Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2011 Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins er okkur trúnaðarmönn- um flokksins um land allt ætíð tilhlökkunar- efni, því þar er tekist á um málefni og stefnu með niðurstöðu ákveðinna málamiðl- ana, sem við ætlumst til að fylgt sé eftir af forystu flokksins. Á landsfundi, sem er æðsti vett- vangur flokksins til skoðanaskipta, er reynt að gera upp við fortíð, en jafnframt einnig, sem mikilvægt er, að leggja grunn að framtíðinni. Því er nauðsynlegt að sá vettvangur sé ekki heftur með þröngum fund- arsköpum. Á landsfundi eru allir jafnir og enginn öðrum fremri undir stjórn fundarstjóra. Enginn ætti því fyr- irfram að gefa upp afstöðu sína um atkvæðagreiðslu til einstakra mála eða kjörs fulltrúa á sjálfum fund- inum, því þau eiga að ráðast þar hjá hverjum og einum. Hins vegar er hægt að lýsa yfir skoðun sinni og berjast fyrir henni fram að at- kvæðagreiðslu, sem ræðst þá, ná- kvæmlega á þeirri stundu og ég ætla hverjum og einum fulltrúa að gera í þágu hinnar íslensku þjóðar, sem berst nú fyrir því, að ná fram miklum breytingum, viðsnúningi í stjórnmálum, þannig að þjóðin treysti stjórn- málamönnum betur og geti borið virðingu fyrir því, sem fram fer á Alþingi. Þar sé reynt að ná fram sátt milli fjár- magnseigenda og þeirra sem skulda, þeirra sem áttu sína eigin íbúð allt að hálfu, en er nú sagt að það sé rétt niðurstaða, að skulda 110% í þeirri eign með verðtryggðri skuldsetningu, viðhaldsábyrgð og sköttum! Reynt að ná málamiðlun í svo mörgum öðrum málum með skoðanaskiptum, – oft hörðum, en þeirri ákveðnu niðurstöðu að ná málamiðlun, sem staðið verði við. Mismunun og hróplegt ranglæti hefur komið fram á hverjum ein- asta degi allt frá hruni, sem kallar á miklar breytingar, nýjar starfs- aðferðir og nýja nálgun en þó jafn- framt einnig að gömlu gildin séu í heiðri höfð í stefnu flokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins er þessi vettvangur skoð- anaskipta og það skiptir afar miklu máli, að sú umfjöllun og niðurstaða nái til þjóðarinnar, henni til far- sældar. Þegar ljóst var, að Hanna Birna Kristjánsdóttir myndi gefa kost á sér í formannskjöri á landsfundi, fögnuðum við því, trúnaðarmenn flokksins í Rangárvallasýslu og buðum henni til fundar hjá okkur. Ég fullyrði, að á þeim fundi lagði hún málin þannig upp til umfjöll- unar og í framhaldi eftir fyr- irspurnir, að við sem viðstödd vor- um, skildum að framundan væri formannskosning, ekki milli ein- staklinga, heldur um það, að geta náð aftur til þjóðarinnar með sterk- um Sjálfstæðisflokki, sem nyti meira trausts en aðrir stjórn- málaflokkar, sem treysti sér til að horfast í augu við það misrétti og ranglæti, sem svo margir ein- staklingar búa við í dag og að með öllum ráðum verði reynt að ná fram leiðréttingu um það, jafn- framt því að vinna að stefnumálum flokksins. Við heilluðumst af Hönnu Birnu og málflutningi henn- ar og hlökkum til landsfundarins, þeirra skoðanaskipta sem þar munu verða og síðan hvernig mál munu ráðast þar og við síðan fylgja eftir. Við hlökkum til landsfundar Eftir Halldór Gunnarsson » Við heilluðumst af Hönnu Birnu og málflutningi hennar og hlökkum til landsfund- arins og þeirra skoð- anaskipta sem þar munu verða. Halldór Gunnarsson Höfundur er sóknarprestur og er for- maður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Rangárvallasýslu. Hinn 28. okt. sl. birtist grein undir nafninu „Gyðingahat- arar nútímans“ eftir Hjálmtý nokkurn, kvikmyndagerð- armann. Hann heggur stórt, því vafalaust finnst honum nauð- synlegt að hjálpa upp á hið sögulega fiska- minni núverandi utan- ríkisráðherra, sem heldur að allur vandi heimsins stafi frá nú- verandi ágreinings- málum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta kom fram í grein ut- anríkisráðherra hinn 17. okt. sl. í Morg- unblaðinu. Vafalaust hefur mörgum orðið skemmt við að lesa þessa stuttu og odd- hvössu grein, sem er mótuð úr stuttum, myndríkum slagorðum vinstri- mannsins. Það var hins vegar ekki öllum skemmt við að vera skráður undir fyrirsögninni: „Gyðingahat- arar nútímans“ og líkt við fjölda- morðingjann Breivik, en í stíl öfugmælalistarinnar er veruleik- anum yfirleitt snúið á haus. Rök- ræður við slíkt fólk eru því yf- irleitt erfiðar, enda er Hjálmtýr ekki að láta röksemdirnar þvælast fyrir sér og þó að við höfum oft hist á ritvellinum hefur okkur aldrei komið saman um neitt. Hinn banvæni hrunadans Það er mörgum ráðgáta af hverju gamlir rauðliðar eru að dansa vangadans við múslíma á Vesturlöndum og víðar, og þar með stefna í hættu öllum þeim mannréttindum, sem kostuðu verkalýðsbaráttuna blóð, svita og tár. Þessu virðast sófamarxistar nútímans vera tilbúnir að fórna, meira að segja öflugir talsmenn femínistahreyfingarinnar virðast tilbúnir að sturta öllum kvenrétt- indum niður í sorphauga sögunnar fyrir þennan vangadans við ímama, sjeika, emíra, múlla og hvað þeir allir kalla sig. Í huga þessa fólks eru þarna mögulegar tryggar atkvæðablokkir og jafnvel efni í storm- sveitir vinstrimennsk- unnar. Af hverju hatrið og ofstækið gegn gyð- ingum? En af hverju hata marxistar gyðinga. Jú, þannig er að marxisminn skiptir mannkyninu í tvo hópa – kapítalista og öreiga. Hina góðu og vondu. Líkt og jihad- hugmyndafræði ísl- ams gerir í „trúaða“ og „vantrúarfólk“ – múslíma og ekki múslíma. Þessi skipt- ing er ekki flókin og fellur vel að hug- myndafræði hins svarta eða hvíta. Karl Marx hafði þetta allt á hreinu. Gyðingarnir voru í hans hug- myndaheimi kapítalistar og þar af leiðandi hinir vondu. Stjarnan yfir Betlehem En af hverju er Ísrael og gyð- ingaþjóðin mikilvæg fyrir okkur? Þrátt fyrir ægilegar ofsóknir arabaþjóðanna umhverfis Ísrael hefur þeim tekist að byggja upp eitt þróaðasta lýðræðisríki heims- ins sem veitir einnig aröbum skjól og vernd. Hvergi njóta arabar eins mikilla réttinda og í Ísrael og efnahagur þeirra og frelsi blómstr- ar. Arabar kappkosta að fá að vinna og starfa í Ísrael þar sem þeir eru manneskjur en ekki þræl- ar ofbeldisfullra valdhafa araba- ríkjanna í umhverfinu, þar sem allt logar í óeirðum, ofbeldi og ófriði og frumstæðum ættbálka- hugsunarhætti. Landflótta arabar, sem létu nágrannaþjóðirnar narra sig til að yfirgefa Ísrael árið 1948 – en þá átti að þurrka Ísraelsríki út – vilja ólmir komast aftur inn á þessar 8.000 fermílur lands, sem Ísrael ræður, en vilja ekki sjá að setjast neins staðar að á 11 milljón fermílna landi sem múslím- abroddarnir ráða. Það segir sína sögu. Vagga kristindómsins, réttsýni og heiðarleika í samskiptum manna Ísrael er einnig vagga og sögu- slóðir biblíu kristinna manna sem og gyðinga. Biblían er leiðarvísir sérhverjum réttsýnum og heið- arlegum manni um góða hegðun, friðsamt og uppbyggilegt sam- félag. Sá sem tileinkar sér þær leikreglur sem biblían leggur fyrir getur átt von á því að líf hans verði mun áfallaminna. Biblían varar við vítunum, sem varast ber. Auk þess er margt í henni fag- urfræðileg bókmenntaafrek, sem listamenn hafa sótt í endalausan innblástur og fyrirmyndir. Ræða Benjamins Netanyahus á þingi SÞ 23. sept. sl. Forsætisráðherra Ísraels, Ben- jamin Netanyahu, hélt eftirfarandi ræðu á þingi SÞ seinnipartinn í dag og fjallaði um væntanlegt pal- estínskt ríki og umsókn þess: „Herrar mínir og frúr. Ísrael hefur rétt út friðarhönd sína frá stofnun ríkisins fyrir 63 árum. Fyrir hönd hinnar gyðinglegu þjóðar rétti ég út þá hönd aftur í dag. Ég rétti þá hönd út aftur til Egypta og Jórdana, með end- urnýjuðum vináttuböndum við ná- granna sem við höfum samið frið við. Ég rétti út höndina til Tyrkja, með virðingu og góðvild. Ég rétti höndina út til þjóða Líbíu og Túnis með aðdáun fyrir þeim sem eru að reyna að koma á fót lýðræðislegri framtíð. Ég rétti út höndina til annarra þjóða Norður-Afríku og Arabíuskagans, sem við viljum mynda með nýtt upphaf. Ég rétti höndina út til sýrlensku þjóð- arinnar, Líbanons og Írans, með djúpri lotningu fyrir þeim sem berjast gegn grimmri harðstjórn. En sérstaklega rétti ég út sátta- hönd til hinnar palestínsku þjóðar, sem við leitum eftir varanlegum réttlátum friði við.“ Ísrael og rauðliðar nútímans Eftir Skúla Skúlason »Hér er svar- að ósann- gjörnum slag- orðaflaumi vinstrisinna, sem hefur lifað við hugmynda- fræðilega til- vistarkreppu frá 1989. Skúli Skúlason Höfundur er rithöfundur og ritari félagsins Ísland-Ísrael. Rétt er að lögfræðistéttin hefir inn- heimt 5 faldar útistandandi skuldir mínar án þess að ég hafi nokkur svör við því hvort slíkt sé löglegt eða ekki. Líklega dekka lögin þessa gjörn- inga, svo ég borga og þegi, þótt 400.000 krónur hafi teygst í 2 millj- ónir. Sumir vinna fyrir kaupinu og svo aðrir ekki. Annað er á sinni mínu, þ.e. annað mál, en undiraldan er sú sama. Lóðir hafa verið seldar í bæj- arfélögum landsins á stighækkandi verði, eftir stighækkandi eftirspurn og verðið í mörgum tilfellum hærra en húseignirnar á umræddum lóðum (aðdrættir og vinna meðtalin) þó má benda á að þróun á smíði bæði á steinhúsum og tréhúsum hefur verið hröð undanfarin ár, bæði hvað varð- ar gæði og kostnað, og tel ég ekki útilokað að lóðasölumenn séu nú með peningagljáa í auga af þessum sök- um sem hingað til. Áður fengu menn lóðir án tilkostn- aðar en greiddu í framhaldinu fast- eignagjöld til samfélagsins þaðan í frá. Í dag er fólki bent á að fleira þurfi að borga en áður. Borga þurfti fyrir t.d. skipulagningu svæðisins og vegi, eins þarf að fá heitt og kalt vatn sem og rafmagn á svæðið (eins og þetta sé eitthvað nýtt), barnaheimili, skóla og aðstöðu fyrir löggæslu, heilsu- gæslu og stjórnunaraðstöðu. Þetta minnir mig á umræðu í Sví- þjóð fyrir fáum árum. Um var að ræða sérkennslukennara, tekin var saman skólaganga sem og sérkennsl- unámskeið, hvert á fætur öðru, er talin voru æskileg. Síðan var tíminn tekin saman og kom þá í ljós að kennarinn verð- andi hæfi störf um 100 ára ald- ursmarkið sam- kvæmt fyrirliggj- andi útreikningi. Hvernig væri að hætta þessu peningaplokki og leyfa fólki að lifa sem frjálst fólk í eigin landi, en ekki sem þrælar verðandi eigna hálft líf- ið? Ef lóðum væri úthlutað fyrir mála- myndagreiðslur mundi húsnæð- isverð lækka umtalsvert. Bankar og sparisjóðir yrðu kannski að rifa segl- in um skeið, en fjárhagur við- skiptavinarins mun vænkast (verða heilbrigður) sem og iðnaðarmanna í viðkomandi iðngreinum. N.B. Hingað til hefir það viðgeng- ist að tengd neysla hefir aðeins verið greidd í áskrift. Þá á ég við t.d. raf- magn, heitt og kalt vatn, sími, int- ernet og frárennsli að húsvegg án kostnaðar. Er ekki eðlilegt að bæj- arfélög sjái um skipulagningu og lagningu vega sem hingað til og borgi fyrir úr sameiginlegum sjóði, sem hingað til? Ljóst þyki mér að verðlagning lóða þurfi að vera hófleg, helst engin, og eins þarf að hemja innheimtu lög- manna. Ef ekkert verður að gert þá fer allt vinnandi fólk sem er með bein í nefinu, úr landi, nema stjórn- málamenn og lögfræðingar. Þetta gæti gerst eins og hendi sé veifað. JÓHANN BOGI GUÐMUNDSSON, húsasmíðameistari. Er eitthvað að? Frá Jóhanni Boga Guðmundssyni Jóhann Bogi Guðmundsson Safnaðarheimilið á Hellu lætur ekki mikið yfir sér en það er óhætt að segja að það hafi komið skemmtilega á óvart hversu rúm- gott það er og hljómburðurinn góð- ur þegar Ómar Diðriksson, Sveita- synir og Karlakór Rangæinga leiddu saman hesta sína á dögunum með tvennum tónleikum sama dag- inn. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í tónleikaröð á Suðurlandi sem þeir kalla „Öðruvísi en áður“ og má með sanni segja að svo sé, þar sem flutt eru gömul lög í nýjum búningi auk nýrra laga. Guðmundur Eiríksson og stjórn- andi kórsins, Guðjón Halldór Ósk- arsson, hafa útsett nokkur laganna fyrir karlakór og einnig hefur verið unnið að nýjum útsetningum fyrir Sveitasyni á lögum sem áður hafa verið flutt. Tónleikarnir voru frá upphafi til enda léttir og með eindæmum skemmtilegir, allur flutningur vel heppnaður og skein í gegn að jafnt hljóðafæraleikarar sem söngvarar nutu sín í botn. Ekki spillti heldur vaskleg fram- ganga Guðmundar Haukssonar í hlutverki kynnis þar sem hann snaraði fram misbeittum sögum og bröndurum sem sennilega hljóma ekki dagsdaglega í safnaðarheimili, en ég er viss um að Guð og Jesús Kristur eru a.m.k. jafn miklir húm- oristar og áheyrendur, sem hlógu sig máttlausa með jöfnu millibili. Það var skemmtileg tilbreyting að hlusta á karlakórinn með Ómari og hljóðfæraleikurunum, kraftmik- ill söngur kórsins féll vel að lögum Ómars sem voru fjölbreytt og blátt áfram yndisleg. Karlakórinn, eins og áður sagði, flutti einnig nokkur lög í nýjum búningi og voru tónleikarnir því mjög fjölbreyttir. Tónlistin ómaði, hláturinn ómaði, lokaklappið dundi, áheyrendur fóru sælir í sinni heim og hefðu alveg viljað heyra meira. KATRÍN ÓSKARSDÓTTIR, Miðtúni 2, Hvolsvelli. „Öðruvísi en áður“ Frá Katrínu Óskarsdóttur Tónleikar Ómars Diðriksonar, Sveitasona og Karlakórs Rangæinga í safn- aðarheimilinu á Hellu voru blátt áframyndislegir, að mati greinarhöfundar. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.