Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011
Íslenski sönglistahópurinn
býður til söngveislu sem til-
einkuð er ljóðskáldunum Jón-
asi Hallgrímssyni og Tómasi
Guðmundssyni. Fjöldi tón-
skálda hefur í gegnum tíðina
samið sönglög við mörg af
þekktustu ljóðum skáldanna
tveggja, m.a. Sigfús Hall-
dórsson, Ingi T. Lárusson, Páll
Ísólfsson og Jón Nordal. Tíu
söngvarar skipa Íslenska söng-
listahópinn, en Renata Ivan leikur með á píanó.
Mikið er lagt upp úr sviðsetningu laganna og sér
Þórunn Sigþórsdóttir um leikstjórn. Tónlistar-
stjórn er í höndum Guðrúnar Jóhönnu Jóns-
dóttur. Tónleikarnir verða í Iðnó og hefjast kl. 20.
Tónlist
Söngveisla tileinkuð
Jónasi og Tómasi
Tómas
Guðmundssson
Nýverið var hleypt af stokk-
unum á Kex Hostel, á Skúla-
götu 28, nýrri röð djasstónleika
og hefur aðsókn verið góð.
Þriðju tónleikar raðarinnar
verða haldnir í kvöld, þriðju-
dag, en þá kemur fram tríó
söngkonunnar Kristjönu Stef-
ánsdóttur.
Auk Kristjönu skipa hljóm-
sveitina þeir Ómar Guðjónsson
gítarleikari og bassaleikarinn
Valdimar K. Sigurjónsson.
Hljómsveitin hefur leik sinn klukkan 20.30 og
mun flytja tónlist sína í um það bil tvær klukku-
stundir með hléi.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Tónlist
Tríó Kristjönu
leikur á Kex Hostel
Kristjana
Stefánsdóttir
Í hádeginu í dag, þriðjudag kl.
12.05, mun Inga Lára Bald-
vinsdóttir, fagstjóri Ljós-
myndasafns Íslands í Þjóð-
minjasafni, fjalla um Hjálmar
R. Bárðarson og sýningu á
svarthvítum ljósmyndum hans
sem nú stendur yfir í safninu. Í
fyrirlestrinum verður sjónum
sérstaklega beint að listrænni
ljósmyndun Hjálmars og sýn-
ingarhaldi erlendis, „table top“
ljósmyndun og hefti sem hann gaf út um hana og
bókinni Ísland farsældar frón, sem er fyrsta ljós-
myndabók íslensks ljósmyndara sem telst heild-
stætt höfundarverk og kom út 1953.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ljósmyndun
Hjálmar R. Bárð-
arson í svarthvítu
Inga Lára
Baldvinsdóttir
Nú um helgina stóðu Félag ís-
lenskra bókaútgefenda og Reykja-
víkurborg, sem Bókmenntaborg
UNESCO, fyrir bókamessu og
allrahanda viðburðum í tengslum
við bókaútgáfu haustsins, í Ráðhús-
inu og í Iðnó. Fjöldi fólks lagði leið
sína í Ráðhúsið, þar sem útgef-
endur voru með kynningarbása,
sýndu nýjar bækur og höfundar
lásu upp, og í Iðnó þar sem var dag-
skrá bæði í stóra salnum og á efri
hæð hússins. Þar voru einnig upp-
lestrar og rætt við höfunda, barna-
bækur kynntar, sem og matreiðslu-
og ljósmyndabækur svo fátt eitt sé
nefnt. Húsfyllir var á mörgum við-
burðanna.
„Það var prýðileg mæting og við
erum ánægð með það. Það er svo
kærkomið að hafa svona milliliða-
laus samskipti við bókaunnendur;
við fáum mikið út úr því,“ segir Sig-
urður Svarasson, útgefandi hjá
Opnu og stjórnarmaður í Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda.
„Við vorum að gera þetta í fyrsta
sinn af einhverri alvöru, og lærum
af þessu, en ég held að við sem vor-
um þarna að kynna bækur séum
sammála um að þessi bókamessa er
komin til að vera.“
Morgunblaðið/Kristinn
Gluggað í bækur Margir lögðu leið
sína á bókamessuna í Ráðhúsinu.
Bókamessa
komin til
að vera
Góð aðsókn að við-
burðum um helgina
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Dagur íslenskrar tungu verður
haldinn hátíðlegur í sextánda sinn
á morgun. Að sögn Katrínar Jak-
obsdóttur, mennta- og menningar-
málaráðherra, er markmiðið með
deginum að beina athygli þjóð-
arinnar að stöðu tungunnar og
gildi hennar fyrir þjóðarvitund
sem og menningu alla.
„Dagurinn minnir okkur á að við
þurfum að vanda okkur og rækta
tungumálið, en þar höfum við öll
hlutverki að gegna sem málnot-
endur í samfélaginu. Íslenska er
lítið tungumál og því er hættan
alltaf sú að hún tapi umdæmum
sínum, t.d. ef tækniframfarir verða
til þess að við hættum að ræða
þætti daglegs lífs sem eru háðir
tækninni á íslensku og notum þess
í stað ensku,“ segir Katrín. Hvetur
hún almenning til að tileinka sér
ný orð sem smíðuð eru og nefnir
sem dæmi orðið spjaldtölvu í stað
iPad.
Að vanda verður heilmikið um
að vera í tilefni dagsins og hans
minnst í skólum landsins og á veg-
um margra stofnana og samtaka.
Sérstök hátíðardagskrá fer fram í
Gerðubergi kl. 17.00-18.00 þar sem
mennta- og menningarmálaráð-
herra afhendir Verðlaun Jónasar
Hallgrímssonar 2011 auk tveggja
sérstakra viðurkenninga fyrir
störf í þágu íslensks máls.
Eins og greint var frá í síðustu
viku verður íslensk-skandinavíska
veforðabókin ISLEX opnuð við
hátíðlega athöfn í Norræna hús-
inu, klukkan 16.00, en milli kl.
13.00-15.45 verður á sama stað
haldin ráðstefna um nýju orðabók-
ina.
Grunnskólabörn lesa ljóð
Ársafn Borgarbókasafnsins býð-
ur gestum og gangandi að lesa úr
uppáhaldsbókum sínum milli kl.
11-18. Árleg Jónasarvaka verður í
Bókasal Þjóðmenningarhússins og
hefst hún kl. 17.15, en þar lesa
grunnskólabörn sjálfvalin ljóð eftir
Jónas Hallgrímsson og gera grein
fyrir vali sínu og kynnum af Jón-
asi. Heimildarmyndin Hver var
Jónas? verður sýnd í The Cinema,
Geirsgötu 7b, við Reykjavíkurhöfn
kl. 15.00.
Á Akureyri verður efnt til sam-
komu í hátíðarsal Háskólans á Ak-
ureyri kl. 17.00-18.30. Þar munu
börn úr grunnskólum á Akureyri
og í nærsveitum flytja ljóð eftir
Jónas og gera grein fyrir þeim.
Þess ber að geta að allir eru vel-
komnir á ofangreinda viðburði
meðan húsrúm leyfir og er ókeypis
á þá alla. Nánari upplýsingar um
viðburði dagsins má nálgast á vef
menntamálaráðuneytisins.
Morgunblaðið/Golli
Sungið af innlifun Degi íslenskrar tungu er fagnað í skólum landsins.
Börnin í leikskólanum Dvergasteini tóku lagið í tilefni dagsins árið 2009.
„Þurfum að
vanda okkur og
rækta málið“
Afmælisdagur skálds
» Jónas Hallgrímsson fæddist
að Hrauni í Öxnadal 16. nóv-
ember 1807 og lést í Kaup-
mannahöfn 26. maí 1845.
» Stóra upplestrarkeppnin
hefst formlega á degi íslenskr-
ar tungu.
» Íslenskuverðlaun skóla- og
frístundaráðs verða afhent í
Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun.
Dagur íslenskrar tungu í 16. sinn
Kevin svaraði
spurningum héðan
og þaðan, en eyddi ekki
miklum tíma í hvert svar 33
»
Boðið var til tónlistarveisluhjá Sinfóníuhljómsveit-inni síðastliðið fimmtu-dagskvöld, frumflutn-
ingur á nýju íslensku einleiksverki
og síðan eitt af stórvirkjum Ma-
hlers, sinfónía nr. 9. Stjórnandi
kvöldsins var fyrrverandi að-
alstjórnandi sveitarinnar, Petri
Sakari, en þess má geta að tón-
leikarnir voru tileinkaðir minningu
eiginkonu hans, sem lést fyrr á
þessu ári.
Áskell Másson hefur oftsinnis
sótt efnivið í íslenskan þjóðlagaarf
og gerir það einnig í þetta sinn en
verkið hefst á þjóðlagastefinu Píp
upp með sætum söng og tón. Ás-
kell segir í tónleikaskrá að hann
byggi verkið á tveimur að-
alstefjum og tveimur fylgistefjum
að auki, sem hann vinni með.
Einnig hafi honum verið hugleikin
náttúrutónaröð hornsins sem hann
leiki sér með í úrvinnslunni. Verk-
ið fannst mér nokkuð brotakennt
og óneitanlega hefði ég viljað að
einleikarinn hefði fengið að taka
hornið enn frekar til kostanna.
Hornið er nefnilega með blæ-
brigðaríkari hljóðfærum, sér-
staklega í höndum manna eins og
Ognibene. Verkið var hins vegar
hið áheyrilegasta og prýðisvel
leikið, bæði af sveit og einleikara.
Eftir hið snemmbúna hlé tón-
leikanna var síðan komið að Ma-
hler og níundu hljómkviðu hans,
þeirri síðustu sem hann náði að
ljúka til fullnustu. Þó að Mahler
sé að mörgu leyti frumlegur í
sköpun sinni eru hér kunnuglegir
þættir einnig á ferð. Annar kaflinn
byggist t.d. á hinum austurríska
sveitadansi Ländler, sem var tón-
skáldinu kær. Lokaþátturinn er
hins vegar hægur, sem Mahler
hafði einungis beitt einu sinni áð-
ur, í þriðju sinfóníu sinni. Verkið
er risavaxið og tekur um 80 mín-
útur í flutningi. Því miður fannst
mér sveitin ekki hitta á góðan dag
í þetta sinn. Töluvert var um óná-
kvæmar innkomur. Inn á milli
komu gullmolar, t.d. kröftug
flautustrófa í öðrum kafla og ynd-
isfagur trompetleikur í þeim
þriðja en slíkar stundir voru of fá-
ar. Ef til vill hafði fyrrgreind til-
einkun tónleikanna áhrif eða sæt-
isval mitt í Hörpu þetta kvöld en
mér fannst Mahler daufur þetta
sinnið og það á hann síst að vera.
Áskell og Mahler
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Áskell Másson Rýni þótti nýtt verk hans „hið áheyrilegasta og prýðisvel leikið, bæði af sveit og einleikara“.
Harpa – Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslandsbbbnn
Áskell Másson (f. 1953): Hornkonsert
(2008, frumflutningur). Gustav Mahler
(1860-1911): Sinfónía nr. 9 (1909 – 10).
Jósef Ognibene, horn. Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Stjórnandi: Petri Sakari.
Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 19:30.
SNORRI
VALSSON
TÓNLIST