Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011
✝ Guðrún Ein-arsdóttir Aa-
gestad fæddist á
Skúfslæk í Vill-
ingaholtshreppi
29. apríl 1929.
Hún lést í Risør í
Suður-Noregi 8.
nóvember síðast-
liðinn.
Foreldrar
hennar voru Sess-
elja Loftsdóttir
frá Steinsholti í Gnúpverja-
hreppi og Einar Sveinsson
frá Ásum í sömu sveit. Guð-
rún giftist 23. júní 1945 Knut
Aagestad, f. í Gjerstad í Suð-
ur-Noregi 12. september
1916, d. 30. september 2001.
Börn Guðrúnar og Knuts eru:
Svanhild, sérkennari í Ham-
ar, f. 14. febrúar
1946, gift dr. Jan-
Kåre Hummelvoll
geðhjúkr-
unarfræðingi og
eiga þau tvo syni.
Einar, rafvirki og
slökkviliðsmaður í
Risör, f. 25. nóv-
ember 1947,
kvæntur Anne Be-
rit húsmóður og
eiga þau þrjú
börn. Sævar, tölvunarfræð-
ingur í Skien, f. 29. apríl
1950, kvæntur Evelyn hjúkr-
unarfræðingi og eiga þau
þrjú börn. Barnabarnabörnin
eru orðin tíu.
Útför Guðrúnar fer fram
Frydendalkirkju í Risør 15.
nóvember 2011.
Guðrún Aagestad móðursyst-
ir okkar er látin. Þær voru tví-
burasystur hún og móðir okkar,
Guðbjörg, en ári eldri er Sigríð-
ur. Þær lifa systur sína en
bróðir þeirra, Sveinn, hálfu
öðru ári yngri, er látinn.
Einar og Sesselja voru leigu-
liðar á Skúfslæk þar sem syst-
urnar fæddust, fluttust svo að
Efri-Gróf í sömu sveit en töp-
uðu ábúðinni þar árið 1927.
Einar fór þá í lausamennsku og
til sjós, Sesselja fór með elsta
og yngsta barnið að Háholti í
Gnúpverjahreppi, en tvíbura-
systurnar fóru til ættingja,
hvor á sinn bæ.
Gunna fluttist aftur til for-
eldra sinna árið 1929 þegar þau
settust að í Brúnavallakoti á
Skeiðum en 1935 fluttust þau
að Skarði í Gnúpverjahreppi.
Þau reistu nýbýlið Lækjar-
brekku í sömu sveit árið 1950,
en þá var Gunna flutt langt að
heiman.
Hún fór í ýmsa vinnu en kom
heim að Skarði á sumrin. Hún
vann m.a. á veitingastöðum í
Reykjavík, um tíma á veitinga-
stofunni Anker á Vesturgötu
10. Þá var hafin heimsstyrjöld.
Þar borðuðu margir útlending-
ar og meðal annarra kostgang-
ara var ungur Norðmaður. Með
sveitastúlkunni fallegu úr upp-
sveitum Árnessýslu, sem gekk
um beina, og kostgangaranum,
sjómanninum unga frá Suður-
Noregi, tókust ástir.
Knut var vélstjóri og var í
siglingum milli Evrópu og Am-
eríku eftir að stríðið skall á.
Þýskur kafbátur skaut skip
hans niður norðvestur af Ís-
landi á útmánuðum 1941. Hann
komst naumlega lífs af. Heim
til hins hernumda Noregs var
honum ófært að fara og þegar
hann komst til heilsu aftur fór
hann að vinna í Vélsmiðjunni
Hamri.
En kærastinn var ekki bara í
friðsamlegu starfi í vélsmiðju,
hann var skráður í norska sjó-
herinn og var m.a. í förum milli
Hjaltlands og Noregs á tund-
urskeytabátum. Þá var nú frið-
sælla þegar hann var á Íslandi
og þau Gunna brugðu sér aust-
ur í Hrepp þar sem Knut ávann
sér hylli ættingja og vina
Gunnu. Eftir stríðið giftu þau
sig og er brúðkaupsveislan enn
í minnum höfð í Gnúpverja-
hreppi. En það var ekki tóm
sæla. Knut var sendur til Norð-
ur-Noregs en unga eiginkonan
fékk far með fiskibáti til Nor-
egs nokkrum mánuðum seinna
undir vetur 1945 og bar þá
fyrsta barn þeirra undir belti.
Hún fór út í óvissuna, í Noregi
var ástandið bágt eftir stríðið
og aðkoman erfið. En hjá fólk-
inu hans Knuts í Gjerstad var
henni tekið eins og kærkomn-
um ættingja. Minningin um
þennan tíma varð henni æ
áleitnari undir ævilokin.
Þau bjuggu fyrst í Kristians-
and, um tíma á Íslandi með
börnunum sínum þrem árið
1951 en fluttust síðan til Risør,
sem þykir einhver fegursti bær
í Suður-Noregi. Þar reistu þau
sér hús við lítinn fjörð í útjaðri
bæjarins. Þegar börnin uxu upp
fór Gunna að vinna á hjúkr-
unarheimili fyrir aldraða.
Gunna var afskaplega rösk
kona, jafnlynd, ákveðin og lá
ekki á skoðunum sínum en um-
burðarlynd og hélt vel utan um
sitt fólk. Þau Knut voru ein-
staklega gestrisin, oft komu þar
íslenskir sjómenn, sem höfðu
siglt bátum sínum til viðgerðar
á þessum slóðum, og vinir og
ættingjar áttu þar ógleyman-
legar stundir. Þess nutum við
bræður þegar við bjuggum í
Noregi við nám og störf. Nú
njótum við minninganna um
þau.
Þorsteinn og
Einar Ólafssynir.
Guðrún Einars-
dóttir Aagestad
Ég man fyrst eftir Ólafi sem
rólegum nágranna í næsta húsi
við bernskuheimili mitt. Við
strákarnir lékum okkur gjarnan
í garði hússins, sem Ólafur bjó í.
Þegar lætin keyrðu úr hófi, kom
Ólafur í gluggann og bað okkur
svo fallega að hafa lægra að við
gátum ekki neitað. Dró ég þá
ályktun að þar væri mikill róleg-
heitamaður á ferð. Skömmu síð-
ar vaknaði ég við það árla morg-
uns í miðri viku að gatan fylltist
af góðglöðum ungmennum í
Ólafur Oddsson
✝ Ólafur Odds-son fæddist í
Reykjavík 13. maí
1943. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 3. nóv-
ember 2011.
Útför Ólafs
Oddssonar var
gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 10.
nóvember 2011.
skrýtnum fötum.
Foreldrar mínir töl-
uðu um dimmisjón,
ég þekkti ekki það
orð en horfði furðu-
lostinn á hópinn
hylla Ólaf og bjóða
honum síðan með
sér í partí, sem
hann þáði þó ekki.
Eftir slíka heim-
sókn á þessum tíma
sólarhrings ályktaði
ég að undir virðulegu yfirbragði
menntaskólakennarans hlyti að
leynast partíljón.
Nokkru síðar settist ég á
skólabekk í Menntaskólanum og
komst þá að raun um að Óli
Odds var, hvort tveggja í senn,
frábær kennari og afar vinsæll
meðal nemenda. Í íslensku-
kennslunni tókst honum vel að
vekja áhuga nemenda á hljóð-
fræði, stafsetningu og ritgerð-
arsmíð að ógleymdum Íslend-
inga sögunum. Best fannst mér
Ólafi takast upp þegar hann las
með okkur Laxdælu og Egils
sögu Skallagrímssonar. Var til-
komumikið að sjá þegar hann
brá sér fyrirvaralaust í hlutverk
Ólafs pá eða Egils Skallagríms-
sonar. Ólafur lagði áherslu á að
koma því til skila að ekki dygði
að lesa Íslendinga sögur eins og
hvern annan reyfara. Til að
njóta þeirra til fulls, yrðum við
að læra að lesa á milli línanna,
bak við fá orð og torskilda
kvæðatexta væru fólgnir fjár-
sjóðir.
Því fór fjarri að Ólafur ein-
skorðaði sig við námsefnið eins
og það lá fyrir í námskránni.
Kennsluna kryddaði hann með
eftirminnilegum frásögnum og
hollráðum, sem oft vógu þyngra
en boðskapur skólabókanna. Af
honum lærði ég m.a. hið dýr-
mæta heilræði: „Stundum er
betra að þegja og þykjast vitur,“
sem hefur oft komið sér vel og
síst verið ofnotað.
Ólafur hafði ákveðnar skoð-
anir en lagði ætíð gott til mála
og fylgdi þeim eftir með ljúf-
mennsku og gamansemi. Hygg
ég að hið sama gildi um hann og
segir í Heimskringlu um Erling
Skjálgsson á Sóla: „Öllum mönn-
um kom hann til nokkurs
þroska.“
Eftir brautskráningu úr MR
gátu ár liðið á milli þess að við
hittumst en þegar það gerðist
var hann óspar á heilræðin. Ég
ræddi t.d. við Ólaf þegar ég gaf
fyrst kost á mér í prófkjöri og
veitti hann mér þá dýrmæta
hvatningu og stuðning. Þegar ég
valdist til formennsku í Mennta-
ráði Reykjavíkur varð það eitt
fyrsta verk mitt að heyra í hon-
um. Í löngu símtali var víða
komið við og sem fyrr var Ólafur
óspar á heilræði. Okkur tókst þó
að finna eitthvað, sem við vorum
ósammála um og voru þau skoð-
anaskipti tvímælalaust skemmti-
legasti hluti samtalsins.
Sakna ég þess að geta ekki
oftar skipst á skoðunum við
Ólaf. En minningu um góðan
dreng mun ég halda í heiðri á
meðan mér endast dagar.
Fjölskyldu Ólafs sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Kjartan Magnússon.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Kynni okkar Karls, sem síðar
þróuðust yfir í vináttu, hófust
árið 1966.
Að draga fram úr hugskotinu
minningar um einstaklinga og
liðna atburði sem höfðu áhrif á
líf okkar, getur verið flókið og
jafnvel erfitt að skýra á þann
Karl Sigurður
Njálsson
✝ Karl SigurðurNjálsson var
fæddur í Reykjavík
17. mars 1936.
Hann lést á líkn-
ardeild Landakots
20. október 2011.
Útför Karls var
gerð í kyrrþey frá
Útskálakirkju 28.
október 2011.
veg að vel sé. Allt
sem fyrir okkur
ber tekur breyting-
um í huganum í ár-
anna rás. Minning-
in breytir um lit og
eðli og áhrif henn-
ar geta orðið meiri
eða minni eftir því
sem frá líður.
Hin síðari ár átti
Karl við erfið veik-
indi að stríða, en
nú hefur hann „verið leystur
þrautunum frá“ og hefur kvatt
þennan heim. Við þá frétt kom
upp í huga mér orð Khalil Gi-
bran:
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú
skilur við vin þinn, því að það, sem
þér þykir vænst um í fari hans, getur
orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins
og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best
af sléttunni“.
Einstakir eðliskostir, góð
greind, heiðarleiki og eljusemi
voru hans aðalsmerki. Hann var
ekki langskólagenginn og má ef
til vill segja, að hann hafi lifað
eftir orðtakinu „Vinnan göfgar
manninn“. Þegar á unglingsár-
um byrjaði hann að vinna marg-
vísleg störf, en snemma sneri
hann sér að fiskverkun og þeg-
ar ég hóf að starfa fyrir hann,
hafði hann reist fiskverkunar-
hús þar sem hann rak, ásamt
fjölskyldu sinni, faræla starf-
semi lungann af sínum starfs-
ferli. Var sú starfsemi öll til fyr-
irmyndar. Við fiskverkun hans
starfaði oft margt manna. Hann
reyndist starfsfólki sínu vel og
var það gagnkvæmt, því margt
af því fólki starfaði hjá honum í
áratugi. Svo verður einnig sagt
um þá aðila, er hann átti við-
skipti við. Allir hafa þeir borið
honum gott orð.
Hann var varkár í öllum við-
skiptum og rasaði ekki um ráð
fram. Tefldi aldrei í tvísýnu, var
staðfastur en tryggur.
Karl var lágvaxinn maður, yf-
irlætislaus, örlítið óframfærinn
og barst ekki á. En fas hans og
framkoma slík, að við nánari
kynni laðaðist fólk að honum.
Hann tók virkan þátt í starfi
þeirra samtaka, er snertu starf-
emi hans, svo og ýmsum öðrum
félögum og félagasamtökum.
Hann var ekki framgjarn, en
sökum mannkosta sinna voru
honum falin forystustörf innan
þeirra, mörg hver erilsöm og
þeim fylgdi mikil ábyrgð. Öllum
þessum störfum sinnti hann af
alúð og trúmennsku.
Vinur minn var einstakt
snyrtimenni. Átti það ekki hvað
síst við um starfsemi hans, þ.e.
fiskverkunina. Hvort sem verk-
un var í fullum gangi eða ekki,
varð allt að vera hreint og
snyrtilegt.
Gætinn í öllu er varðaði ver-
aldlega hluti. Óhóf var honum
andstætt, en samt var hann
mjög greiðvikinn. Það reyndi ég
sjálfur og verður það seint full-
þakkað.
Ekki verður lífsferill vinar
míns svo rakinn, að ekki verði
minnst á hlutdeild konu hans,
Guðrúnar Ágústu, í starfsemi
þeirra hjóna. Hún starfaði alla
tíð við hlið hans innan fyrirtæk-
is þeirra og átti hún stóran þátt
í velgengni þess.
Ég kveð Karl Njálsson með
söknuði og virðingu. Eftir situr
minning um einstakan mann og
góðan vin.
Fjölskyldu hans færi ég ein-
lægar samúðarkveðjur.
Þorsteinn Guðlaugsson.
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
TILBOÐSDAGAR
Frí uppsetning á
höfuðborgarsvæðinu og frí
sending út á land á legsteinum
sem pantaðir eru í nóvember
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
LOFTUR JÓHANNSSON,
áður til heimilis að Ljósafossi,
lést á heimili sínu Hrafnistu í Reykjavík
laugardaginn 12. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Jónína Loftsdóttir, Haukur Stefánsson,
Jóhann B. Loftsson, Elfa Eyþórsdóttir,
Gíslunn Loftsdóttir, Hermann Bragason,
Heimir S. Loftsson, Ásta Óladóttir,
Svana Sigtryggsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi, bróðir og vinur,
PÁLL HEIÐAR JÓNSSON
löggiltur dómtúlkur, skjalaþýðandi
og fv. útvarpsmaður,
Miðtúni 32,
Reykjavík,
lést laugardaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24. nóvember
kl. 13.00.
Ásta Björgvinsdóttir,
Jón Heiðar Pálsson, Anna Jóna Einarsdóttir,
Erla Óladóttir,
Jóhanna Gunnheiðardóttir,
Maria Christie Pálsdóttir, Magni Árnason,
Egill Heiðar Anton Pálsson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Viktoria Jóna Pröll,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar,
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON,
Auðsstöðum,
Hálsasveit,
lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
7. nóvember.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju
mánudaginn 21. nóvember kl. 11.00.
Hinrik Guðmundsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Ásmundur S. Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Bjarni Guðmundsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVEINN GUNNAR KRISTINSSON,
Vallarbraut 21,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
laugardaginn 12. nóvember.
Útför hans verður frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn
18. nóvember kl. 11.00.
Elín Snorradóttir,
Björgvin Sveinsson, Rúna S. Einarsdóttir,
Valgerður Sveinsdóttir, Reynir Daníelsson,
Gunnar Sveinsson, Eva Arnardóttir,
Snorri Sveinsson, Toril Amundsen,
Líney Sveinsdóttir, Þórarinn Sveinsson,
Berglind Sveinsdóttir, Kristinn Bjarni Þorvaldsson
og barnabörn.