Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 10. nóvember. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmss. – Magnús Halldórss 422 Jón Þór Karlss. – Birgir Sigurðss. 358 Valdimar Ásmundss. – Björn Péturss. 353 Björn Svavarss. – Tómas Sigurjónss. 347 Árangur A-V: Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 360 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 355 Sigtryggur Jónss. – Jón Hákon Jónss. 354 Óli Gíslason – Einar Einarsson 351 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 13/11 var fyrsta kvöldið í fjögurra kvölda tvímenningskeppni. Spilað var á tíu borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Vigfús Vigfúss. - Jakob Vigfússon 298 Ólöf Ólafsd. - Lilja Kristjánsd. 257 Ragnar Haraldss. - Berhard Linn 239 Austur/Vestur: Björn Arnarson - Jörundur Þórðars. 280 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 268 Snorri Markúss. - Ari Gunnarsson 242 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Sveitakeppni eldri borgara í brids Sveitakepni eldri borgara í Reykjavík og Hafnarfiði var haldin í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, 11. nóvember. Spilað var á 20 borðum þar sem keppt var um farandbikar sem Hafnarfjarðarbær gaf til keppninnar í tilefni af 100 ára afmæli bæj- arins 2007. Að þessu sinni unnu Reykvíkingar með 157 stigum gegn 138 stigum Hafnfirðinga og halda því bikarnum hjá sér næsta árið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Elsku afi. Nú ert þú fallinn frá en góðar minningar um þig og okkar samverustundir lifa áfram. Við minnumst ótal ferða með þér um Ísland þar sem þú kynntir okkur fyrir náttúru landsins eins og þér var einum lagið. Þér tókst með þessum ferðum að kenna okkur að meta landið okkar og fegurð þess, sem er arfleifð sem við munum vonandi geta kynnt afkomendum okkar. Það var mikill dugnaður sem einkenndi þig sem við bræðurnir urðum vitni að og varð okkur til fyrirmyndar til framtíðar. Sem dæmi má nefna þegar þú og pabbi byggðuð stóran hluta af Sigurður Emil Ágústsson ✝ Sigurður EmilÁgústsson fæddist að Berg- staðastræti 28 í Reykjavík 29. jan- úar 1921. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 29. október 2011. Útför Sigurðar fór fram frá Hall- grímskirkju 11. nóvember 2011. æskuheimili okkar nánast með berum höndum. Sem krakkar langaði okkur alltaf að vera jafn miklir töffarar og þú þegar þú varst í lögreglu- búningnum á mót- orhjólinu. Barátta þín fyrir bættu um- ferðaröryggi var þér mikið hjartans mál sem samfélagið mun njóta góðs af til framtíðar. Til að lýsa þér í nokkrum orðum eru það orðin dugnaður, heilbrigt líferni og reglusemi sem lýsa þér best. Við horfðum alltaf mikið upp til þín og erum þakklátir fyrir að hafa átt þig sem afa og haft þig sem fyrirmynd. Vonandi munum við geta lifað okkar lífi eftir þeim góðu gildum sem þú lifðir eftir. Njörvasund og það heimili sem þú og amma byggðuð upp mun ávallt eiga sérstakan stað í okkar hjarta. Blessuð sé minning þín. Sigurður Valgeir Guðjónsson og Sveinn Heiðar Guðjónsson. Ég kveð hann afa minn Ósk- ar eða Ó-a eins og hann var gjarnan kallaður með söknuði því mikið afskaplega þótti mér vænt um hann. Það var alltaf gott að koma til afa og ömmu og þær eru margar skemmti- legar minningarnar sem ég á úr Ártúninu þegar ég dvaldi þar í góðu yfirlæti. Margar ferðirnar ferðaðist ég austur yfir heiðina með þér, afi minn, á mjólkurbílnum og alltaf var maður kvaddur með „smá aur, væni“. Afi Ó-i var einstakur maður sem var ávallt samur við sig, hann hugsaði gríðarlega vel Óskar Böðvarsson ✝ Óskar Böðv-arsson fæddist í Garðbæ í Grinda- vík 26. mars 1923. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 4. nóvember 2011. Útför Óskars fór fram frá Selfoss- kirkju 11. nóv- ember 2011. um allt sitt og var þá alveg sama hvort það voru fjölskyldan, skyld- menni, vinir, hús- ið, bíllinn eða garðurinn. Alltaf var hann að og vinnusemin mikil. Afi Ó-i var tilbú- inn að hjálpa mér og fór vel yfir hvernig fara ætti með „aurana sína“ og vera ekki að bruðla í neinn óþarfa – „bara rugl“ er orðasamband sem hann gjarna setti fram þegar honum fannst frjálslega farið með fjármuni eða annað sem var honum ekki að skapi. Minningin um hann elsku afa minn verður alltaf sterk og ljúf. Ég votta ömmu Unnu mína dýpstu samúð sem og allri fjölskyldunni. Þessi lína með Hjálmum er mér ofarlega í huga þessa dag- ana: „Vertu sæll, kæri vinur, ég kveð þig nú með sorg í hjarta og tár á kinn.“ Ingi Þór Steinþórsson. Yndisleg kona er fallin frá og langar mig til að minnast henn- ar í fáum orðum. Elsa tengdamóðir mín var hörkukona, það var ekkert sem stóð í vegi fyrir henni hvort sem það var að leggja rafmagn, steypa, smíða, mála og jafnvel bílaviðgerðir, hún var með ákveðnar skoðanir en samt svo ljúf og blíð. Hún var mjög góð- ur hlustandi og skipti þá engu hvort það voru börn, tengda- börn eða barnabörn sem leit- uðu til hennar bæði í gleði og eins í erfiðleikum – hún náði yf- irleitt góðum tökum á málunum og allir fengu að hafa sína skoðun. Maðurinn minn sagði mér fyrir margt löngu að þegar þau systkinin voru yngri og varð á að missa það út úr sér að „þeim Elsa Guðbjörg Jónsdóttir ✝ Elsa GuðbjörgJónsdóttir fæddist á Svalbarði á Borgarfirði eystra 7. september 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Egils- stöðum 4. nóv- ember 2011. Útför Elsu var gerð frá Bakka- gerðiskirkju 12. nóvember 2011. leiddist“ þá sagði Elsa: „Þá ert þú bara ekki nógu skemmtileg(ur) sjálf(ur)“ því alltaf er jú hægt að finna sér eitthvað til dundurs. Ég man eftir atviki þar sem ég minnti barna- barn hennar á þessa gullnu setn- ingu – seinna ræddi ég þetta atvik við Elsu, sem sagði „Já, þetta er bara al- veg rétt.“ Ég tók undir þetta og sagðist alltaf muna eftir því þegar hún sagði þetta við mig, nú varð Elsa hissa og sagði: „Ég trúi því nú ekki að ég hafi sagt þetta við þig.“ Ó, jú það gerði hún blessunin og hafði ég bara nokkuð gott af því og ef það örlar á því að mér leiðist í dag þá hugsa ég alltaf um þetta með bros á vör og hef ég reynt að breiða út þennan boðskap Elsu nokkuð víða. Elsku Elsa, það er svo margt sem mig langar að skrifa um þig, af nógu er að taka, minn- ingarnar streyma fram, en læt þetta litla brot duga að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Skilaðu kveðju. Þín tengdadóttir, Arna Soffía. Árið 1980 byrjaði ég sem matreiðslunemi í Múlakaffi sem var þá rekið af þeim hjón- unum Stefáni Ólafssyni heitn- um og Jóhönnu R. Jóhannes- dóttur og fjölskyldu af miklum dugnaði og ástríðu fyrir góð- um heimilismat, veislum og heimsfrægum þorramat. Á þessum rúmum 30 árum sem ég hef verið matreiðslumaður þar lærðum við að vinna og að sjálfsögðu að elda alvöru heimilismat. Þó svo Stefán hefði meira um rekstur Múla- kaffi að segja var Jóhanna alltaf honum til halds og trausts og mætti alla daga til vinnu. Á þessum árum bar ekki mikið á Jóhönnu. Hún var jú alltaf við hliðina á sínum manni, en til að skilja tilgang þess að hafa svo traustan lífs- förunaut þarf maður sjálfur að eldast til að sjá hversu mik- ilvægt er að hjón vinni saman í blíðu og stríðu. Og það vantaði ekkert upp á það hjá Jóhönnu. Þau hjónin voru yndislegustu vinnuveitendur enda var manni hrósað og maður ávítt- ur eftir þörfum en ávallt leið- beint til betri vegar. Múlakaffi er staður sem hefur haldið skildi yfir hefðum Íslendinga í heimilismat og þorramat og Jóhanna R. Jóhannesdóttir ✝ Jóhanna R. Jó-hannesdóttir fæddist 13. desem- ber 1933 í Reykja- vík. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans á Landakoti 3. nóv- ember 2011. Útför hennar var gerð frá Bessa- staðakirkju 14. nóvember 2011. haldið sinni sér- stöðu í mörg ár þrátt fyrir nýjar matreiðsluaðferðir en hefðir eru eitt- hvað sem við verð- um að halda í. Ég er viss um að Stefán og Jó- hanna eru mjög stolt af fjölskyldu- fyrirtækinu Múla- kaffi sem hefur verið leiðandi í veitingaþjón- ustu til margra ára undir leið- sögn Jóhannesar og hans fjöl- skyldu sem hefur stækkað og dafnað, enda er dugnaður og elja vel þekkt í fjölskyldunni. Það er satt með eplið og tréð. Mig langar að kveðja þessi sómahjón núna þó langt sé síð- an Stefán féll frá og Jóhanna núna nýverið. Jóhanna er kom- in Stefáni við hlið aftur og verða þetta miklir fagnaðar- fundir hjá þeim. Þakklæti mitt til ykkar. Þið og Múlakaffi verðið alltaf í hjarta mér með hlýju. Elsku Jóhannes, Ingvar, Kristín og fjölskyldur. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur. Guðmundur Viðarsson. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Gæði Þjónusta Gott verð Úrval Fagmennska Kársnesbraut 98 | Kópavogur | S: 564 4566 www.solsteinar.is | sol@solsteinar.is ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug, stuðning og aðstoð í veikindum og við andlát og útför HAUKS ÁSTVALDSSONAR bónda frá Deplum í Fljótum. Ástúð ykkar og vinátta hefur gert dagana bærilegri og veitt okkur styrk. Guð blessi ykkur öll. Innilegustu þakkir og kveðjur til starfsfólks Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðárkróki fyrir ómælda þolinmæði og alúð síðustu mánuði. Fjölskyldan frá Deplum og aðrir aðstandendur. ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúðar- kveðjur við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, stjúpföður okkar, tengdaföður, afa, bróður, mágs og frænda, ÓLAFS H. ÓSKARSSONAR fv. skólastjóra, Logalandi 16, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Björnsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Anna Ragna Magnúsardóttir, Þorsteinn og Hlín, Björn Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Snædís, Matthildur og Lena Charlotta, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, Ásgeir Thoroddsen, Tómas Jökull, Ingibjörg og Svanbjörn Orri, Signý Þ. Óskarsdóttir og börn, Anna H. Óskarsdóttir, Þorgrímur Ólafsson og synir, Þráinn Sigurbjörnsson og synir, Skarphéðinn P. Óskarsson, Valgerður G. Björnsdóttir og dætur. ✝ Elskuleg móðir okkar, KRISTJANA SAMÚELSDÓTTIR, lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði sunnudaginn 13. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Samúel Gústafsson, Anna Lára Gústafsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR úr Von, Reykási 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 11. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Lilja Sigurðardóttir, Jón Gunnar Sigurðsson, Cheryl Jonsson, Viðar Marel Jóhannsson, Birgir Marel Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR V. KRISTJÁNSDÓTTIR, Hæðargarði 29, lést á heimili sínu sunnudaginn 13. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helga Þorkelsdóttir, Andrés Þórðarson, Kristján Þorkelsson, Sigurdís Sigurðardóttir, Guðmundur Þorkelsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Guðríður Þorkelsdóttir, Guðmann Héðinsson, Viðar Þorkelsson, Sigríður Svava Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.