Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn Hressar Það er greinilega mikið fjör á æfingu Roller Derby á Íslandi og hægt að sleppa þar af sér beislinu. er. Sú sem kemst út á undan er að- alhlauparinn og hún getur stöðvað leikinn auk þess að skora stig. Spilað er í klukkutíma í heildina. Má ekki skalla eða hrinda „Margir hafa kannski séð kvik- myndina Whip It sem var í sjónvarp- inu um daginn. Þar er farið frekar frjálslega með út á hvað leikurinn gengur og er frekar í anda þess sem var. Í dag er fólk rekið út af fyrir gróft brot eins og að kýla fólk eða hrinda. Við notum mest mjaðmirnar, rassinn og lærin og efri upphand- legginn. En það má ekki skalla fólk eða hrinda og fella. Annars erum við bara rétt að byrja og okkar aðal- markmið er bara að detta ekki á rassinn og halda okkur standandi eftir bestu getu. Það þarf líka að koma sér í form og æfa ákveðnar stöður eins og t.d. hvernig eigi að detta og stoppa án þess að skaða sig mikið,“ segir Jóna Svanlaug. Upphafið að Roller Derby á Ís- landi má rekja til Guðnýjar Jóns- dóttur sem búsett er í Atlanta. Hún kynnti hugmyndina fyrir hópi áhugasamra kvenna síðsumars. Úr varð að um tíu manna hópur hefur nú hist tvisvar sinnum í viku en oft koma líka einhverjar aukalega til að prófa. Jóna Svanlaug segir þær vera að læra smám saman á íþróttina og hafi til þess mikið nýtt sér Youtube og ýmsar vefsíður. Skemmtileg hefð fylgir Roller Derby en það eru nöfn sem leikmenn gefa sér. Þannig kall- ar Jóna Svanlaug sig Black Metal Banshee sem hún segir þó ekki endi- lega endanlegt nafn. Frumleg nöfn leikmanna „Það hefur fylgt íþróttinni frá upphafi að fólk er með sitt Roller Derby-nafn. Þetta eru hálfgerð djóknöfn sem skapa ákveðinn kar- akter. Meðal þeirra má nefna Shir- ley N Sane og PocaHotAss. Wo- men’s Flat Track Derby Associ- ation, sem eru regnhlífasamtök í Bandaríkjunum, halda utan um lög- legan lista af nöfnum. Þar geta lið skráð sig en Roller Derby hefur dreifst víða, bæði um Evrópu en líka í Japan og víðar. Búningarnir eru líka oft ansi djarfir en maður getur ekki verið í neitt voðalega víðum föt- um. Þau flækjast fyrir manni en það er líka hluti af karakternum og ákveðið stuð að klæða sig svona upp. Þetta er töluverð vinna ef þú ætlar að verða sæmileg en líka ótrúlega skemmtilegt og hef kynnst mörgu góðu fólki. Við stefnum svo bara á heimsmeistaramótið á næsta ári,“ segir Jóna Svanlaug í léttum dúr. Hún hvetur alla áhugasama til að koma og prófa en nánari upplýs- ingar má nálgast á Facebook undir Roller Derby á Íslandi. Á ferð Í Roller Derby gilda ákveðnar reglur en íþróttin hefur breyst mikið í gegnum árin. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Það getur verið þreytandi fyrir lík- amann að sitja í lengri tíma við skrifborðið og þá verður maður stirður og stífur. Ýmiss konar teygj- ur og æfingar er hægt að gera til að liðka sig yfir daginn. Eitt af því sem hægt er að gera til að draga úr spennu í baki og bringu er að nota skrifborðsstólinn sér til aðstoðar. Góðar slökunaræfingar Sittu framarlega á stólnum með fætur og hné saman og hafðu fæt- urna alveg flata í gólfinu. Teygðu síðan hendurnar aftur fyrir þig og gríptu um stólbakið eða aftan á stólarmana. Haltu eins fast og þú getur um leið og þú andar inn þannig að brjóstkassinn lyftist vel upp. Endurtaktu leikinn nokkrum sinnum og skiptu síðan um teygju. Í þetta sinn skaltu sitja á sama stað en krossleggja hendur fyrir framan þig og grípa með fingurgómunum framan á stólarmana. Sittu bein/n í baki og andaðu inn en um leið og þú andar frá þér herptu þá saman magavöðvana og rúllaðu upp á bak- ið þannig að hakan vísi niður og miðhluti hryggjarins þrýstist upp við stólinn. Andaðu þrisvar vel að þér og einbeittu þér að því að finna djúpa teygju í öllu bakinu. End- urtaktu þessar tvær æfingar síðan eins oft og þér finnst þú þurfa yfir daginn. Kyrrsetan hefur sín áhrif Morgunblaðið/Kristján Teygt Mikilvægt er að teygja vel bæði við skrifborðið og í íþróttum. Liðkandi teygjur fyrir bakið Nauðsynlegt er að hafa eitthvað við höndina til að narta í yfir daginn. Orkustangir er auðvelt að grípa í og má finna uppskriftir að þeim víða á netinu. Þessi er af uppskriftavefnum allrecipies.com. Orkustangir 4 ½ bolli hafrar 1 bolli hveiti 1 tsk. natrón 1 tsk. vanilluextrakt 2/3 bolli smjör, mjúkt ½ bolli hunang 1/3 bolli púðursykur Ef vill má einnig brytja niður dökkt súkkulaði og bæta við út í blönduna. Eða þá rúsínum og/eða hnetum. Aðferð Hitið ofninn í 165° og notið grunnt mót til að baka stangirnar. Blandið öllum hráefnunum vel saman og bæt- ið súkkulaðinu, hnetum og/eða rús- ínum saman við í lokin. Bakið stang- irnar í um 20 mínútur eða þar til þær eru orðnar gullnar á lit. Látið þær kólna og skerið síðan niður í hæfilega bita. Svona stangir eru mjög þægi- legar til að grípa með sér í box á morgnana og fá sér þegar mikið er að gera og mann vantar fljótlega orku. Þægilegt snarl Morgunblaðið/ Jim Smart Orka Múslístangir í nestisboxið. Heimagerðar orkustangir með rúsínum og hnetum Um Roller Derby segir meðal annars á Fésbókarsíðu hópsins að upphaf íþróttarinnar megi rekja til ársins 1930. Íþróttin lognaðist hins vegar út af um miðja síðustu öld en var síðan endurvakin í því formi sem hún þekkist í dag árið 2000. Í Roller Derby megi finna konur með pönk viðhorf sem klæðist töff búningum og kalli sig skemmti- legum nöfnum eins og t.d. Shir- ley N Sane, Buffy the Bitch Sla- yer og PocaHotAss. PocaHotAss og félagar ROLLER DERBY Tækni Að mörgu þarf að huga og æfir hópurinn tvisvar sinnum í viku. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.