja sérsveitina og skoða þann möguleika að almenn- ingur geti tekið þátt í varaliði lög- reglu,“ segir í ályktunardrögum um innanríkismál fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Í umfjöllun um stjórnskipunar- mál segir m.a. að styrkja verði stöðu löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu þannig að al- þingismenn gegni ekki ráðherra- dómi samhliða þingsetu. Í umfjöllun um nýtingu nátt- úruauðlinda segir að hagkvæm nýt- ing þeirra til framtíðar verði best tryggð með því að nýtingar- og af- notarétturinn sé í höndum einka- aðila. Almenningur geti verið í varaliðinu „Stefnt skal að því til framtíðar að flatur skattur verði að hámarki 15% á tekjur einstaklinga, lögaðila og á fjármagnstekjur,“ segir í drögum að ályktun málefnanefnd- ar fyrir landsfund Sjálfstæðis- flokksins, þar sem settar eru fram fjölmargar tillögur og aðgerða- áætlun í efnahags- og skatta- málum. Þar segir að allsherjar þjóð- arsátt og samræmd stefna í fjár- málum ríkisvalds og peninga- málastofnana þurfi „að vera hliðstæð skilyrði og Maastricht- skilyrðin þar sem verðbólga, lang- tímavextir, afkoma ríkissjóðs og heildarskuldir eiga að vera sam- bærileg og þekkist í helstu við- skiptalöndum Íslands. Með agaðri efnahagsstjórn er unnt að draga úr vægi verðtryggingar. Íslend- ingar verða að geta skipt um gjald- miðil eftir 3-5 ár ef þeim sýnist svo. Leggja þarf fram tímasetta áætlun um hratt afnám gjaldeyr- ishafta,“ segir þar m.a. Í drögunum segir að ríkisútgjöld hafi aukist um of á vakt Sjálfstæð- isflokksins og því þurfi nú að leið- rétta útgjöld hins opinbera. Er m.a. lagt til að dregið verði úr nið- urgreiðslum. Þá er lagt til að rekstrarformum í skólakerfinu og heilbrigðisgeiranum verði fjölgað. Þá eru settar fram tillögur um að bein erlend skuldsetning sveit- arfélaga verði lögð af, þrepaskipt- ing tekjuskatts og lágmarksútsvar verði afnumin. ,,Leggja ber niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í nú- verandi mynd,“ segir ennfremur. Flatur skattur að hámarki 15% GETI SKIPT UM GJALDMIÐIL EFTIR 3-5 ÁR EF SÝNIST SVO Í gær var alþjóðlegi sykursýkisvarnardagurinn og af því tilefni buðu Lionsklúbbar víða um land upp á fríar blóðsykursmælingar. Í áratugi hefur Lionshreyfingin unnið að því að fræða fólk um sykursýki og finna þá sem ganga með dulda sykursýki, en talið er að hunduð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Um 4.700 manns hafa greinst með sykursýki hérlendis. Þar af eru um 4.200 með insúlínóháða sykursýki, sem er al- gengari hjá eldra fólki og þeim sem eru of þungir. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Blóðsykurinn mældur víða um land Alþjóðlegi sykursýkisvarnardagurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.