Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Berlusconinotaði síð-asta tromp- ið, eigið pólitískt líf, til að tryggja meiri- hluta fyrir þeim að- gerðum sem ESB hefur krafið Ítalíu um. Eitt af því var að tryggja að konur þyrftu að vera orðnar 65 ára áð- ur en þær mættu öðlast rétt til töku lífeyris. Þetta er einungis jafnréttismál, segja femínistar í röðum ESB-sinna á Íslandi. Þarna er verið að samræma líf- eyrisaldur karla og kvenna. Mikið rétt. En það er hængur á, en ekki hrygna, eins og kerl- ingin sagði í Laxá á Ásum. Kon- ur á almennum markaði hafa þegið mun lægri laun á Ítalíu en karlar og hefur m.a. verið vísað á betri lífeyrisréttindi til að réttlæta það. Nú eru þau rétt- indi af konunum tekin, að kröfu kommissara ESB, en ekkert skref stigið um leið í launajafn- rétti karla og kvenna á Ítalíu, sem lýtur himinhrópandi mis- munun og er ekki í neinu sam- hengi við þann óljósa mun sem reynt er að reikna út á Íslandi. Og nú fagna menn því mjög að fyrrum kommissar Monti komist til valda bakdyramegin á Ítalíu. Hann er reyndar allt í einu orðinn kjörinn fulltrúi fólksins á þinginu, sem hann hefur aldrei verið áður. Hann hlaut óvænt kjör til Öldunga- deildar Ítalíu fyrir fáeinum dög- um. Sigraði með yfirburðum. Hann fékk 2 atkvæði. Annað frá Berlusconi sem lét skipa Monti sem kommissar árið 1994 og hitt frá forseta Ítalíu. Til að hafa vaðið fyrir neðan sig ákváðu þessir tveir almennu ítölsku kjósendur að Monti skyldi kosinn öldungadeildar- þingmaður til lífstíðar, a.m.k til að byrja með. Heyrst hefur það sjónarmið að „hægrimenn“ ættu að fagna „valdatöku“ Montis, því hann sé eini gallharði frjálshyggjumað- urinn sem gegnt hafi stöðu kommissars hjá ESB, og sé einnig langákafasti einkavæð- ingarmaðurinn sem í slíka stöðu hafi komist. Berlusconi, af öll- um mönnum, dró lappirnar í einkavæðingu og lýðræðissinn- arnir, í kistu lýðræðisins í Brussel, töldu að hann vissi að Ítalir gætu ekki sjálfir keypt vænlegar ríkiseignir við núver- andi fjárhagsaðstæður og hann væri að koma í veg fyrir að Þjóðverjar, Frakkar og Hol- lendingar gætu notað tækifærið til að láta greipar sópa, eins og þeir hafa fengið að gera í Grikk- landi. Monti sé hins vegar í senn sannur einkavæðingarmaður og ESB-sinni og muni ekki láta annarleg sjónarmið Berlusconis rugla sig. En gagnrýnin beinist ekki að nýfrjálshyggjumann- inum Monti heldur að því hvernig ESB-politbúróið veltir hverjum lýð- ræðiskjörnum leið- toganum af öðrum úr sessi fyrir einn úr sínum röðum. Þeir völdu Monti í verkið núna, því að hann er náinn vinur Berlusconis, sem hefði verið tregur til að sam- þykkja annan, en um leið er hann heltekinn af hugmyndinni um að Evrópa skuli breytast fyrr en síðar í eitt ríki. Um alla helgina reyndu ESB- fjölmiðlar, þar með talið RÚV, að gera sem mest úr fjöldafögn- uði vegna brottfarar forsætis- ráðherrans fráfarandi. Þessar fréttir áttu allar það sameig- inlegt að sýndar voru myndir af nokkrum tugum manna dans- andi fyrir framan þinghúsið í Róm í hópi fleira fólks og svo var sagt í síbylju að „Ítalir fögn- uðu“ afsögn Berlusconis. Það hafa vafalaust margir þeirra gert. Þegar Samfylkingin hrökklast loks frá stjórnleys- isstjórn sinni á Íslandi og Heim- dallur skipuleggur hópdans í konga, mun þá RÚV taka mynd- ir og segja að „Íslendingar fagni því að Jóhönnu-farginu sé létt af þeim“? Óðinn myndi ekki leyfa Páli að lesa fréttir framar ef slík eða þvílík setning kæmi úr hans munni og í því tilviki hefði hann rétt fyrir sér. En því þá ekki í hinu? Og í öllum fréttum var einnig sagt að „markaðurinn“ myndi fagna brottför Berlusconis og öllu hans Bunga bunga með hækkun hlutabréfa og lækkun refsiálags á ítölsk skuldabréf. Og fréttaskýrendurnir marg- reyndu höfðu rétt fyrir sér. Markaðir hækkuðu í þrjá klukkutíma tæpa til heiðurs Monti kommissar, en síðan ekki söguna meir. Því nú fóru að ber- ast fréttir um að Spánn væri næstur í röðinni. Hann væri þegar kominn með sjáanleg út- brot og Belgía, sem er hérað í kringum Brussel, þar sem ekki hefur tekist að mynda ríkis- stjórn í hálft annað ár, væri orð- in rauðeyg og farin að svitna. Hvort tveggja dæmigerð evru- einkenni að breiðast út um þjóð- arlíkama á óviðráðanlegum hraða. Það er nefnilega svo komið að evran minnir sífellt meira á plágu og minna á pen- inga. En hvernig er hægt að bregðast við þessum nýju tíð- indum? Jóhanna og Össur leggja eflaust til að Belgía og Spánn gangi hið allra fyrsta í ESB, því að tilkynningin ein um slík áform myndi þegar í stað styrkja stöðu þeirra verulega. Össur er laxafræðingur. Hann hlýtur að vita hvort hængur sé eða hrygna á þessari línu þeirra Jóhönnu. Fögnuðurinn yfir Monti stóð í 180 mínútur. Það er þó alltaf nokkuð} Markaðurinn fagnar Monti - í þrjá tíma F jölmiðlun og liststarfsemi hafa þann sama tvíeina tilgang að upp- lýsa og þar með bæta mannlífið. Í fréttum fjölmiðla fáum við bein- harðar staðreyndir sem listamenn síðan túlka af ímyndunarafli sínu. Gildir hér að eitt sé að skilja og annað að skynja. Sjálfsagt er að virða frelsi listamanna og íhlutun um hvernig þeir lesa úr málum þykir stóralvarlegt. Öðru máli gegnir um fjölmiðla. Undrum sætir því að Alþingi hafi sl. vor ágreiningslítið samþykkt lög um fjölmiðla sem gefa framkvæmdavaldinu íhlutunarvald um efnistök og í hvaða ljósi fréttir skuli fluttar. Listin fær hins vegar frítt spil, ein- hverra hluta vegna. Skv. lögunum nýju ber stjórnendum fjöl- miðla nú m.a. skylda til þess að skila opinberri stofnun skýrslu um aðgerðir sínar gegn staðalímyndum kynja og annað „sem nauðsynlegt er til að mæla stöðu og þróun á fjölmiðlamarkaði,“ eins og lögin segja. Enn- fremur er kveðið á um að bannað sé að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kyn- hneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða stöðu í þjóðfélaginu. Undir það má taka þó kannski sé ástæðulítið að setja almenna mannasiði í lög. – En látum það kannski liggja milli hluta. Þeim sem gefa sig að stjórnmálum hættir til að sjá ver- öldina fyrst og síðast í pólitísku ljósi og taka sólarhæðina jafnan út frá eigin lífssýn. Telji því að í þágu tiltekinna skoðana og markmiða bæði megi og eigi að beita fjöl- miðlum. Má nefna að í samþykkt nýlegs landsfundar Vinstri grænna segir að tryggja þurfi að fjölmiðlar uppfylli kröfur í jafnrétt- ismálum og vinni gegn staðalímyndum kynjanna. Fjölmiðlar gegni „lykilhlutverki við mótun hefða, gilda og fyrirmynda. Því er afar mikilvægt að þeir axli ábyrgð,“ eins og VG kemst að orði. Það er stórt orð Hákot, sagði karlinn forð- um. Jafnrétti er stórt orð og nær til allra þátta mannlegs lífs, ekki aðeins þess að karlar og konur standi jafnfætis í lífi og leik. Því er merkilegt að jafnréttismál kynja skuli sér- staklega fléttuð inn í fjölmiðlalög og miðlum gert skylt að fylgja þar gefinni línu. Mörg fleiri mál er lúta að almennu jafnrétti eru í deiglu og því sjálfgefið að fjölmiðlar fjalli um þau skv. rétttrúnaði og pólitískum skipunum. Jafnvægi í byggð landsins hefur í áratugi verið baráttu- mál allra flokka og eðlilegt að fjölmiðlar hagi umfjöllun sinni þannig að fleiri fari ekki á mölina, en orðið er. Við þurfum jákvæðar fréttir af landsbyggðinni. Þá fylgir mikil áhætta útblæstri gróðurhúsalofts og því sjálfsagt að skrif- að sé af vandlætingu bensínháka og tröllajeppa. Offita er heilsufarsvandamál og uppskriftir í matreiðslublöðum skulu taka mið af því. Svona má áfram halda. Framansagt ætti því að leiða fólki fyrir sjónir að bráðnauðsynlegt er að setja lög á listamenn, svo þeir túlki veruleikann í þágu markmiða stjórnvalda. Það er mikið í húfi. Sjaldan verður þó ósinn eins og uppsprettuna dreymir. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Setjum lög á listamennina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Biðlistar eftir hjartamynda-tökum, gallsteinaaðgerð-um, aðgerðum vegna brott-náms legs og fleira hafa lengst verulega frá í júní á þessu ári en með biðlista er átt við þá ein- staklinga sem hafa beðið í þrjá mán- uði eða lengur eftir aðgerð. Í greinargerð sem Landlæknis- embættið birtir með tölum yfir bið- lista þar sem greindar eru ástæður að baki þessari aukningu segir að leng- ingu sumra biðlista megi skýra með lokun St. Jósefsspítala fyrr á árinu, árstíðabundnum sveiflum og auknum sumarlokunum. Bent er á að áhrif af lokun St. Jósefsspítala séu greinileg á tilteknar aðgerðir á sjúkrahúsum í október 2011 og lokunin virðist sér- staklega stuðla að lengri biðlistum á Landspítala. Breytingar ekki orsök Fjölgað hefur á biðlistum vegna hjarta og/eða kransæðamyndatöku og hefur biðlistinn ekki verið jafn langur frá júní 2009. Nú bíða 39 einstaklingar en 3 biðu í júní og 17 í október í fyrra. Björn Zöega, forstjóri Landspít- ala, segir aukna bið eftir kransæða- myndatökum ekki hafa neitt með breytingar í kerfinu að gera. Biðlist- inn hafi verið mörgum sinnum lengri á uppgangstímum þjóðfélagsins og fyrir stóra niðurskurðinn. Allir sem nauðsynlega þurfi á kransæðamynda- töku að halda séu myndaðir á í kring- um klukkutíma ef um bráðatilfelli er að ræða. Í ljósi athugasemda Landlæknis- embættisins um lokun St. Jósefsspít- ala er hins vegar áhugavert að líta á stöðu biðlista í þeim aðgerðum sem spítalinn lagði helst áherslu á, það er meltingarsjúkdóma, kvensjúkdóma- aðgerðir og skurðaðgerðir á auga- steini. Helmingi fleiri bíða Í október í ár biðu 32 eftir því að komast í gallsteinaaðgerð, þar af biðu 25 aðgerðar á Landspítala. Í júní biðu 17 manns gallsteinaaðgerðar, þar af 11 á Landspítala. Alls voru framkvæmdar 690 gall- steinaaðgerðir á síðasta ári en 515 í ár, langstærstur hluti þeirra á Land- spítala. Biðtími eftir aðgerðinni þar hefur lengst á milli ára úr 4,8 vikum í 6,7 vikur og nú er 2-4 vikna bið eftir slíkri aðgerð á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í júní beið 21 kona eftir brott- námi legs en biðlistinn hefur lengst um helming og nú bíða 42 konur slíkrar aðgerðar. Á sama tíma í fyrra biðu 37 konur aðgerðarinnar. Biðtími eftir henni hefur lengst úr 5,7 vikum í 11,4 vikur á milli ára á Landspítala. Sá biðtími eru þó styttri en sá 12-24 vikna biðtími sem var á St. Jósefs- spítala á síðasta ári. Alls voru fram- kvæmdar 423 aðgerðir vegna legsigs í fyrra. Stærstur hluti þeirra á Land- spítala en 10% á St. Jósefsspítala. Í ár eru aðgerðirnar 309. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á biðlista í aðgerðir vegna legsigs á Landspítala. Í fyrra biðu sex konur aðgerðar en í ár bíða 130 konur þar aðgerðar og hefur biðtíminn marg- faldast. Það segir þó ekki alla söguna því alls biðu 157 konur slíkrar að- gerðar í fyrra, þar af biðu 128 konur aðgerðar á St. Jósefsspítala og var biðtíminn þar hálft til eitt ár. Í ár bíða alls 146 konur aðgerðarinnar. Þeim sem bíða augnsteinaað- gerðar hefur fjölgað úr 379 manns í júní 2010, í 591 í ár. Svipaður fjöldi beið aðgerðar í október í fyrra en bið- tími á Landspítala hefur lengst verulega, úr rúmum 30 vikum í tæpt ár. Telur Landlæknisemb- ættið líklegt að sveiflan sé árstíðabundin þó lokun St. Jós- efsspítalans spili væntanlega þar inn í. Biðlistar lengst við lokun St. Jósefsspítala „Ég er mest hissa á því hvað í raun og veru er lítið af biðlistum miðað við hvað er búið að skera mikið niður og hvað við erum bú- in að draga saman mikinn kostn- að hjá okkur,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, þegar staða biðlista eftir aðgerðum á sjúkrahúsum er borin undir hann. „Við vissum alveg að þetta myndi aukast þegar verið var að loka skurðstofunni á St. Jós- efsspítalanum. Á móti kemur að við erum hægt og sígandi að breyta okkar starf- semi til að taka yf- ir þá starfsemi sem var á St. Jós- efsspítalanum en tímabundið munu biðlistar fara upp og vonandi náum við þeim nið- ur aftur.“ Betri staða en vænst var BIÐLISTAR Björn Zoega Biðlistar eftir völdum skurðaðgerðum á sjúkrahúsum í október 2011 og október 2010 áætlaður biðtími 10. október (vikur) áætlaður biðtími 10. nóvember (vikur) Hjarta og /eða kransæða- mynda- taka.* Skurð- aðgerðir á augasteini Gallsteina- aðgerðir Aðgerðir vegna legsigs * Kransæðavíkkanir meðtaldar Brottnám legs Landspítali Sjúkrahúsið á Akureyri Sjónlag LaserSjón St. Jósefsspítali- Sólvangur Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Reykjanesbæ ? Spurningarmerki merkja að Landlæknisembættið hafi ekki innkallað gögn á þeim tíma. Gráir reitir merkja að viðkomandi eining hafi verið sameinuð annarri. St. Jósefsspítali var sameinaður Landspítala frá og með 1. febrúar 2011. Rauðir reitir tákna lokun skurðstofu. Auðir reitir tákna að aðgerð sé ekki í boði. 3,2 4,5 30,4 50,9 4,8 6,7 4,9 42,8 5,7 11,4 ? ? ? ? ? ? ? ? ? 14-16 ? 14 12- 24 2-4 26- 52 12- 24 ? 2-4 ? 2-4 ? 2-4 ? ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.