Morgunblaðið - 15.11.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Lést af völdum ofkælingar
2. Andlát: Páll Heiðar Jónsson
3. Farþegi stal frá flugþjóni
4. Sævald er fundinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Aron Hannes Emilsson er fyrsti sig-
urvegari Jólastjörnu N1 og Stöðvar 2.
Mun hann koma fram á jólatónleikum
Björgvins Halldórssonar 3. des. Aron
er frá Grundarfirði og hefur sungið
og komið fram frá 5 ára aldri.
Aron Hannes er
Jólastjarnan 2011
Danstvíeykið
Steinunn Ketils-
dóttir og Brian
Gerke vinnur nú
að verkinu „The
Bodies“ sem
frumsýnt verður
næsta haust hér á
landi sem og er-
lendis. Verk þeirra
„Steinunn and Brian DO art; How to
be Original“ hefur fengið góðar við-
tökur erlendis og framundan sýning-
ar á því í Svíþjóð og í Bandaríkjunum.
The Bodies verður
frumsýnt á næsta ári
Von er á framhaldi barnaplötunnar
Diskóeyjunnar, í flutningi Prófessors-
ins og Memfismafíunnar, á næsta ári.
Laga- og textahöfundur Diskóeyj-
unnar, Bragi Valdimar Skúlason,
greinir frá þessu
en hann er þessa
dagana að semja
söngleik upp úr
Diskóeyjunni
með Óttari
Proppé og Kristni
Jónssyni úr
Hjálmum. »32
Framhald Diskóeyju
væntanlegt 2012
Á miðvikudag og fimmtudag Suðaustan og austan 5-10 m/s
með vætu, en hægari og úrkomulítið norðanlands. Hiti 5 til 12 stig.
Á föstudag Hæg, breytileg átt, skýjað að mestu en úrkomulítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir með morgninum, sunnan 3-10 eftir
hádegi. Vætusamt sunnanlands, annars úrkomulítið. Hiti 7 til 14
stig.
VEÐUR
Þormóður Árni Jónsson
júdókappi úr Júdófélagi
Reykjavíkur lagði mikið á
sig til að komast á heims-
bikarmótið í Samoa-eyjum
þar sem hann komst í úr-
slitaglímuna. Eftir tveggja
sólarhringa ferðalag frá
Prag í Tékklandi komst Þor-
móður á keppnisstaðinn en
hafði sem betur fer fimm
nætur til að jafna sig fyrir
átökin og það dugði, enda
var árangurinn frábær. »4
Ferðaðist í tvo
sólarhringa
Sigurbergur Sveinsson, leikmaður
Basel í Sviss, verður ekki með ís-
lenska landsliðinu í handknattleik
þegar það fer á Evrópumótið í Serbíu
í janúar. Hann hefur glímt við meiðsli
í hné, fór í aðgerð og verður frá
keppni í átta til tíu
vikur. „Það varð
ekki hjá því kom-
ist að fara í þessa
aðgerð núna,“
sagði Sigurbergur
við Morgunblaðið.
»1
Sigurbergur verður ekki
með á EM í Serbíu
Hjálmar Jónsson frá Egilsstöðum er
sá íslenski knattspyrnumaður sem
hefur verið lengst samfleytt atvinnu-
maður hjá sama félaginu. Hjálmar er
að hefja sitt ellefta tímabil sem leik-
maður IFK Gautaborg í Svíþjóð.
„Auðvitað hef ég stundum leitt hug-
ann að því að breyta til en mér hefur
liðið vel allan tímann hérna,“ segir
Hjálmar. »1
Leikur sitt ellefta ár
með IFK Gautaborg
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Ég fæddist svona og þetta uppgötv-
aðist fljótlega,“ segir Hafdís Erla
Helgadóttir, 18 ára, en hún er með
svokallaðan þríblöðkulokugalla í
hjarta. Hafdís Erla á heiðurinn af
jólakorti samtakanna Hjartaheilla í
ár. Hún segir hjartasjúkdóminn lítið
há sér í leik og starfi, en í frí-
stundum sínum æfir hún og kennir
karate.
„Ein hjartalokan er aflöguð og á
röngum stað, hún er þremur senti-
metrum ofar en hún á að vera,“ segir
Hafdís Erla. Að sögn móður hennar,
Helgu Arnardóttur, veldur þessi
tegund hjartagalla einnig því að of
mikið blóðflæði fer inn í hjartalok-
una og það getur valdið miklu álagi á
hjartað.
Hafdís Erla segir sjúkdóminn
hafa haft lítil áhrif á líf sitt. Þegar
hún var yngri fékk hún hjartsláttar-
truflanir, en eftir hjartaþræðingu í
Boston fyrir fjórum árum finnur hún
ekki fyrir þeim lengur.
Alltaf verið þátttakandi í lífinu
Helga, móðir Hafdísar Erlu, segir
að þau foreldrarnir líti nokkuð öðr-
um augum á sjúkdóminn og heilsu-
far Hafdísar. „Við höfum aldrei hlíft
henni og alltaf leyft henni að vera
þátttakandi í lífinu. En hún var oft
mjög veik þegar hún var yngri, en ég
held að hún sé búin að gleyma því,“
segir Helga.
Hafdís Erla hefur æft karate frá
tíu ára aldri og æfir nú þrisvar í
viku. Að auki þjálfar
hún hóp barna á
aldrinum 6-10 ára.
Hún stundar nám
á náttúrufræði-
braut í Fjöl-
brautaskóla
Vesturlands og á að
sögn tvær annir eftir
til stúdentsprófs. „Vin-
ir mínir eru ekkert sérstaklega að
velta því fyrir sér að ég sé með
hjartasjúkdóm. Sjálf tala ég lítið um
það og það er fyrst og fremst vegna
þess að ég er ekkert alltaf að hugsa
um þetta. Þetta er ekki það fyrsta
sem kemur upp í hugann þegar ég
fer að segja frá sjálfri mér.“
Jólasveinar á ferð og flugi
Myndlist hefur lengi verið áhuga-
mál Hafdísar Erlu. Á jólakortinu
getur að líta nokkra glaðværa lopa-
peysuklædda jólasveina bregða á
leik, þar sem einn sveinninn sveiflar
sér í ljósakrónu. „Mig langaði ekki
til þess að teikna týpískt jólakort
með jólasveini á sleða. Ég vildi hafa
einhverja hreyfingu á myndinni,“
segir Hafdís Erla.
Með hjartaloku á röngum stað
Fæddist með
hjartagalla Æfir
og kennir karate
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjartaheill Hafdís Erla, sem er 18 ára, á heiðurinn af jólakorti samtakanna Hjartaheilla í ár. Hún segir hjartasjúk-
dóminn lítið há sér í leik og starfi, en í frístundum sínum æfir hún og kennir karate.
Samtökin Hjartaheill voru stofnuð
árið 1983. Markmið þeirra er m.a.
að gæta réttar hjartasjúklinga,
afla fjár til velferðarmála
þeirra og að efla rann-
sóknir og fræðslu varð-
andi hjartasjúkdóma.
Ein helsta fjáröfl-
unarleið samtakanna
er jólakortasala og að
auki berast Hjartaheill
áheit og ýmsar gjafir.
Fénu er m.a. varið til að styrkja
hjartadeildir Landspítalans við
Hringbraut, endurhæfingarstöð
hjartasjúklinga á Reykjalundi og
HL-stöðvarnar í Reykjavík, Ak-
ureyri, Neskaupstað og Vest-
mannaeyjum, en einnig til að
styðja efnaminni hjartasjúklinga.
Frá stofnun hafa samtökin gefið
ýmis tæki til sjúkrastofnana að
andvirði mörghundruð milljóna
króna.
Jólakortasalan mikil tekjuöflun
HAFA SAFNAÐ HUNDRUÐUM MILLJÓNA